Lögsóttur vegna Beyoncé-leka 7. mars 2013 06:00 Útgáfurisinn Somy hefur lögsótt sænskan mann fyrir að dreifa plötu söngkonunnar Beyoncé á netinu áður en hún var gefin út opinberlega. Sony fer fram á rúmar 29 milljónir króna í skaðabætur. Frá þessu er greint á vefsíðu tónlistartímaritsins NME. Lögfræðingar Somy halda því fram að hinn 47 ára gamli maður frá Gautaborg hafi "lekið" plötunni 4 með Beyoncé á netið þann 8. júní árið 2011, rúmum tveimur vikum áður en platan var gefin út opinberlega. Nafn Svíans hefur ekki verið gert opinbert en talið er líklegt að hann starfi innan tónlistargeirans. Sony heldur því fram að athafnir mannsins hafi haft í för með sér margvíslegar neikvæðar afleiðingar í för með sér, þar á meðal fyrir sölutekjur af plötunni og markaðsherferð fyrir kynningu hennar. Sony heldur því einnig fram að lekinn hafi skaðað samband fyrirtækisins við söngkonuna og að orðspor Beyoncé hafi beðið hnekki fyrir vikið. Fyrr á þessu ári voru tveir enskir menn dæmdir í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og hundrað klukkustunda samfélagsvinnu fyrir að niðurhala ólöglega um 7.000 skjölum með tónlist frá Sony, meðal annarra plötum með Michael Jackson, Elvis Presley og téðri Beyoncé. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá myndbandið við lagið Love On Top af umræddri plötu, 4. Tónlist Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Útgáfurisinn Somy hefur lögsótt sænskan mann fyrir að dreifa plötu söngkonunnar Beyoncé á netinu áður en hún var gefin út opinberlega. Sony fer fram á rúmar 29 milljónir króna í skaðabætur. Frá þessu er greint á vefsíðu tónlistartímaritsins NME. Lögfræðingar Somy halda því fram að hinn 47 ára gamli maður frá Gautaborg hafi "lekið" plötunni 4 með Beyoncé á netið þann 8. júní árið 2011, rúmum tveimur vikum áður en platan var gefin út opinberlega. Nafn Svíans hefur ekki verið gert opinbert en talið er líklegt að hann starfi innan tónlistargeirans. Sony heldur því fram að athafnir mannsins hafi haft í för með sér margvíslegar neikvæðar afleiðingar í för með sér, þar á meðal fyrir sölutekjur af plötunni og markaðsherferð fyrir kynningu hennar. Sony heldur því einnig fram að lekinn hafi skaðað samband fyrirtækisins við söngkonuna og að orðspor Beyoncé hafi beðið hnekki fyrir vikið. Fyrr á þessu ári voru tveir enskir menn dæmdir í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og hundrað klukkustunda samfélagsvinnu fyrir að niðurhala ólöglega um 7.000 skjölum með tónlist frá Sony, meðal annarra plötum með Michael Jackson, Elvis Presley og téðri Beyoncé. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá myndbandið við lagið Love On Top af umræddri plötu, 4.
Tónlist Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira