Bilað 14. mars 2013 06:00 Það var vel til fundið hjá dómnefnd Blaðamannaverðlaunanna að veita Sunnu Valgerðardóttur, blaðakonu á Fréttablaðinu, verðlaun fyrir fréttaskýringar um stöðu geðsjúkra. Sagði dómnefndin að greinaflokkur hennar væri áhrifamikill, heildstæður og vel unninn. Það er hverju orði sannara. Meðal þess sem kom fram er að biðtími eftir meðferðarúrræðum á geðsviði LSH er um fjórir mánuðir. Ef bíllinn minn bilar fer ég með hann á verkstæði á morgun en ef ég bila þarf ég að bíða í fjóra mánuði. Það er bilað. Það kom líka fram að misveikir sjúklingar eru saman á deildum. Mæðrum með lítil börn er sinnt í sama rými og árásargjörnu fólki. Mér skilst reyndar að það standi til bóta. Fleiri staðreyndir voru dregnar fram. Því fyrr sem meðferð vegna geðsjúkdóma hefst, þeim mun minni líkur eru á langvarandi örorku. Stærsti hluti sjúklinga á endurhæfingardeildum Klepps situr þar fastur vegna skorts á framhaldsúrræðum. Sumir útskrifast í algjörlega óviðunandi úrræði, sem gerir það að verkum að endurkomur á spítalann eru tíðari en eðlilegt þykir. Starfsfólk geðsviðsins er örmagna. Málefnum geðfatlaðra er illa sinnt af sveitarfélögunum. Umfjöllun um mikilvæg mál á það til að koðna niður. En Sunna er ekki hætt. Á forsíðu Fréttablaðsins í síðustu viku sagði að aðbúnaður sjúklinga á legudeild geðdeildar Sjúkrahússins á Akureyri væri með öllu óviðunandi. Starfsfólk hefur áhyggjur af öryggi sjúklinga. Stjórn geðverndarfélags bæjarins telur ástandið jaðra við neyðarástand. Komum á geðdeildina hefur fjölgað um 75 prósent á átta árum en starfsfólki hefur ekki fjölgað. Stjórnmálamenn hafa almennt séð lítinn áhuga á málefnum geðsjúkra. Lausleg athugun leiðir í ljós að þau hafi verið nefnd tvisvar eða þrisvar í þinginu á kjörtímabilinu og þá að frumkvæði Eyglóar Harðardóttur. Vonandi hefur leitarvélin svikið mig en ljóst er að málaflokkurinn hefur ekki verið fyrirferðarmikill í pólitíkinni. Þar komast mál reyndar ekki almennilega að nema verðmiðinn sé minnst milljarður. Þetta þarf að breytast. Samfélagslega mikilvæg mál á borð við að halda hér úti góðu geðheilbrigðiskerfi mega ekki vera aukasetningar í áherslum stjórnmálamanna og -flokka. Það hlýtur að vera nokkurs virði að verða minnst, þegar yfir lýkur, fyrir að hafa barist fyrir félagslegum úrbótum. Reyndar ætti slíka gulrót ekki að þurfa til en maðurinn er jú hégómagjarn. Frambjóðendum til Alþingis í kosningunum í lok apríl bendi ég á að verðlaunagreinar Sunnu birtust dagana 10.-16. október 2012 og þær má finna á visir.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun
Það var vel til fundið hjá dómnefnd Blaðamannaverðlaunanna að veita Sunnu Valgerðardóttur, blaðakonu á Fréttablaðinu, verðlaun fyrir fréttaskýringar um stöðu geðsjúkra. Sagði dómnefndin að greinaflokkur hennar væri áhrifamikill, heildstæður og vel unninn. Það er hverju orði sannara. Meðal þess sem kom fram er að biðtími eftir meðferðarúrræðum á geðsviði LSH er um fjórir mánuðir. Ef bíllinn minn bilar fer ég með hann á verkstæði á morgun en ef ég bila þarf ég að bíða í fjóra mánuði. Það er bilað. Það kom líka fram að misveikir sjúklingar eru saman á deildum. Mæðrum með lítil börn er sinnt í sama rými og árásargjörnu fólki. Mér skilst reyndar að það standi til bóta. Fleiri staðreyndir voru dregnar fram. Því fyrr sem meðferð vegna geðsjúkdóma hefst, þeim mun minni líkur eru á langvarandi örorku. Stærsti hluti sjúklinga á endurhæfingardeildum Klepps situr þar fastur vegna skorts á framhaldsúrræðum. Sumir útskrifast í algjörlega óviðunandi úrræði, sem gerir það að verkum að endurkomur á spítalann eru tíðari en eðlilegt þykir. Starfsfólk geðsviðsins er örmagna. Málefnum geðfatlaðra er illa sinnt af sveitarfélögunum. Umfjöllun um mikilvæg mál á það til að koðna niður. En Sunna er ekki hætt. Á forsíðu Fréttablaðsins í síðustu viku sagði að aðbúnaður sjúklinga á legudeild geðdeildar Sjúkrahússins á Akureyri væri með öllu óviðunandi. Starfsfólk hefur áhyggjur af öryggi sjúklinga. Stjórn geðverndarfélags bæjarins telur ástandið jaðra við neyðarástand. Komum á geðdeildina hefur fjölgað um 75 prósent á átta árum en starfsfólki hefur ekki fjölgað. Stjórnmálamenn hafa almennt séð lítinn áhuga á málefnum geðsjúkra. Lausleg athugun leiðir í ljós að þau hafi verið nefnd tvisvar eða þrisvar í þinginu á kjörtímabilinu og þá að frumkvæði Eyglóar Harðardóttur. Vonandi hefur leitarvélin svikið mig en ljóst er að málaflokkurinn hefur ekki verið fyrirferðarmikill í pólitíkinni. Þar komast mál reyndar ekki almennilega að nema verðmiðinn sé minnst milljarður. Þetta þarf að breytast. Samfélagslega mikilvæg mál á borð við að halda hér úti góðu geðheilbrigðiskerfi mega ekki vera aukasetningar í áherslum stjórnmálamanna og -flokka. Það hlýtur að vera nokkurs virði að verða minnst, þegar yfir lýkur, fyrir að hafa barist fyrir félagslegum úrbótum. Reyndar ætti slíka gulrót ekki að þurfa til en maðurinn er jú hégómagjarn. Frambjóðendum til Alþingis í kosningunum í lok apríl bendi ég á að verðlaunagreinar Sunnu birtust dagana 10.-16. október 2012 og þær má finna á visir.is.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun