Vill pólitíkusa frá samningaborðinu Trausti Hafliðason skrifar 22. febrúar 2013 07:00 Orri Vigfússon skrifaði nýlega opnugrein um makríldeiluna í dagblaðið The Scottish Times. Fyrir tveimur áratugum var komið í veg fyrir ofveiði á laxi í hafi. Þetta var gert fyrir tilstilli Verndarsjóðs villtra laxastofna (North Atlantic Salmon Fund - NASF), sem keypti upp veiðihlunnindi á laxi í sjó og heldur sú vinna áfram í dag. Orri Vigfússon, formaður sjóðsins, veltir fyrir sér hvort ekki sé hægt að nota sömu aðferðafræði til að leysa makríldeiluna – bjarga makrílnum. Í samtali við Fréttablaðið segir Orri að nánast allur laxastofninn í Norður-Atlantshafi sæki fæðu sína í hafsvæði sem eru utan umráðasvæðis Evrópusambandsins og að nú virðist sem makríllinn sé að gera slíkt hið sama. Makríllinn sé nú þegar byrjaður að hrygna innan íslenskrar fiskveiðilögsögu og hafi jafnframt ákveðið að bestu fæðuna sé að finna hér við land. Að sögn Orra sýna rannsóknir Hafrannsóknastofnunar að makríllinn hafi étið um tvær milljónir tonna af lífmassa á svæðinu sem sé gríðarlegt magn. Til samanburðar sé samanlagður lífmassi íslenska laxastofnsins um 200 tonn. Mikilvægt sé að hafa í huga að fæðan sem makríllinn étur sé sú sama og þorskur og ýsa, tvær af verðmætustu fisktegundum Íslendinga, éta. „Það má kenna hlýnun jarðar um þessa þróun en það hjálpar ekki þeim þjóðum sem veiða makrílinn að komast að niðurstöðu um kvóta heldur flækir bara þá vinnu," segir Orri. „Ef fram heldur sem horfir blasir því við að örlög makrílsins gætu orðið þau sömu og síldarinnar sem var veidd af miklu offorsi á síðustu öld. Svo miklu að stofninn varð nánast útdauður."Tvískinnungur í málflutningi Verndarsjóðurinn er bandalag náttúruverndarhópa, þar sem einkaaðilar og opinberir aðilar hafa sameinast um að endurreisa villta laxastofna. Orri segir að þetta hafi tekist þrátt fyrir að Norðmenn, Skotar og Bretar, þjóðirnar sem nú deila hvað harðast á Íslendinga fyrir makrílveiðar, hafi um árabil gróflega misnotað laxastofnana. Það sé því tvískinnungur í málflutningi þessara þjóða í makríldeilunni. „Ég vil taka það fram að ég er ekki með neina töfralausn en það er hins vegar alveg ljóst að Evrópusambandinu og stjórnmálamönnum hefur mistekist að leysa þessa deilu," segir Orri. „Ég held að nú sé rétti tíminn til að skoða hvort ekki sé hægt að nýta þá reynslu sem við höfum fengið við að reisa laxastofninn úr öskustónni. Hvort nú sé ekki rétti tíminn til að hleypa hagsmunaaðilum að borðinu því ég held að það sé lykillinn að því að leysa þetta mál." Að sögn Orra eru hagsmunaaðilar oft úrræðabetri en stjórnmálamenn þegar kemur að deilum sem þessum. Spurningin sé hins vegar sú hvort stjórnmálamenn hleypi hagsmunaaðilum að samningaborðinu. „Aðalatriðið er að leysa þessa deilu," segir Orri. „Þeir sem stunda ósjálfbærar makrílveiðar eiga að hætta þeim og þeir sem stunda sjálfbærar veiðar eiga að fá að halda áfram á sömu braut. Lausnin er fólgin í því að láta þá sem þurfa að hætta fá eitthvað annað í staðinn. Sem dæmi sé ég fyrir mér að útgerðir hér gætu samið við erlendar útgerðir um skiptingu kvóta. Íslenskir útgerðarmenn gætu til dæmis fengið aðrar tegundir í skiptum fyrir makríl og öfugt ef því er að skipta. Ég geri mér grein fyrir því að það er ekki hægt að semja til langs tíma um makrílinn, sem líkt og laxinn og síldin er flökkustofn, en það væri kannski hægt að búa til formúlu sem yrði síðan endurskoðuð eftir nokkur ár." Loftslagsmál Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Sjá meira
Fyrir tveimur áratugum var komið í veg fyrir ofveiði á laxi í hafi. Þetta var gert fyrir tilstilli Verndarsjóðs villtra laxastofna (North Atlantic Salmon Fund - NASF), sem keypti upp veiðihlunnindi á laxi í sjó og heldur sú vinna áfram í dag. Orri Vigfússon, formaður sjóðsins, veltir fyrir sér hvort ekki sé hægt að nota sömu aðferðafræði til að leysa makríldeiluna – bjarga makrílnum. Í samtali við Fréttablaðið segir Orri að nánast allur laxastofninn í Norður-Atlantshafi sæki fæðu sína í hafsvæði sem eru utan umráðasvæðis Evrópusambandsins og að nú virðist sem makríllinn sé að gera slíkt hið sama. Makríllinn sé nú þegar byrjaður að hrygna innan íslenskrar fiskveiðilögsögu og hafi jafnframt ákveðið að bestu fæðuna sé að finna hér við land. Að sögn Orra sýna rannsóknir Hafrannsóknastofnunar að makríllinn hafi étið um tvær milljónir tonna af lífmassa á svæðinu sem sé gríðarlegt magn. Til samanburðar sé samanlagður lífmassi íslenska laxastofnsins um 200 tonn. Mikilvægt sé að hafa í huga að fæðan sem makríllinn étur sé sú sama og þorskur og ýsa, tvær af verðmætustu fisktegundum Íslendinga, éta. „Það má kenna hlýnun jarðar um þessa þróun en það hjálpar ekki þeim þjóðum sem veiða makrílinn að komast að niðurstöðu um kvóta heldur flækir bara þá vinnu," segir Orri. „Ef fram heldur sem horfir blasir því við að örlög makrílsins gætu orðið þau sömu og síldarinnar sem var veidd af miklu offorsi á síðustu öld. Svo miklu að stofninn varð nánast útdauður."Tvískinnungur í málflutningi Verndarsjóðurinn er bandalag náttúruverndarhópa, þar sem einkaaðilar og opinberir aðilar hafa sameinast um að endurreisa villta laxastofna. Orri segir að þetta hafi tekist þrátt fyrir að Norðmenn, Skotar og Bretar, þjóðirnar sem nú deila hvað harðast á Íslendinga fyrir makrílveiðar, hafi um árabil gróflega misnotað laxastofnana. Það sé því tvískinnungur í málflutningi þessara þjóða í makríldeilunni. „Ég vil taka það fram að ég er ekki með neina töfralausn en það er hins vegar alveg ljóst að Evrópusambandinu og stjórnmálamönnum hefur mistekist að leysa þessa deilu," segir Orri. „Ég held að nú sé rétti tíminn til að skoða hvort ekki sé hægt að nýta þá reynslu sem við höfum fengið við að reisa laxastofninn úr öskustónni. Hvort nú sé ekki rétti tíminn til að hleypa hagsmunaaðilum að borðinu því ég held að það sé lykillinn að því að leysa þetta mál." Að sögn Orra eru hagsmunaaðilar oft úrræðabetri en stjórnmálamenn þegar kemur að deilum sem þessum. Spurningin sé hins vegar sú hvort stjórnmálamenn hleypi hagsmunaaðilum að samningaborðinu. „Aðalatriðið er að leysa þessa deilu," segir Orri. „Þeir sem stunda ósjálfbærar makrílveiðar eiga að hætta þeim og þeir sem stunda sjálfbærar veiðar eiga að fá að halda áfram á sömu braut. Lausnin er fólgin í því að láta þá sem þurfa að hætta fá eitthvað annað í staðinn. Sem dæmi sé ég fyrir mér að útgerðir hér gætu samið við erlendar útgerðir um skiptingu kvóta. Íslenskir útgerðarmenn gætu til dæmis fengið aðrar tegundir í skiptum fyrir makríl og öfugt ef því er að skipta. Ég geri mér grein fyrir því að það er ekki hægt að semja til langs tíma um makrílinn, sem líkt og laxinn og síldin er flökkustofn, en það væri kannski hægt að búa til formúlu sem yrði síðan endurskoðuð eftir nokkur ár."
Loftslagsmál Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Sjá meira