Það er aðeins ein leið fær Einar K. Guðfinnsson skrifar 23. mars 2013 06:00 Þegar ríkið er farið að taka til sín svona stóran hluta af verðmætasköpuninni sem raun ber vitni, er við blasandi að leiðin út úr vandanum getur ekki verið að hækka skatta. Við þurfum að lækka þá. Það kallar á stífa forgangsröðun, þegar kemur að ríkisútgjöldum, en það er þó ekki nóg. Eina leiðin út úr þeim vanda sem við erum í, er að auka verðmætasköpunina. Stækka það sem er til skiptanna. Það gerist ekki með núverandi stjórnarstefnu. Hagvöxturinn í fyrra var ekki nema 1,6 prósent. Við þurfum miklu meiri vöxt til þess eins að halda í horfinu. 1,6% hagvöxtur er bara ávísun á frekara atvinnuleysi og léleg lífskjör. Og til þess að sjá einhvern árangur þurfum við að þrefalda þennan hagvöxt.Farartækið í bakkgírinn Leið ríkisstjórnarinnar er fullreynd. Við erum pikkföst í sama farinu. Erum í besta lagi í hlutlausa gírnum og bílstjórarnir hamast í rauninni við að reyna troða farartækinu í bakkgírinn. Og það er svo skrýtið að stjórnvöld viðurkenna þetta óafvitandi. Þegar á að örva einhvern atvinnurekstur, þá sjá menn að skattalækkanir eru líklegri til árangurs en skattahækkanir. Þess vegna er endurgreiddur virðisaukaskattur vegna viðhalds húsa, milljarðs endurgreiðslukerfi fyrir kvikmyndagerð, ívilnanir fyrir nýsköpun og sértækar ívilnanir fyrir þá sem ætla að hefja starfsemi við Húsavík. Þetta eru sértækar aðgerðir; en bara fyrir suma. Aðrir verða að láta sér nægja stórhækkaða skatta.Niðurskurður Við sjáum síðan öll að mjög hefur verið nærri gengið margs konar grunnþjónustu í landinu. Heilbrigðiskerfið er mjög glöggt dæmi um það. Landspítalinn, höfuðsjúkrahús landsins, heldur hvorki vatni né vindum. Öll þekkjum við niðurskurðinn á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni. Tæki skortir og heilbrigðisstarfsmenn hafa flúið land. Svipaða sögu er að segja svo víða annars staðar. Fjárfestingin dugar ekki Út úr þessu öngstræti er bara ein leið fær. Auknar tekjur fyrir þjóðina, aukin verðmætasköpun og umsvif, sem leysa alla krafta okkar úr læðingi. Þetta er það sem á mannamáli heitir fjárfesting. Það er hrollvekjandi staðreynd að fjárfesting í atvinnulífinu er svo lítil að hún dugar ekki á móti því sem úreldist, gamlast og eyðileggst í atvinnutækjunum okkar. Það er uppskrift að algjörri stöðnun. Atvinnulífið þorir ekki að fjárfesta vegna pólitískrar óvissu. Sjávarútvegur, stóriðja og ferðaþjónusta, þrjár meginstoðir útflutnings okkar, eru dæmi um þetta. Fjárhagsleg úrlausn alltof margra fyrirtækja hefur gengið alltof illa. Alltaf er maður að hitta fyrirsvarsmenn lítilla og meðalstórra fyrirtækja, þar sem flest störfin verða til, sem segja manni af þessu. Á meðan fjárfesta þessi fyrirtæki ekki. Fyrir vikið er hér þessi stöðnun. Skattahækkanir og frekari árásir á grunnstoðir samfélagsins gera síðan bara illt verra.Aðeins ein leið er fær Það gengur ekki til lengdar að halda svona áfram. Þennan vítahring verðum við að rjúfa. Skapa fyrirtækjunum öruggt rekstrarumhverfi. Hætta ofurskattlagningu. Gefa fólkinu í landinu svigrúm til að bæta kjör sín, fá vinnu og byggja upp þetta þjóðfélag. Það er eina færa leiðin út úr vandræðum okkar. Um þetta snúast kosningarnar í vor. Nú fáum við tækifæri til þess að rjúfa þennan vítahring. Með annarri stjórnarstefnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru fyrir vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ríkið er farið að taka til sín svona stóran hluta af verðmætasköpuninni sem raun ber vitni, er við blasandi að leiðin út úr vandanum getur ekki verið að hækka skatta. Við þurfum að lækka þá. Það kallar á stífa forgangsröðun, þegar kemur að ríkisútgjöldum, en það er þó ekki nóg. Eina leiðin út úr þeim vanda sem við erum í, er að auka verðmætasköpunina. Stækka það sem er til skiptanna. Það gerist ekki með núverandi stjórnarstefnu. Hagvöxturinn í fyrra var ekki nema 1,6 prósent. Við þurfum miklu meiri vöxt til þess eins að halda í horfinu. 1,6% hagvöxtur er bara ávísun á frekara atvinnuleysi og léleg lífskjör. Og til þess að sjá einhvern árangur þurfum við að þrefalda þennan hagvöxt.Farartækið í bakkgírinn Leið ríkisstjórnarinnar er fullreynd. Við erum pikkföst í sama farinu. Erum í besta lagi í hlutlausa gírnum og bílstjórarnir hamast í rauninni við að reyna troða farartækinu í bakkgírinn. Og það er svo skrýtið að stjórnvöld viðurkenna þetta óafvitandi. Þegar á að örva einhvern atvinnurekstur, þá sjá menn að skattalækkanir eru líklegri til árangurs en skattahækkanir. Þess vegna er endurgreiddur virðisaukaskattur vegna viðhalds húsa, milljarðs endurgreiðslukerfi fyrir kvikmyndagerð, ívilnanir fyrir nýsköpun og sértækar ívilnanir fyrir þá sem ætla að hefja starfsemi við Húsavík. Þetta eru sértækar aðgerðir; en bara fyrir suma. Aðrir verða að láta sér nægja stórhækkaða skatta.Niðurskurður Við sjáum síðan öll að mjög hefur verið nærri gengið margs konar grunnþjónustu í landinu. Heilbrigðiskerfið er mjög glöggt dæmi um það. Landspítalinn, höfuðsjúkrahús landsins, heldur hvorki vatni né vindum. Öll þekkjum við niðurskurðinn á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni. Tæki skortir og heilbrigðisstarfsmenn hafa flúið land. Svipaða sögu er að segja svo víða annars staðar. Fjárfestingin dugar ekki Út úr þessu öngstræti er bara ein leið fær. Auknar tekjur fyrir þjóðina, aukin verðmætasköpun og umsvif, sem leysa alla krafta okkar úr læðingi. Þetta er það sem á mannamáli heitir fjárfesting. Það er hrollvekjandi staðreynd að fjárfesting í atvinnulífinu er svo lítil að hún dugar ekki á móti því sem úreldist, gamlast og eyðileggst í atvinnutækjunum okkar. Það er uppskrift að algjörri stöðnun. Atvinnulífið þorir ekki að fjárfesta vegna pólitískrar óvissu. Sjávarútvegur, stóriðja og ferðaþjónusta, þrjár meginstoðir útflutnings okkar, eru dæmi um þetta. Fjárhagsleg úrlausn alltof margra fyrirtækja hefur gengið alltof illa. Alltaf er maður að hitta fyrirsvarsmenn lítilla og meðalstórra fyrirtækja, þar sem flest störfin verða til, sem segja manni af þessu. Á meðan fjárfesta þessi fyrirtæki ekki. Fyrir vikið er hér þessi stöðnun. Skattahækkanir og frekari árásir á grunnstoðir samfélagsins gera síðan bara illt verra.Aðeins ein leið er fær Það gengur ekki til lengdar að halda svona áfram. Þennan vítahring verðum við að rjúfa. Skapa fyrirtækjunum öruggt rekstrarumhverfi. Hætta ofurskattlagningu. Gefa fólkinu í landinu svigrúm til að bæta kjör sín, fá vinnu og byggja upp þetta þjóðfélag. Það er eina færa leiðin út úr vandræðum okkar. Um þetta snúast kosningarnar í vor. Nú fáum við tækifæri til þess að rjúfa þennan vítahring. Með annarri stjórnarstefnu.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun