Tilbury tekur upp nýja plötu 18. febrúar 2013 08:00 Hljómsveitin Tilbury fór í hljóðver um síðustu helgi og tók upp helminginn af nýrri plötu, sem er væntanleg í október. Innan við ár er liðið síðan fyrsta plata Tilbury, Exorcise, kom út. Hún fékk góð viðbrögð og lenti ofarlega á mörgum árslistum. Aðspurður segist forsprakkinn Þormóður Dagsson eiga nóg af lögum í pokahorninu. "Þetta safnaðist upp áður en síðasta plata kom út. Ég var kominn með fínan lager,“ segir hann. Nýja platan hefur að geyma eldri lög sem fóru ekki á þá fyrri og nýtt efni sem hefur orðið til eftir að hljómsveitin byrjaði að fylgja eftir síðustu plötu. Hann viðurkennir að góðu dómarnir sem síðasta plata fékk hafi hvatt þá til dáða. "Algjörlega. Við vinnum líka ágætlega saman og okkur langaði til að halda því áfram og prófa að vinna þetta alveg frá grunni saman.“ Aðrir meðlimir Tilbury eru Örn Eldjárn gítarleikari, Kristinn Evertsson á hljóðgervla, Guðmundur Óskar Guðmundsson bassaleikari og Magnús Trygvason Eliassen á trommur. Seinni helmingur plötunnar verður tekinn upp í maí vegna þess að Þormóður verður fram að því staddur erlendis að ljúka við lokaverkefni sitt úr háskólanum. Hér fyrir ofan má sjá myndbandið við lagið Drama af síðustu plötu Tilbury. Tónlist Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Hljómsveitin Tilbury fór í hljóðver um síðustu helgi og tók upp helminginn af nýrri plötu, sem er væntanleg í október. Innan við ár er liðið síðan fyrsta plata Tilbury, Exorcise, kom út. Hún fékk góð viðbrögð og lenti ofarlega á mörgum árslistum. Aðspurður segist forsprakkinn Þormóður Dagsson eiga nóg af lögum í pokahorninu. "Þetta safnaðist upp áður en síðasta plata kom út. Ég var kominn með fínan lager,“ segir hann. Nýja platan hefur að geyma eldri lög sem fóru ekki á þá fyrri og nýtt efni sem hefur orðið til eftir að hljómsveitin byrjaði að fylgja eftir síðustu plötu. Hann viðurkennir að góðu dómarnir sem síðasta plata fékk hafi hvatt þá til dáða. "Algjörlega. Við vinnum líka ágætlega saman og okkur langaði til að halda því áfram og prófa að vinna þetta alveg frá grunni saman.“ Aðrir meðlimir Tilbury eru Örn Eldjárn gítarleikari, Kristinn Evertsson á hljóðgervla, Guðmundur Óskar Guðmundsson bassaleikari og Magnús Trygvason Eliassen á trommur. Seinni helmingur plötunnar verður tekinn upp í maí vegna þess að Þormóður verður fram að því staddur erlendis að ljúka við lokaverkefni sitt úr háskólanum. Hér fyrir ofan má sjá myndbandið við lagið Drama af síðustu plötu Tilbury.
Tónlist Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira