Frelsinu fylgir ábyrgð Kristinn H. Gunnarsson skrifar 14. mars 2013 06:00 Umræðan í aðdraganda komandi alþingiskosninga snýst um þessar mundir að mestu um fortíðina. Það er varla minnst á það hvernig eigi að greiða niður gífurlegar skuldir hins opinbera, koma á efnahagslegum stöðugleika og ná fram vaxandi kaupmætti. Krafist er að ríkið lækki skuldir þeirra sem keyptu skömmu fyrir hrun. Rökin eru þau að skuldirnar hafi stökkbreyst og að ósanngjarnt sé að þær verði greiddar að fullu. Nóg framboð er af stjórnmálaflokkum sem lofa skuldurum gulli og grænum skógum og skeyta lítið um þá sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Þessi þróun í þjóðfélaginu er mjög varasöm og minnir á upplausnarástandið á 13. öldinni, í aðdraganda þess að þjóðin lét frá sér sjálfstæðið vegna innri sundrungar. Rökin fyrir kröfunni eru röng. Skuldirnar hafa ekki stökkbreyst. Minnkandi verðgildi krónunnar gerir það að verkum að fleiri krónur þarf til þess að endurspegla sömu verðmæti. Það er kaupmátturinn sem féll, þess vegna eiga margir í erfiðleikum með að standa undir skuldbindingum sínum. Lækkun skulda með lagasetningu þýðir einfaldlega að þær eru færðar til og aðrir einstaklingar borga. Þeir sem munu bera skuldatilfærsluna urðu fyrir sömu kjaraskerðingunni og skuldararnir. Hvers vegna eiga þeir að axla meiri byrðar en orðið er og hver eru rökin fyrir því að valdir skuldarar eigi að vera undanþegnir kjaraskerðingunni? Byrðarnar munu einkum lenda á gamla fólkinu, örorkulífeyrisþegum og heilbrigðiskerfinu. Þegar er meira en nóg í þeim efnum að gert og ekki á það bætandi. Einstaklingar og lánastofnanir búa við frelsi til þess að semja um fjárskuldbindingar. Því frelsi fylgir hins vegar ábyrgð. Það er verkefni þessara aðila að semja um viðbrögð þegar forsendur breytast verulega, eins og minnkandi kaupmáttur er dæmi um. Hvers vegna eru stjórnmálaflokkar að færa ábyrgðina frá viðskiptabönkunum yfir á ríkissjóð á því að takast á við afleiðingar lánveitinga sinna? Íslandsbanki skreytir sig með því að endurgreiða hluta af vöxtum viðskiptavina sinna. Bankinn hefur grætt 81 milljarð króna frá hruni. Það gengur ekki að breyta leikreglunum eftir á og afnema ábyrgðina. Það þarf að líta til framtíðar áður en það verður gert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Umræðan í aðdraganda komandi alþingiskosninga snýst um þessar mundir að mestu um fortíðina. Það er varla minnst á það hvernig eigi að greiða niður gífurlegar skuldir hins opinbera, koma á efnahagslegum stöðugleika og ná fram vaxandi kaupmætti. Krafist er að ríkið lækki skuldir þeirra sem keyptu skömmu fyrir hrun. Rökin eru þau að skuldirnar hafi stökkbreyst og að ósanngjarnt sé að þær verði greiddar að fullu. Nóg framboð er af stjórnmálaflokkum sem lofa skuldurum gulli og grænum skógum og skeyta lítið um þá sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Þessi þróun í þjóðfélaginu er mjög varasöm og minnir á upplausnarástandið á 13. öldinni, í aðdraganda þess að þjóðin lét frá sér sjálfstæðið vegna innri sundrungar. Rökin fyrir kröfunni eru röng. Skuldirnar hafa ekki stökkbreyst. Minnkandi verðgildi krónunnar gerir það að verkum að fleiri krónur þarf til þess að endurspegla sömu verðmæti. Það er kaupmátturinn sem féll, þess vegna eiga margir í erfiðleikum með að standa undir skuldbindingum sínum. Lækkun skulda með lagasetningu þýðir einfaldlega að þær eru færðar til og aðrir einstaklingar borga. Þeir sem munu bera skuldatilfærsluna urðu fyrir sömu kjaraskerðingunni og skuldararnir. Hvers vegna eiga þeir að axla meiri byrðar en orðið er og hver eru rökin fyrir því að valdir skuldarar eigi að vera undanþegnir kjaraskerðingunni? Byrðarnar munu einkum lenda á gamla fólkinu, örorkulífeyrisþegum og heilbrigðiskerfinu. Þegar er meira en nóg í þeim efnum að gert og ekki á það bætandi. Einstaklingar og lánastofnanir búa við frelsi til þess að semja um fjárskuldbindingar. Því frelsi fylgir hins vegar ábyrgð. Það er verkefni þessara aðila að semja um viðbrögð þegar forsendur breytast verulega, eins og minnkandi kaupmáttur er dæmi um. Hvers vegna eru stjórnmálaflokkar að færa ábyrgðina frá viðskiptabönkunum yfir á ríkissjóð á því að takast á við afleiðingar lánveitinga sinna? Íslandsbanki skreytir sig með því að endurgreiða hluta af vöxtum viðskiptavina sinna. Bankinn hefur grætt 81 milljarð króna frá hruni. Það gengur ekki að breyta leikreglunum eftir á og afnema ábyrgðina. Það þarf að líta til framtíðar áður en það verður gert.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun