Snúa aftur með stæl Freyr Bjarnason skrifar 14. mars 2013 06:00 Hljómsveitin Suede er skipuð þeim Brett Anderson, Neil Codling, Simon Gilbert, Richard Oakes og Mat Osman. nordicphotos/getty Enska hljómsveitin Suede sendir frá sér Bloodsports á mánudaginn. Þetta er fyrsta plata sveitarinnar með nýju efni í ellefu ár og bíða aðdáendur hennar spenntir eftir útkomunni. Alls eru 24 ár liðin síðan Suede var stofnuð eftir að söngvarinn Brett Anderson, þáverandi kærastan hans Justine Frischmann, og Mat Osman auglýstu eftir gítarleikara í blaðinu NME. Bernard Butler fékk starfið og í framhaldinu nefndi Frischmann hljómsveitina Suede. Tveimur árum síðar var hún rekin úr bandinu eftir að hún hafði hætt með Anderson og byrjað með Damon Albarn í Blur. Suede hefur verið nefnd sem sú hljómsveit sem kom Britpop-bylgjunni af stað og hefur fyrir vikið verið talin ein áhrifamesta enska rokksveit tíunda áratugarins. Fyrsta plata hennar, Suede, kom út árið 1993. Hún fór beint á topp breska vinsældalistans og hafði fyrsta plata hljómsveitar ekki selst jafnhratt í tæpan áratug. Velgengnin hélt áfram því platan hlaut einnig hin virtu Mercury-verðlaun, enda voru þar flott lög á borð við Animal Nitrate og So Young. Næsta plata Suede, Dog Man Star, kom út ári síðar og fékk fínar viðtökur. Hún er af mörgum talin meistarastykki sveitarinnar en brotthvarf gítarleikarans Bernards Butler, rétt áður en platan kom út, skyggði á verkið. Nýr gítarleikari, Richard Oakes, tók við af Butler og árið 1996 kom út Coming Up, sem varð til þess að vinsældir Suede jukust gífurlega víða um heim. Fimm lög komust í efsta sæti breska smáskífulistans og platan varð sú söluhæsta í sögu hljómsveitarinnar. Sveitin gaf út tvær hljóðversplötur til viðbótar, Head Music og A New Morning, og olli sú síðarnefnda miklum vonbrigðum. Ári síðar, 2003, var Suede öll. Í framhaldinu stofnuðu Anderson og Butler hina skammlífu The Tears en núna, ellefu árum eftir A New Morning, er Suede mætt aftur og virðist endurnærð eftir þetta langa frí. Upptökustjóri Bloodsports var Ed Buller, sá hinn sami og stýrði upptökum á fyrstu þremur plötum Suede og er greinilegt að Anderson og félagar voru að sækjast eftir gamla, góða hljóminum. Breskir fjölmiðlar eru yfir sig hrifnir af plötunni. Tímaritin Mojo og Q gefa henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Í dómi Q segir að Suede takist að vera nútímaleg á sama tíma og hún haldi í fortíðina. Uncut gefur henni 7 af 10 og Clash 8 af 10, þar sem gagnrýnandinn segir plötuna ljósritun á upphaflegu Britpop-stefnunni. Svo fær hún fullt hús, eða fimm stjörnur, hjá The Daily Telegraph. Tónlist Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Enska hljómsveitin Suede sendir frá sér Bloodsports á mánudaginn. Þetta er fyrsta plata sveitarinnar með nýju efni í ellefu ár og bíða aðdáendur hennar spenntir eftir útkomunni. Alls eru 24 ár liðin síðan Suede var stofnuð eftir að söngvarinn Brett Anderson, þáverandi kærastan hans Justine Frischmann, og Mat Osman auglýstu eftir gítarleikara í blaðinu NME. Bernard Butler fékk starfið og í framhaldinu nefndi Frischmann hljómsveitina Suede. Tveimur árum síðar var hún rekin úr bandinu eftir að hún hafði hætt með Anderson og byrjað með Damon Albarn í Blur. Suede hefur verið nefnd sem sú hljómsveit sem kom Britpop-bylgjunni af stað og hefur fyrir vikið verið talin ein áhrifamesta enska rokksveit tíunda áratugarins. Fyrsta plata hennar, Suede, kom út árið 1993. Hún fór beint á topp breska vinsældalistans og hafði fyrsta plata hljómsveitar ekki selst jafnhratt í tæpan áratug. Velgengnin hélt áfram því platan hlaut einnig hin virtu Mercury-verðlaun, enda voru þar flott lög á borð við Animal Nitrate og So Young. Næsta plata Suede, Dog Man Star, kom út ári síðar og fékk fínar viðtökur. Hún er af mörgum talin meistarastykki sveitarinnar en brotthvarf gítarleikarans Bernards Butler, rétt áður en platan kom út, skyggði á verkið. Nýr gítarleikari, Richard Oakes, tók við af Butler og árið 1996 kom út Coming Up, sem varð til þess að vinsældir Suede jukust gífurlega víða um heim. Fimm lög komust í efsta sæti breska smáskífulistans og platan varð sú söluhæsta í sögu hljómsveitarinnar. Sveitin gaf út tvær hljóðversplötur til viðbótar, Head Music og A New Morning, og olli sú síðarnefnda miklum vonbrigðum. Ári síðar, 2003, var Suede öll. Í framhaldinu stofnuðu Anderson og Butler hina skammlífu The Tears en núna, ellefu árum eftir A New Morning, er Suede mætt aftur og virðist endurnærð eftir þetta langa frí. Upptökustjóri Bloodsports var Ed Buller, sá hinn sami og stýrði upptökum á fyrstu þremur plötum Suede og er greinilegt að Anderson og félagar voru að sækjast eftir gamla, góða hljóminum. Breskir fjölmiðlar eru yfir sig hrifnir af plötunni. Tímaritin Mojo og Q gefa henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Í dómi Q segir að Suede takist að vera nútímaleg á sama tíma og hún haldi í fortíðina. Uncut gefur henni 7 af 10 og Clash 8 af 10, þar sem gagnrýnandinn segir plötuna ljósritun á upphaflegu Britpop-stefnunni. Svo fær hún fullt hús, eða fimm stjörnur, hjá The Daily Telegraph.
Tónlist Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira