Hvers vegna er þetta myrkur í Borgarfirði? Þórir Garðarsson skrifar 15. mars 2013 06:00 Þegar farið er út úr borginni yfir veturinn, stefnan tekin til hægri og ekið um Suðurland, blasir við fjöldinn af ferðamönnum, allt er uppljómað. Ef stefnan er tekin til vinstri í Borgarfjörðinn hvílir yfir myrkur og fáir ferðamenn sjást á ferli. Hvers vegna dreifast ferðamenn svona ójafnt? Hvers vegna sækjast þeir ekki eftir að njóta alls þess sem Borgarfjörðurinn hefur upp á að bjóða? Skýringarinnar er að leita í röngum áherslum í kynningarmálum ferðaþjónustunnar. Þetta á ekki bara við um Borgarfjörð, heldur þau fjölmörgu svæði sem ekki njóta fjölgunar erlendra ferðamenna sem skyldi. Stofnaðar hafa verið markaðsskrifstofur ferðaþjónustunnar víðsvegar um landið. Þetta eru samstarfsverkefni ferðaþjónustuaðila, sveitarfélaga og opinberra aðila um að fjölga ferðamönnum. Fókusinn í þessu markaðsstarfi er hins vegar rangur. Áhersla er lögð á að kynna ferðaþjónustufyrirtækin, falleg hótelherbergi, veitingahús, afþreyingu og skoðunarferðir á svæðinu. Meinið er það að ferðamaðurinn þarf fyrst að fá áhuga á viðkomandi landshluta. Náttúran, sagan, fjölbreytnin, menningin, upplifunin – þetta er hráefnið sem skapar löngun ferðamannsins til að heimsækja viðkomandi landssvæði. Bæklingur um flott veitingahús segir honum lítið. Sjóþotuleiga fær hann ekki ein og sér til að leggja land undir fót. Til að fleiri ferðamenn komi í Borgarfjörðinn, út á Snæfellsnes, til Vestfjarða eða austur á land þurfa þeir að vita hvernig þessi landsvæði uppfylla óskir þeirra um að fá sem mest út úr ferðalaginu. Þess vegna þurfa hagsmunaaðilar, sveitarstjórnir og ríkisvaldið að taka sig saman og leggja ofuráherslu á að kynna þetta hráefni sem vekur löngun ferðamannsins. Hjá markaðsskrifstofum landshlutanna er þekking, áhugi og sköpunarkraftur til að sinna þessu verkefni mjög vel. En þá þurfa þær líka að hafa stuðning til þess. Slík kynning er langhlaup og til þess þurfa allir aðilar að leggja fram fjármagn. Mikill kraftur þarf að fara í slíkar aðgerðir fyrstu árin. Þegar á líður og ferðamönnum fjölgar á hverju svæði tekur orðsporið við, bloggið og frásagnir ferðamanna á samskiptamiðlum um frábæra upplifun á viðkomandi svæði. Það styrkir áfangastaðinn og er eldsneytið sem nærir frekari eftirspurn. Sem dæmi má nefna að Reykjavíkurborg hefur tekið öflugan þátt í verkefninu „Ísland allt árið“ og fylgt því vel eftir með kynningu á þeim möguleikum sem til staðar eru innan borgarinnar. Þessi kynning skapar grunninn – hráefnið – fyrir ferðaþjónustuna. Hún nýtir sér þetta hráefni til að bjóða vöru sem mætir þeirri eftirspurn sem kynningin skapar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar farið er út úr borginni yfir veturinn, stefnan tekin til hægri og ekið um Suðurland, blasir við fjöldinn af ferðamönnum, allt er uppljómað. Ef stefnan er tekin til vinstri í Borgarfjörðinn hvílir yfir myrkur og fáir ferðamenn sjást á ferli. Hvers vegna dreifast ferðamenn svona ójafnt? Hvers vegna sækjast þeir ekki eftir að njóta alls þess sem Borgarfjörðurinn hefur upp á að bjóða? Skýringarinnar er að leita í röngum áherslum í kynningarmálum ferðaþjónustunnar. Þetta á ekki bara við um Borgarfjörð, heldur þau fjölmörgu svæði sem ekki njóta fjölgunar erlendra ferðamenna sem skyldi. Stofnaðar hafa verið markaðsskrifstofur ferðaþjónustunnar víðsvegar um landið. Þetta eru samstarfsverkefni ferðaþjónustuaðila, sveitarfélaga og opinberra aðila um að fjölga ferðamönnum. Fókusinn í þessu markaðsstarfi er hins vegar rangur. Áhersla er lögð á að kynna ferðaþjónustufyrirtækin, falleg hótelherbergi, veitingahús, afþreyingu og skoðunarferðir á svæðinu. Meinið er það að ferðamaðurinn þarf fyrst að fá áhuga á viðkomandi landshluta. Náttúran, sagan, fjölbreytnin, menningin, upplifunin – þetta er hráefnið sem skapar löngun ferðamannsins til að heimsækja viðkomandi landssvæði. Bæklingur um flott veitingahús segir honum lítið. Sjóþotuleiga fær hann ekki ein og sér til að leggja land undir fót. Til að fleiri ferðamenn komi í Borgarfjörðinn, út á Snæfellsnes, til Vestfjarða eða austur á land þurfa þeir að vita hvernig þessi landsvæði uppfylla óskir þeirra um að fá sem mest út úr ferðalaginu. Þess vegna þurfa hagsmunaaðilar, sveitarstjórnir og ríkisvaldið að taka sig saman og leggja ofuráherslu á að kynna þetta hráefni sem vekur löngun ferðamannsins. Hjá markaðsskrifstofum landshlutanna er þekking, áhugi og sköpunarkraftur til að sinna þessu verkefni mjög vel. En þá þurfa þær líka að hafa stuðning til þess. Slík kynning er langhlaup og til þess þurfa allir aðilar að leggja fram fjármagn. Mikill kraftur þarf að fara í slíkar aðgerðir fyrstu árin. Þegar á líður og ferðamönnum fjölgar á hverju svæði tekur orðsporið við, bloggið og frásagnir ferðamanna á samskiptamiðlum um frábæra upplifun á viðkomandi svæði. Það styrkir áfangastaðinn og er eldsneytið sem nærir frekari eftirspurn. Sem dæmi má nefna að Reykjavíkurborg hefur tekið öflugan þátt í verkefninu „Ísland allt árið“ og fylgt því vel eftir með kynningu á þeim möguleikum sem til staðar eru innan borgarinnar. Þessi kynning skapar grunninn – hráefnið – fyrir ferðaþjónustuna. Hún nýtir sér þetta hráefni til að bjóða vöru sem mætir þeirri eftirspurn sem kynningin skapar.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun