Ættingjar kveðja stúlkuna í dag Stígur Helgason skrifar 26. mars 2013 06:00 Fimm mánaða stúlka, sem lést á voveiflegan hátt fyrir rúmri viku, verður lögð til hinstu hvílu í dag. Faðir stúlkunnar situr enn í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa orðið valdur að dauða hennar, og ekki er útlit fyrir að hann verði viðstaddur athöfnina. Útförin fer fram í kyrrþey. Stúlkan var úrskurðuð látin á spítala aðfaranótt mánudagsins fyrir viku. Bráðabirgðaniðurstaða rannsóknar benti til að banameinið væri heilablæðing. Það var talið geta hafa verið af völdum svokallaðs „shaken baby syndrome", sem hlýst af því þegar ungbarn er hrist af afli. Maðurinn, sem er tæplega þrítugur, var handtekinn á heimili sínu morguninn eftir. Hann hafði verið einn með dóttur sína á heimili þeirra fyrr um kvöldið, en bankaði síðan upp á hjá nágranna sínum og bað um hjálp. Nágranninn hringdi eftir sjúkrabíl. Móðir stúlkunnar, sem er 25 ára, var þá í vinnunni. Héraðsdómur úrskurðaði manninn í níu daga gæsluvarðhald, sem rennur út á morgun, og Hæstiréttur staðfesti úrskurðinn. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirlögregluþjóns hefur ekki verið ákveðið hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald yfir honum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins neitaði maðurinn staðfastlega sök í yfirheyrslum á mánudaginn í síðustu viku og kvaðst ekki hafa hugmynd um hvað hefði komið fyrir dóttur hans. Hann hefur verið í einangrun síðan og ekki rætt við neinn nema lögmann sinn. Lögregla hefur ekki tekið af honum skýrslu síðan á mánudag þegar hann var handtekinn. Friðrik Smári segir það ekki óeðlilegt. „Ég get fullvissað fólk um að við sitjum ekki auðum höndum. Rannsóknin snýst um ýmislegt annað en bara að yfirheyra sakborninginn." Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Fimm mánaða stúlka, sem lést á voveiflegan hátt fyrir rúmri viku, verður lögð til hinstu hvílu í dag. Faðir stúlkunnar situr enn í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa orðið valdur að dauða hennar, og ekki er útlit fyrir að hann verði viðstaddur athöfnina. Útförin fer fram í kyrrþey. Stúlkan var úrskurðuð látin á spítala aðfaranótt mánudagsins fyrir viku. Bráðabirgðaniðurstaða rannsóknar benti til að banameinið væri heilablæðing. Það var talið geta hafa verið af völdum svokallaðs „shaken baby syndrome", sem hlýst af því þegar ungbarn er hrist af afli. Maðurinn, sem er tæplega þrítugur, var handtekinn á heimili sínu morguninn eftir. Hann hafði verið einn með dóttur sína á heimili þeirra fyrr um kvöldið, en bankaði síðan upp á hjá nágranna sínum og bað um hjálp. Nágranninn hringdi eftir sjúkrabíl. Móðir stúlkunnar, sem er 25 ára, var þá í vinnunni. Héraðsdómur úrskurðaði manninn í níu daga gæsluvarðhald, sem rennur út á morgun, og Hæstiréttur staðfesti úrskurðinn. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirlögregluþjóns hefur ekki verið ákveðið hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald yfir honum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins neitaði maðurinn staðfastlega sök í yfirheyrslum á mánudaginn í síðustu viku og kvaðst ekki hafa hugmynd um hvað hefði komið fyrir dóttur hans. Hann hefur verið í einangrun síðan og ekki rætt við neinn nema lögmann sinn. Lögregla hefur ekki tekið af honum skýrslu síðan á mánudag þegar hann var handtekinn. Friðrik Smári segir það ekki óeðlilegt. „Ég get fullvissað fólk um að við sitjum ekki auðum höndum. Rannsóknin snýst um ýmislegt annað en bara að yfirheyra sakborninginn."
Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira