Sport

Getur unnið tuttugasta árið í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur E. Stephensen.
Guðmundur E. Stephensen. Mynd/Daníel
Víkingurinn Guðmundur Eggert Stephensen getur náð sögulegum áfanga á Íslandsmótinu í borðtennis sem fer fram í íþróttahúsi TBR við Gnoðarvog um helgina.

Guðmundur getur nefnilega orðið Íslandsmeistari 20. árið í röð en hann varð fyrst Íslandsmeistari árið 1994, þá aðeins ellefu ára gamall. Guðmundur vann þrefalt í fimmtánda sinn í fyrra og hefur alls unnið 52 Íslandsmeistaratitla á ferlinum.

Guðmundur tapaði ekki lotu í einliðaleik á mótinu í fyrra og hefur ekki tapað lotu í úrslitaleiknum undanfarin sex ár.

Lilja Rós Jóhannesdóttir úr Víkingi hefur titil að verja hjá konunum en hún varð Íslandsmeistari í tíunda sinn í fyrra.

Mótið hefst klukkan 11 á laugardag en úrslitaleikirnir fara síðan fram á milli 11.30 og 14.30 á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×