Áhætta sem borgaði sig Trausti Júlíusson skrifar 11. mars 2013 13:45 John Grant. Pale Green Ghosts. Sena. Pale Green Ghosts er önnur sólóplata Johns Grant en sú fyrri, Queen of Denmark, var af mörgum talin ein af bestu plötum ársins 2010. Queen of Denmark var í sígildum popplagastíl. Hún var unnin með Texas-sveitinni Midlake. Tveir meðlimir hennar, bassaleikarinn Paul Alexander og trommuleikarinn McKenzie Smith spila í nokkrum lögum á Pale Green Ghosts en flestir hljóðfæraleikaranna eru íslenskir, m.a. Pétur Hallgríms, Jakob Smári, Arnar Ómars, Óskar Guðjóns, Smári Tarfur og Gummi Pé. Sá tónlistarmaður sem hefur mest áhrif á útkomuna er samt upptökustjórinn og taktsmiðurinn Biggi Veira úr Gusgus. Biggi klæðir lögin hans Grants í nýjan búning. Lögin eru tekin mislangt í raftónlistaráttina: Titillagið Pale Green Ghosts er mjög GusGus-legt og það sama má segja um hið frábæra Black Belt. Lagið Ernest Borgnine er svo nánast hreinræktað teknólag. Nokkur laganna eru meira í anda Queen of Denmark, t.d. GMF og It Doesn‘t Matter To Him og enn önnur eru einhvers staðar þarna á milli. Í sérflokki er svo lokalagið Glacier sem er eitt af meistaraverkum plötunnar. Það er mjög flott uppbyggt með tilkomumikilli strengjaútsetningu og glæsilegum píanókafla. John Grant er mikill sögumaður, eins og þeir sem hafa séð hann á tónleikum vita. Hann er með sjálfan sig á heilanum, sem er ekki óalgengt meðal poppara. Það sem gerir textana hans svona góða er hins vegar húmorinn. Hann kvartar mikið yfir eigin hlutskipti og yfir fyrrum elskhuga sínum, sem hann söng reyndar mikið til á Queen of Denmark líka, en sjálfsvorkunnin er alltaf skreytt með húmor og skemmtilegum orðaleikjum. Stóra spurningin þegar Pale Green Ghosts er metin er hvernig hefur tekist að sameina raftónlistarveröld Bigga Veiru og sígildar lagasmíðar Johns Grant. Það var auðvitað ekkert augljóst að það tækist, en útkoman er í einu orði sagt frábær. Það hefði verið auðvelt fyrir John Grant að taka þessi ellefu lög upp með sömu hljómsveit og síðast og flestir hefðu eflaust verið sáttir við það. Hann ákvað hins vegar að fara lengri leiðina og prófa eitthvað nýtt. Sú áhætta borgaði sig. Pale Green Ghosts er meistaraverk. Niðurstaða: Biggi Veira klæðir sígildar lagasmíðar Johns Grant í nýjan búning á frábærri plötu. Gagnrýni Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
John Grant. Pale Green Ghosts. Sena. Pale Green Ghosts er önnur sólóplata Johns Grant en sú fyrri, Queen of Denmark, var af mörgum talin ein af bestu plötum ársins 2010. Queen of Denmark var í sígildum popplagastíl. Hún var unnin með Texas-sveitinni Midlake. Tveir meðlimir hennar, bassaleikarinn Paul Alexander og trommuleikarinn McKenzie Smith spila í nokkrum lögum á Pale Green Ghosts en flestir hljóðfæraleikaranna eru íslenskir, m.a. Pétur Hallgríms, Jakob Smári, Arnar Ómars, Óskar Guðjóns, Smári Tarfur og Gummi Pé. Sá tónlistarmaður sem hefur mest áhrif á útkomuna er samt upptökustjórinn og taktsmiðurinn Biggi Veira úr Gusgus. Biggi klæðir lögin hans Grants í nýjan búning. Lögin eru tekin mislangt í raftónlistaráttina: Titillagið Pale Green Ghosts er mjög GusGus-legt og það sama má segja um hið frábæra Black Belt. Lagið Ernest Borgnine er svo nánast hreinræktað teknólag. Nokkur laganna eru meira í anda Queen of Denmark, t.d. GMF og It Doesn‘t Matter To Him og enn önnur eru einhvers staðar þarna á milli. Í sérflokki er svo lokalagið Glacier sem er eitt af meistaraverkum plötunnar. Það er mjög flott uppbyggt með tilkomumikilli strengjaútsetningu og glæsilegum píanókafla. John Grant er mikill sögumaður, eins og þeir sem hafa séð hann á tónleikum vita. Hann er með sjálfan sig á heilanum, sem er ekki óalgengt meðal poppara. Það sem gerir textana hans svona góða er hins vegar húmorinn. Hann kvartar mikið yfir eigin hlutskipti og yfir fyrrum elskhuga sínum, sem hann söng reyndar mikið til á Queen of Denmark líka, en sjálfsvorkunnin er alltaf skreytt með húmor og skemmtilegum orðaleikjum. Stóra spurningin þegar Pale Green Ghosts er metin er hvernig hefur tekist að sameina raftónlistarveröld Bigga Veiru og sígildar lagasmíðar Johns Grant. Það var auðvitað ekkert augljóst að það tækist, en útkoman er í einu orði sagt frábær. Það hefði verið auðvelt fyrir John Grant að taka þessi ellefu lög upp með sömu hljómsveit og síðast og flestir hefðu eflaust verið sáttir við það. Hann ákvað hins vegar að fara lengri leiðina og prófa eitthvað nýtt. Sú áhætta borgaði sig. Pale Green Ghosts er meistaraverk. Niðurstaða: Biggi Veira klæðir sígildar lagasmíðar Johns Grant í nýjan búning á frábærri plötu.
Gagnrýni Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira