Gítargoðsögn stígur fram í sviðsljósið Freyr Bjarnason skrifar 21. febrúar 2013 21:00 Fyrsta sólóplata Johnnys Marr, fyrrum gítarleikara The Smiths, kemur út eftir helgi. Hún kallast The Messenger og kemur út í Bretlandi á vegum Warner en í Bandaríkjunum hjá Sire Records. Marr, sem verður fimmtugur í október, er einn kunnasti gítarleikari heims eftir veru sína í The Smiths en sú hljómsveit hefur lengi verið í uppáhaldi hjá tónlistaráhugamönnum. Hann var kjörinn fjórði besti gítarleikari síðustu þrjátíu ára í könnun BBC árið 2010 og í næstu viku fær hann afhent Godlike Genius-heiðursverðlaunin hjá blaðinu NME fyrir framlag sitt til tónlistarinnar. Mörgum kemur eflaust á óvart að Marr hafi ekki gefið út sólóplötu fyrr, því 26 ár eru síðan The Smiths lagði upp laupana. Á þessum tíma hefur forsprakki sveitarinnar, Morrissey, sent frá sér níu hljóðversplötur og þar af hafa þrjár komist á topp breska vinsældarlistans. Í stað þess að vera einn á báti hefur Marr spilað með hinum ýmsu hljómsveitum, annaðhvort sem opinber meðlimur eða á tónleikaferðum. Eftir endalok The Smiths spilaði hann inn á tvær vinsælustu plötur The The, Mind Bomb og Dusk. Eftir það stofnaði hann hljómsveitina Electronic ásamt Bernard Sumner úr New Order og náði fyrsta plata þeirra öðru sæti á breska listanum. Næst stofnaði Marr hljómsveitina Johnny Marr & The Healers sem gaf út plötuna Boomslang, sem fékk misjöfn viðbrögð. Í framhaldinu gekk hann til liðs við bandarísku indísveitina Modest Mouse árið 2006 og spilaði inn á tvær plötur hennar og fór sú fyrri, We Were Dead Before the Ship Even Sank. á topp bandaríska listans en þangað hafði Marr aldrei komist áður. Því næst gerðist Marr meðlimur bresku indírokkaranna í The Cribs og tók upp eina plötu með þeim en hætti 2011 til að einbeita sér að fyrstu sólóplötunni, sem hann tók alfarið upp sjálfur. Gagnrýnendur virðast ekkert yfir sig hrifnir af The Messenger. BBC segir plötuna vanta þann brodd sem Marr hefur fært hljómsveitum sínum í gegnum tíðina. Vefsíðan Pitchfork gefur henni 6,3 af 10 og segir hana fanga athyglina í byrjun en vera ólíklega til að vekja áhuga til lengra tíma litið. Drowned in Sound gefur henni 4 af 10 og segir að Marr virðist eiga erfitt með að búa til góð lög eftir að hafa verið svo lengi í bakgrunninum. Þá segir vefsíðan Musicomh plötuna misgóða og of langa en gefur henni samt þrjár stjörnur. Marr ætlar að fylgja The Messenger eftir með tónleikaferð um Bretland sem hefst í mars og í apríl ferðast hann til Bandaríkjanna. Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Fyrsta sólóplata Johnnys Marr, fyrrum gítarleikara The Smiths, kemur út eftir helgi. Hún kallast The Messenger og kemur út í Bretlandi á vegum Warner en í Bandaríkjunum hjá Sire Records. Marr, sem verður fimmtugur í október, er einn kunnasti gítarleikari heims eftir veru sína í The Smiths en sú hljómsveit hefur lengi verið í uppáhaldi hjá tónlistaráhugamönnum. Hann var kjörinn fjórði besti gítarleikari síðustu þrjátíu ára í könnun BBC árið 2010 og í næstu viku fær hann afhent Godlike Genius-heiðursverðlaunin hjá blaðinu NME fyrir framlag sitt til tónlistarinnar. Mörgum kemur eflaust á óvart að Marr hafi ekki gefið út sólóplötu fyrr, því 26 ár eru síðan The Smiths lagði upp laupana. Á þessum tíma hefur forsprakki sveitarinnar, Morrissey, sent frá sér níu hljóðversplötur og þar af hafa þrjár komist á topp breska vinsældarlistans. Í stað þess að vera einn á báti hefur Marr spilað með hinum ýmsu hljómsveitum, annaðhvort sem opinber meðlimur eða á tónleikaferðum. Eftir endalok The Smiths spilaði hann inn á tvær vinsælustu plötur The The, Mind Bomb og Dusk. Eftir það stofnaði hann hljómsveitina Electronic ásamt Bernard Sumner úr New Order og náði fyrsta plata þeirra öðru sæti á breska listanum. Næst stofnaði Marr hljómsveitina Johnny Marr & The Healers sem gaf út plötuna Boomslang, sem fékk misjöfn viðbrögð. Í framhaldinu gekk hann til liðs við bandarísku indísveitina Modest Mouse árið 2006 og spilaði inn á tvær plötur hennar og fór sú fyrri, We Were Dead Before the Ship Even Sank. á topp bandaríska listans en þangað hafði Marr aldrei komist áður. Því næst gerðist Marr meðlimur bresku indírokkaranna í The Cribs og tók upp eina plötu með þeim en hætti 2011 til að einbeita sér að fyrstu sólóplötunni, sem hann tók alfarið upp sjálfur. Gagnrýnendur virðast ekkert yfir sig hrifnir af The Messenger. BBC segir plötuna vanta þann brodd sem Marr hefur fært hljómsveitum sínum í gegnum tíðina. Vefsíðan Pitchfork gefur henni 6,3 af 10 og segir hana fanga athyglina í byrjun en vera ólíklega til að vekja áhuga til lengra tíma litið. Drowned in Sound gefur henni 4 af 10 og segir að Marr virðist eiga erfitt með að búa til góð lög eftir að hafa verið svo lengi í bakgrunninum. Þá segir vefsíðan Musicomh plötuna misgóða og of langa en gefur henni samt þrjár stjörnur. Marr ætlar að fylgja The Messenger eftir með tónleikaferð um Bretland sem hefst í mars og í apríl ferðast hann til Bandaríkjanna.
Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira