Einbeita sér að hipphoppi og raftónlist 18. mars 2013 06:00 Tvær nýjar stöðvar Sindri Ástmarsson og Karim Djermoun hjá Flass stækka við sig . Fréttablaðið/stefán "Við erum vanir að vera litli aðilinn á stórum markaði og vöðum því út í þetta óhræddir," segir Sindri Ástmarsson, dagskrárstjóri útvarpsstöðvarinnar Flass. Á næstunni fara tvær nýjar stöðvar í loftið á þeirra vegum. Um er að ræða stöðvarnar FlassBack, sem einbeitir sér að tónlist frá árunum 1990 og 2005, og Flass-Xtra, en þar verða hipphopp og raftónlist í aðalhlutverki. Sindri vill meina að tónlistarstefnurnar hafi hingað til verið sveltar í íslensku útvarpi. "Við viljum einbeita okkur að tónlist sem hefur ekki fengið mikið pláss hjá útvarpsstöðvum á Íslandi. Þetta þekkist úti í heimi þar sem fyrirmyndir okkar eru breska útvarpsstöðin BBC Radio 1Xtra og norska stöðin MP3, sem er rekin af norska ríkissjónvarpinu," segir Sindri og bætir við að hin nýja tónlistarstefna trap, blanda af hipphoppi og raftónlist, verði einnig áberandi á stöðinni. "Við ætlum líka að gefa ungum íslenskum tónlistarmönnum pláss á stöðvunum og láta íslenska tónlist vera í aðalhlutverki." Sindri segir nýju stöðvarnar hafa verið í bígerð í nokkurn tíma og að búið sé að undirbúa þær vel. "Við fengum leyfið samþykkt í vikunni sem er frábært. Ég er með gott starfsfólk með mér í þessu og það verður spennandi að reka þrjár útvarpsstöðvar." Nánari upplýsingar um stöðvarnar er hægt að nálgast á vefsíðunni Flass.is. Tónlist Mest lesið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
"Við erum vanir að vera litli aðilinn á stórum markaði og vöðum því út í þetta óhræddir," segir Sindri Ástmarsson, dagskrárstjóri útvarpsstöðvarinnar Flass. Á næstunni fara tvær nýjar stöðvar í loftið á þeirra vegum. Um er að ræða stöðvarnar FlassBack, sem einbeitir sér að tónlist frá árunum 1990 og 2005, og Flass-Xtra, en þar verða hipphopp og raftónlist í aðalhlutverki. Sindri vill meina að tónlistarstefnurnar hafi hingað til verið sveltar í íslensku útvarpi. "Við viljum einbeita okkur að tónlist sem hefur ekki fengið mikið pláss hjá útvarpsstöðvum á Íslandi. Þetta þekkist úti í heimi þar sem fyrirmyndir okkar eru breska útvarpsstöðin BBC Radio 1Xtra og norska stöðin MP3, sem er rekin af norska ríkissjónvarpinu," segir Sindri og bætir við að hin nýja tónlistarstefna trap, blanda af hipphoppi og raftónlist, verði einnig áberandi á stöðinni. "Við ætlum líka að gefa ungum íslenskum tónlistarmönnum pláss á stöðvunum og láta íslenska tónlist vera í aðalhlutverki." Sindri segir nýju stöðvarnar hafa verið í bígerð í nokkurn tíma og að búið sé að undirbúa þær vel. "Við fengum leyfið samþykkt í vikunni sem er frábært. Ég er með gott starfsfólk með mér í þessu og það verður spennandi að reka þrjár útvarpsstöðvar." Nánari upplýsingar um stöðvarnar er hægt að nálgast á vefsíðunni Flass.is.
Tónlist Mest lesið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira