Lifað á öðrum Ólafur Þ. Stephensen skrifar 27. mars 2013 06:00 Fjórðungur sveitarfélaga á Íslandi fær yfir fjörutíu prósent tekna sinna úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Sex sveitarfélög fá meira en helming tekna sinna úr sjóðnum. Það sem fær mest hefur um tvo þriðju tekna sinna þaðan. Þessar tölur koma fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar á Alþingi, sem Fréttablaðið sagði frá á mánudaginn. Það þarf ekki að koma á óvart að sveitarfélögin sem lifa á Jöfnunarsjóðnum eru þau fámennustu. Af þeim sex sem hafa meira en helming tekna sinna úr sjóðnum eru fimm með 100-200 íbúa. Stærstu sveitarfélög landsins borga hins vegar miklu meira í sjóðinn en þau fá úr honum. Tekjur jöfnunarsjóðsins samanstanda annars vegar af framlagi úr ríkissjóði sem er ákveðið hlutfall af öllum skatttekjum ríkisins og hins vegar af hlutdeild í útsvarstekjum sveitarfélaga. Þetta þýðir í raun að íbúar stærri sveitarfélaganna niðurgreiða þjónustu og framkvæmdir í þeim smærri. Einhver jöfnun á milli sveitarfélaga þarf ekki að vera óeðlileg, sérstaklega þar sem stór verkefni hafa flutzt frá ríki til sveitarfélaga undanfarna áratugi; rekstur grunnskólans og þjónusta við fatlaða. En það er alveg fráleitt að pínulítil sveitarfélög, sem hafa í raun enga burði til að takast á við verkefnin sem þeim eru ætluð, lifi þannig á öðrum. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagðist í Fréttablaðinu á mánudag ekki vilja nálgast málið með því að segja að litlu sveitarfélögin lifðu á þeim stóru. Hann er auðvitað kurteis og vill ekki styggja umbjóðendur sína, þannig að hann segir sama hlutinn með öðrum orðum: Það er engin skynsemi í því að vera með mörg lítil sveitarfélög. Rökin fyrir þeirri miklu fækkun sveitarfélaga sem hefur átt sér stað undanfarna áratugi eru að stjórnsýslan sé nógu burðug til að takast á við stór og flókin verkefni með hagkvæmum hætti. Halldór segir að andstaðan við sameiningu sveitarfélaga sé oft byggð á tilfinningalegum rökum. Íbúar lítilla jaðarbyggða óttist að missa spón úr aski sínum og hluta af sjálfsmynd sinni, verði sveitarfélögin sameinuð öðrum. Tillögur um að lágmarksmannfjöldi í sveitarfélagi verði 1.000 manns hafi ævinlega verið felldar og séu því ekki stefna sveitarstjórnarfólks. Við skulum ekki gera lítið úr tilfinningarökunum. Þau eiga rétt á sér alveg eins og hagkvæmnisrökin um sameiningu og eflingu sveitarfélaga. En það er ekki bæði hægt að eiga kökuna og éta hana. Þeir sem vilja halda tilfinningaafstöðunni til streitu og neita að finna hagkvæmustu lausnirnar á veitingu þjónustu sveitarfélaganna geta ekki gert kröfu til þess að fá að senda öðrum skattgreiðendum í landinu reikninginn. Krafa skattgreiðenda hlýtur þess vegna að vera færri og stærri sveitarfélög og að pínulitlu sveitarfélögin sem eru staðráðin í að halda sínu striki og vera áfram pínulítil hætti að njóta niðurgreiðslnanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Skoðanir Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Fjórðungur sveitarfélaga á Íslandi fær yfir fjörutíu prósent tekna sinna úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Sex sveitarfélög fá meira en helming tekna sinna úr sjóðnum. Það sem fær mest hefur um tvo þriðju tekna sinna þaðan. Þessar tölur koma fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar á Alþingi, sem Fréttablaðið sagði frá á mánudaginn. Það þarf ekki að koma á óvart að sveitarfélögin sem lifa á Jöfnunarsjóðnum eru þau fámennustu. Af þeim sex sem hafa meira en helming tekna sinna úr sjóðnum eru fimm með 100-200 íbúa. Stærstu sveitarfélög landsins borga hins vegar miklu meira í sjóðinn en þau fá úr honum. Tekjur jöfnunarsjóðsins samanstanda annars vegar af framlagi úr ríkissjóði sem er ákveðið hlutfall af öllum skatttekjum ríkisins og hins vegar af hlutdeild í útsvarstekjum sveitarfélaga. Þetta þýðir í raun að íbúar stærri sveitarfélaganna niðurgreiða þjónustu og framkvæmdir í þeim smærri. Einhver jöfnun á milli sveitarfélaga þarf ekki að vera óeðlileg, sérstaklega þar sem stór verkefni hafa flutzt frá ríki til sveitarfélaga undanfarna áratugi; rekstur grunnskólans og þjónusta við fatlaða. En það er alveg fráleitt að pínulítil sveitarfélög, sem hafa í raun enga burði til að takast á við verkefnin sem þeim eru ætluð, lifi þannig á öðrum. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagðist í Fréttablaðinu á mánudag ekki vilja nálgast málið með því að segja að litlu sveitarfélögin lifðu á þeim stóru. Hann er auðvitað kurteis og vill ekki styggja umbjóðendur sína, þannig að hann segir sama hlutinn með öðrum orðum: Það er engin skynsemi í því að vera með mörg lítil sveitarfélög. Rökin fyrir þeirri miklu fækkun sveitarfélaga sem hefur átt sér stað undanfarna áratugi eru að stjórnsýslan sé nógu burðug til að takast á við stór og flókin verkefni með hagkvæmum hætti. Halldór segir að andstaðan við sameiningu sveitarfélaga sé oft byggð á tilfinningalegum rökum. Íbúar lítilla jaðarbyggða óttist að missa spón úr aski sínum og hluta af sjálfsmynd sinni, verði sveitarfélögin sameinuð öðrum. Tillögur um að lágmarksmannfjöldi í sveitarfélagi verði 1.000 manns hafi ævinlega verið felldar og séu því ekki stefna sveitarstjórnarfólks. Við skulum ekki gera lítið úr tilfinningarökunum. Þau eiga rétt á sér alveg eins og hagkvæmnisrökin um sameiningu og eflingu sveitarfélaga. En það er ekki bæði hægt að eiga kökuna og éta hana. Þeir sem vilja halda tilfinningaafstöðunni til streitu og neita að finna hagkvæmustu lausnirnar á veitingu þjónustu sveitarfélaganna geta ekki gert kröfu til þess að fá að senda öðrum skattgreiðendum í landinu reikninginn. Krafa skattgreiðenda hlýtur þess vegna að vera færri og stærri sveitarfélög og að pínulitlu sveitarfélögin sem eru staðráðin í að halda sínu striki og vera áfram pínulítil hætti að njóta niðurgreiðslnanna.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun