Lagið fjallar ekki um lýsi Sara McMahon skrifar 7. mars 2013 06:00 María Ólafsdóttir syngur lagið Lýsi í myrkri ásamt Kristmundi Axel, en myndband við lagið hefur fengið yfir tólfþúsund áhorf á Youtube á aðeins þremur dögum. Lagið er úr smiðju upptökuteymisins Stop Wait Go sem er skipað Sæþóri Kristjánssyni og bræðrunum Pálma Ragnari og Ásgeiri Orra Ásgeirssonum. "Ég hef aðeins unnið með strákunum í Stop Wait Go og þeir spurðu mig hvort ég vildi ekki syngja lagið með Kristmundi," segir María um verkefnið. Lýsi í myrkri er þegar komið í spilun á útvarpsstöðinni Fm 957 og viðurkennir María að það sé skrítið að heyra sjálfa sig syngja í útvarpinu. "Ég vissi ekki alveg við hverju ég mátti búast en viðtökurnar hafa verið góðar." Hún segir söng og leiklist sín helstu áhugamál og hyggur á framhaldsnám í tón- og leiklist. "Ég hef aldrei lært söng, en hef sungið frá því ég man eftir mér. Ég hef líka tekið þátt í leiksýningum frá tíu ára aldri, þar á meðal Söngvaseið sem var sett upp í Borgarleikhúsinu og í Michael Jackson sýningunni á Broadway," segir María sem hefur að auki komið fram í þremur nemendaleiksýningum Verslunarskóla Íslands, þaðan sem hún lýkur stúdentsprófi í vor. Þegar hún er spurð út í titil lagsins segir hún hann hafa verið uppsprettu góðlátlegs gríns meðal vina hennar. "Mér datt ekki í hug að titillinn gæti misskilist fyrr en vinir mínir byrjuðu að djóka með hann. En lagið fjallar ekki um lýsi," segir hún og hlær. Tónlist Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
María Ólafsdóttir syngur lagið Lýsi í myrkri ásamt Kristmundi Axel, en myndband við lagið hefur fengið yfir tólfþúsund áhorf á Youtube á aðeins þremur dögum. Lagið er úr smiðju upptökuteymisins Stop Wait Go sem er skipað Sæþóri Kristjánssyni og bræðrunum Pálma Ragnari og Ásgeiri Orra Ásgeirssonum. "Ég hef aðeins unnið með strákunum í Stop Wait Go og þeir spurðu mig hvort ég vildi ekki syngja lagið með Kristmundi," segir María um verkefnið. Lýsi í myrkri er þegar komið í spilun á útvarpsstöðinni Fm 957 og viðurkennir María að það sé skrítið að heyra sjálfa sig syngja í útvarpinu. "Ég vissi ekki alveg við hverju ég mátti búast en viðtökurnar hafa verið góðar." Hún segir söng og leiklist sín helstu áhugamál og hyggur á framhaldsnám í tón- og leiklist. "Ég hef aldrei lært söng, en hef sungið frá því ég man eftir mér. Ég hef líka tekið þátt í leiksýningum frá tíu ára aldri, þar á meðal Söngvaseið sem var sett upp í Borgarleikhúsinu og í Michael Jackson sýningunni á Broadway," segir María sem hefur að auki komið fram í þremur nemendaleiksýningum Verslunarskóla Íslands, þaðan sem hún lýkur stúdentsprófi í vor. Þegar hún er spurð út í titil lagsins segir hún hann hafa verið uppsprettu góðlátlegs gríns meðal vina hennar. "Mér datt ekki í hug að titillinn gæti misskilist fyrr en vinir mínir byrjuðu að djóka með hann. En lagið fjallar ekki um lýsi," segir hún og hlær.
Tónlist Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira