Eyþór Ingi í Spaugstofunni á laugardag
Eyþór Ingi Gunnlaugsson, söngvari og nýkrýndur Eurovision-fari Íslendinga hefur haft í nógu að snúast síðan hann söng sig inn í hug og hjörtu þjóðarinnar með laginu Ég á líf. Eyþór stígur sín fyrstu skref í gríninu í dag þegar hann er í gestahlutverki í Spaugstofunni. Söngvarinn ku víst vera ófeiminn við að gera grín að sjálfum sér og þeirri staðreynd að hann virðist vinna allar þær keppnir sem hann tekur þátt. Eyþór Ingi skaust upp á stjörnuhimininn er hann bar sigur úr býtum í sjónvarpsþáttunum Bandið hans Bubba. Spaugstofan er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 21.30 á laugardaginn, á eftir beinni útsendingu frá Eddunni 2013.