Sprengjur Feneyjanefndar Pawel Bartoszek skrifar 15. febrúar 2013 06:00 Nú hefur Feneyjanefnd Evrópuráðsins skilað drögum að áliti sínu á þeim stjórnarskrártillögum sem eru til umræðu á Alþingi. Í einni af fyrstu fréttum vikunnar um álitið kom fram að „enga sprengju“ væri þar að finna. Það er rangt. Álitið geymir þó nokkrar sprengjur.Sprengja eitt Feneyjanefndin leggur til að kaflinn um mannréttindi verði endurskoðaður. Að mati Feneyjanefndar er m.a. „afar mikilvægt að tekið verði tillit til þess grundvallarmunar sem er á 1) hefðbundnum mannréttindum (frelsisréttindum), 2) félagslegum og efnahagslegum réttindum og 3) skuldbindingum sem varða þjóðfélagið í heild sinni (svokölluðum 3. kynslóða réttindum)“. Feneyjanefndin segir að frumvarpið setji allar þrjár gerðir réttinda í sama kafla án þess að taka tillit til ólíkrar stöðu þeirra. Undir þetta má taka. Tökum málfrelsi annars vegar og réttinn til heilbrigðisþjónustu hins vegar. Bæði þessi réttindi eru í II. kafla stjórnarskrárdraganna. Það fyrra, málfrelsið, þarf til dæmis aldrei að skerða vegna „kostnaðar“. Við komust ekki hjá því með það síðara, réttinn til heilbrigðisþjónustu, sama hve mikið við vildum annað. Nú segja stjórnarskrárdrögin líka að „einkaaðilar skuli, eftir því sem við á, virða þau réttindi sem kveðið er á um í II. kafla“. Samþykki maður þessa (raunar fremur framsæknu) hugmynd má ímynda sér að einkaaðilar geti undir einhverjum kringumstæðum verið bundnir af því að brjóta ekki á málfrelsi fólks. En eiga þeir sem reka heilbrigðisfyrirtæki að tryggja rétt fólks til heilbrigðisþjónustu? Á það við? Er það ljóst? Vel að merkja: Feneyjanefndin segir ekki að við megum ekki hafa öll þau réttindi í stjórnarskránni sem upp eru talin í drögunum. En sé það gert þá þurfi kannski að vanda betur til verks, t.d. að skipta mannréttindakaflanum upp til að ljósara verði hver beri skyldur hvenær og undir hvaða kringumstæðum megi skerða þau réttindi sem um ræðir.Sprengja tvö Hér eru ummæli sérfræðinga Feneyjanefndarinnar um það stjórnkerfi sem stjórnarskrárdrögin draga upp: „Það stjórnkerfi sem lagt er til er fremur flókið og markast af ósamræmi.“ „Þegar á heildina er litið hefur Feneyjanefndin ástæðu til að sjá hættu á pólitísku þrátefli og óstöðugleika sem getur með alvarlegum hætti grafið undan góðum stjórnarháttum ríkisins.“ Þetta eru þyngri orð en oftast sjást í ályktunum Feneyjanefndar. Í því ljósi hlýtur hæpið að teljast að hægt verði að „laga stjórnkerfið“ milli annarrar og þriðju umræðu í þinginu. Eigi að taka ábendingarnar alvarlega þarf að endurskoða tillögurnar um stjórnkerfið gaumgæfilega og senda þær svo aftur til yfirlestrar Feneyjanefndarinnar.Sprengja þrjú Hvað varðar fyrirkomulag ráðningar dómara og það hlutverk sem forsetanum, ráðherrum og þingi er ætlað í því mælir nefndin mjög eindregið gegn þeirri leið sem lögð er til. „Feneyjanefndin leggur þannig áherslu á að Alþingi sé ekki rétti staðurinn til að ræða hæfni [umsækjenda um dómarastöður] og að aðferðin sem frumvarpið leggur til feli í sér skýran möguleika á pólitískum ráðningum. Þetta vekur upp alvarlegar spurningar með tilliti til evrópskra viðmiða og getur ekki talist ásættanlegt.“ Hér er tekið mjög sterkt til orða. Stjórnarskrárgjafi sem vill taka sig alvarlega verður að bregðast við þessum ábendingum og senda drögin til yfirlestrar aftur að því loknu.Að lokum Í umsögn um finnsku stjórnarskrána frá 2007 er að finna setningu um að „stjórnarskráin sé í samræmi við evrópsk viðmið um lýðræði, réttarríki og mannréttindi“. Slíka setningu er ekki að finna í bráðabirgðaáliti Feneyjanefndar um þau drög sem nú liggja fyrir. Þvert á móti er margt þar með því allra beinskeyttasta sem sést hefur. Hvað er þá best að gera? Viljum við skapa þá hefð að knappur þingmeirihluti geti alltaf hunsað mjög eindregin tilmæli evrópskra sérfræðinga um stjórnskipan og þrýst stjórnarskrárbreytingum í gegn með hæpnum einhliða fullyrðingum um að í raun hafi þegar verið brugðist við álitinu? Eða eigum við að skapa þá hefð að menn taki mark á slíkum álitum, geri nauðsynlegar breytingar í rólegheitum og sendi svo málið aftur út til Feneyjanefndarinnar? Væri það ekki hefð sem við gætum öll verið stolt af? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hefur Feneyjanefnd Evrópuráðsins skilað drögum að áliti sínu á þeim stjórnarskrártillögum sem eru til umræðu á Alþingi. Í einni af fyrstu fréttum vikunnar um álitið kom fram að „enga sprengju“ væri þar að finna. Það er rangt. Álitið geymir þó nokkrar sprengjur.Sprengja eitt Feneyjanefndin leggur til að kaflinn um mannréttindi verði endurskoðaður. Að mati Feneyjanefndar er m.a. „afar mikilvægt að tekið verði tillit til þess grundvallarmunar sem er á 1) hefðbundnum mannréttindum (frelsisréttindum), 2) félagslegum og efnahagslegum réttindum og 3) skuldbindingum sem varða þjóðfélagið í heild sinni (svokölluðum 3. kynslóða réttindum)“. Feneyjanefndin segir að frumvarpið setji allar þrjár gerðir réttinda í sama kafla án þess að taka tillit til ólíkrar stöðu þeirra. Undir þetta má taka. Tökum málfrelsi annars vegar og réttinn til heilbrigðisþjónustu hins vegar. Bæði þessi réttindi eru í II. kafla stjórnarskrárdraganna. Það fyrra, málfrelsið, þarf til dæmis aldrei að skerða vegna „kostnaðar“. Við komust ekki hjá því með það síðara, réttinn til heilbrigðisþjónustu, sama hve mikið við vildum annað. Nú segja stjórnarskrárdrögin líka að „einkaaðilar skuli, eftir því sem við á, virða þau réttindi sem kveðið er á um í II. kafla“. Samþykki maður þessa (raunar fremur framsæknu) hugmynd má ímynda sér að einkaaðilar geti undir einhverjum kringumstæðum verið bundnir af því að brjóta ekki á málfrelsi fólks. En eiga þeir sem reka heilbrigðisfyrirtæki að tryggja rétt fólks til heilbrigðisþjónustu? Á það við? Er það ljóst? Vel að merkja: Feneyjanefndin segir ekki að við megum ekki hafa öll þau réttindi í stjórnarskránni sem upp eru talin í drögunum. En sé það gert þá þurfi kannski að vanda betur til verks, t.d. að skipta mannréttindakaflanum upp til að ljósara verði hver beri skyldur hvenær og undir hvaða kringumstæðum megi skerða þau réttindi sem um ræðir.Sprengja tvö Hér eru ummæli sérfræðinga Feneyjanefndarinnar um það stjórnkerfi sem stjórnarskrárdrögin draga upp: „Það stjórnkerfi sem lagt er til er fremur flókið og markast af ósamræmi.“ „Þegar á heildina er litið hefur Feneyjanefndin ástæðu til að sjá hættu á pólitísku þrátefli og óstöðugleika sem getur með alvarlegum hætti grafið undan góðum stjórnarháttum ríkisins.“ Þetta eru þyngri orð en oftast sjást í ályktunum Feneyjanefndar. Í því ljósi hlýtur hæpið að teljast að hægt verði að „laga stjórnkerfið“ milli annarrar og þriðju umræðu í þinginu. Eigi að taka ábendingarnar alvarlega þarf að endurskoða tillögurnar um stjórnkerfið gaumgæfilega og senda þær svo aftur til yfirlestrar Feneyjanefndarinnar.Sprengja þrjú Hvað varðar fyrirkomulag ráðningar dómara og það hlutverk sem forsetanum, ráðherrum og þingi er ætlað í því mælir nefndin mjög eindregið gegn þeirri leið sem lögð er til. „Feneyjanefndin leggur þannig áherslu á að Alþingi sé ekki rétti staðurinn til að ræða hæfni [umsækjenda um dómarastöður] og að aðferðin sem frumvarpið leggur til feli í sér skýran möguleika á pólitískum ráðningum. Þetta vekur upp alvarlegar spurningar með tilliti til evrópskra viðmiða og getur ekki talist ásættanlegt.“ Hér er tekið mjög sterkt til orða. Stjórnarskrárgjafi sem vill taka sig alvarlega verður að bregðast við þessum ábendingum og senda drögin til yfirlestrar aftur að því loknu.Að lokum Í umsögn um finnsku stjórnarskrána frá 2007 er að finna setningu um að „stjórnarskráin sé í samræmi við evrópsk viðmið um lýðræði, réttarríki og mannréttindi“. Slíka setningu er ekki að finna í bráðabirgðaáliti Feneyjanefndar um þau drög sem nú liggja fyrir. Þvert á móti er margt þar með því allra beinskeyttasta sem sést hefur. Hvað er þá best að gera? Viljum við skapa þá hefð að knappur þingmeirihluti geti alltaf hunsað mjög eindregin tilmæli evrópskra sérfræðinga um stjórnskipan og þrýst stjórnarskrárbreytingum í gegn með hæpnum einhliða fullyrðingum um að í raun hafi þegar verið brugðist við álitinu? Eða eigum við að skapa þá hefð að menn taki mark á slíkum álitum, geri nauðsynlegar breytingar í rólegheitum og sendi svo málið aftur út til Feneyjanefndarinnar? Væri það ekki hefð sem við gætum öll verið stolt af?
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun