Dásamlegt að fá loks sólargeisla á pallinn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. febrúar 2013 06:00 Hávaxin grenitré frá sjöunda áratug síðustu aldar voru felld í gær eftir dóm Hæstaréttar Íslands í nágrannadeilu í Kópavogi. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég stend og horfi út um gluggann. Það er einfaldlega dásamlegt að sjá sólina hér í norðurgarðinum í fyrsta skipti," sagði Þórey Þórðardóttir sem í gær fagnaði endalokum meira en fimm ára baráttu fyrir því að fá sól á sólpallinn sinn. Þórey og eiginmaðurinn hennar heitinn keyptu íbúð í húsinu í Víðihvammi 24 í Kópavogi á árinu 2005. Frá árinu 2007 hefur Þórey reynt að fá nágranna sína í Víðihvammi 22 til að fjarlægja tvö hávaxin grenitré sem stóðu á lóðarmörkunum og skyggðu á lóð Þóreyjar. Á endanum kvað Hæstiréttur úr um að trén skyldu víkja. Fram kemur í dómskjölum að Víðihvammur 22 sé byggður 1961 og að grenitrén hafi verið gróðursett skömmu síðar í norðaustur horni lóðarinnar. Trén voru því orðin um hálfrar aldar gömul þegar þau voru felld í gær. Sólpallur Þóreyjar var smíðaður í skugga trjánna. Sagði hún fyrir dómi að annar staður hafi ekki komið til greina því eini útgangurinn frá íbúðinni hafi verið úr herbergi þeirra hjóna. Hæð trjánna geri það hins vegar að verkum að þau skyggja nær algjörlega fyrir dagsbirtu og sól á veröndinni eftir klukkan hálfþrjú á daginn yfir sumarið. Spurð hvernig henni sé innanbrjósts eftir þessi löngu deilu sem nú hefur loks tekið enda segist Þórey ekki vilja ræða það mál frekar. „Þetta hefur tekið alltof langan tíma en nú er þetta búið," sagði hún einfaldlega og hélt áfram að njóta síðdegisólarinnar sem skein glatt í garðinum í Víðihvammi 24 í gær. Ekki náðist tal af íbúum í Víðihvammi 22 sem þurftu að sjá á bak tveimur öldnum og stæðilegum grenitrjám. Dóttir konunnar sem býr í húsinu var hins vegar á staðnum þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði. Kvað hún móður sína ekki hafa treyst sér til að vera viðstadda þegar grenitrén voru felld. Í dómi Hæstaréttar segir að skert birtuskilyrði á lóð Þóreyjar auk umfangs og staðsetningar grenitrjánna nærri lóðarmörkum, þannig að greinar trjánna slúttu langt inn á lóð Þóreyjar væri henni til verulegra óþæginda og „langt umfram það sem hún þyrfti að þola samkvæmt ólögfestum reglum nábýlisréttar". Ekki væri hægt að draga úr þessum óþægindum nema með því að fjarlægja trén. Nágrannadeilur Kópavogur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Ég stend og horfi út um gluggann. Það er einfaldlega dásamlegt að sjá sólina hér í norðurgarðinum í fyrsta skipti," sagði Þórey Þórðardóttir sem í gær fagnaði endalokum meira en fimm ára baráttu fyrir því að fá sól á sólpallinn sinn. Þórey og eiginmaðurinn hennar heitinn keyptu íbúð í húsinu í Víðihvammi 24 í Kópavogi á árinu 2005. Frá árinu 2007 hefur Þórey reynt að fá nágranna sína í Víðihvammi 22 til að fjarlægja tvö hávaxin grenitré sem stóðu á lóðarmörkunum og skyggðu á lóð Þóreyjar. Á endanum kvað Hæstiréttur úr um að trén skyldu víkja. Fram kemur í dómskjölum að Víðihvammur 22 sé byggður 1961 og að grenitrén hafi verið gróðursett skömmu síðar í norðaustur horni lóðarinnar. Trén voru því orðin um hálfrar aldar gömul þegar þau voru felld í gær. Sólpallur Þóreyjar var smíðaður í skugga trjánna. Sagði hún fyrir dómi að annar staður hafi ekki komið til greina því eini útgangurinn frá íbúðinni hafi verið úr herbergi þeirra hjóna. Hæð trjánna geri það hins vegar að verkum að þau skyggja nær algjörlega fyrir dagsbirtu og sól á veröndinni eftir klukkan hálfþrjú á daginn yfir sumarið. Spurð hvernig henni sé innanbrjósts eftir þessi löngu deilu sem nú hefur loks tekið enda segist Þórey ekki vilja ræða það mál frekar. „Þetta hefur tekið alltof langan tíma en nú er þetta búið," sagði hún einfaldlega og hélt áfram að njóta síðdegisólarinnar sem skein glatt í garðinum í Víðihvammi 24 í gær. Ekki náðist tal af íbúum í Víðihvammi 22 sem þurftu að sjá á bak tveimur öldnum og stæðilegum grenitrjám. Dóttir konunnar sem býr í húsinu var hins vegar á staðnum þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði. Kvað hún móður sína ekki hafa treyst sér til að vera viðstadda þegar grenitrén voru felld. Í dómi Hæstaréttar segir að skert birtuskilyrði á lóð Þóreyjar auk umfangs og staðsetningar grenitrjánna nærri lóðarmörkum, þannig að greinar trjánna slúttu langt inn á lóð Þóreyjar væri henni til verulegra óþæginda og „langt umfram það sem hún þyrfti að þola samkvæmt ólögfestum reglum nábýlisréttar". Ekki væri hægt að draga úr þessum óþægindum nema með því að fjarlægja trén.
Nágrannadeilur Kópavogur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira