Fjárfesting til framtíðar Katrín Jakobsdóttir skrifar 30. mars 2013 06:00 Á undanförnum fjórum árum hefur íslenskt samfélag náð jöfnum og góðum bata eftir efnahagshrunið. Þessi tími hefur verið okkur öllum sem myndum samfélag hér á Íslandi erfiður en nú sjáum við fyrsta árangur erfiðisins. Á næstu árum er raunhæft að hefja stórsókn í því að bæta lífskjör á Íslandi. Þar vill Vinstrihreyfingin – grænt framboð setja uppbyggingu heilbrigðismála, menntamála og velferðarmála í forgang. Það hefur ekki verið hlaupið að því að tryggja að grunnstoðirnar svo að heilbrigðisþjónustan, menntakerfið og velferðarkerfið hafi áfram getað staðið undir samfélagslegu hlutverki sínu á sama tíma og unnið hefur verið að því að loka rúmlega 200 milljarða fjárlagagati og bæta efnahag landsins. Enginn þessara málaflokka hefur verið ofhaldinn á þessu kjörtímabili en þar hefur hins vegar ríkt ríkur skilningur á hinni erfiðu stöðu ríkisfjármála. Það sem hefur svo bjargað grunnstoðunum frá frekari og skaðlegri niðurskurði eru þær breytingar sem hafa verið gerðar á skattkerfinu, skattkerfisbreytingar sem hafa aukið skattbyrði hinna tekjuhæstu en lækkað hana hjá þeim tekjulægstu, og aflað þannig ríkissjóði aukinna tekna til þessara málaflokka.Snúum vörn í sókn Nú þarf hins vegar að snúa vörn í sókn og fyrsta skrefið er að viðurkenna störf þeirra sem bera uppi heilbrigðis-, velferðar- og menntakerfið frá degi til dags. Það er staðreynd að kjör þeirra sem þar starfa eru ekki í samræmi við mikilvægi þeirra fyrir samfélagið. Á nýju kjörtímabili eigum við því að sameinast um að bæta kjör þessara stétta umfram annarra. Í öðru lagi þurfum við að tryggja eðlilega fjármögnun þessara kerfa. Gera þarf átak í því að endurnýja og bæta tækjakost og starfsaðstöðu. Auk þess þurfum við að fullfjármagna bæði háskólana og framhaldsskólana sem hafa verið vanfjármagnaðir frá því löngu fyrir hrun. Þá þurfum við að tryggja námsmönnum framfærslustuðning svo þeir geti einbeitt sér að námi sínu, annars vegar með því að efla Lánasjóð íslenskra námsmanna og koma á því kerfi að hluti lána falli niður og breytist í styrk að loknu námi, og hins vegar að koma á fót nýju framfærslukerfi sem tryggir þeim framfærslu sem vilja fara af vinnumarkaði og sækja nám á framhaldsskólastigi. Í þriðja lagi þurfum við að bæta stöðu barnafjölskyldna og tekjulágra, þar á meðal aldraðra og öryrkja. Það gerum við með því að efla barnabótakerfið, vaxtabótakerfið og hækka tekjuþak fæðingarorlofssjóðs. Auk þess þarf að gera frumvarp um almannatryggingakerfið, sem lagt var fram á Alþingi nú í vor, að lögum og tryggja fulla fjármögnun þess.Fjárfesting Við lítum á þessi verkefni sem fjárfestingu til framtíðar – fjárfestingu í okkur sjálfum til að virkja þann mannauð sem við búum yfir. Heilbrigðiskerfi sem tryggir jafnan aðgang að góðri og áreiðanlegri þjónustu eykur lífsgæði okkar. Efling menntakerfisins skapar aukin tækifæri og leggur grunn að velsæld. Öflugra velferðarkerfi tryggir aukinn jöfnuð og þannig farsælla samfélag. Eitt helsta verkefni stjórnvalda er að búa Ísland undir áskoranir og tækifæri 21. aldarinnar. Þar munu aukinn jöfnuður og bætt aðgengi að góðri menntun og heilbrigðisþjónustu leika lykilhlutverk. Mannauðurinn er lykill að framtíðinni ekki síður en auðlindir hafs og lands og hann verður hámarkaður með því að skapa samfélag jafnaðar. Miðað við núverandi efnahagshorfur og óbreytt skattkerfi er raunhæft að hefja sókn í heilbrigðis-, mennta- og velferðarmálum. Vinstri græn vilja hefja slíka sókn með því að auka framlög ríkissjóðs til þessara málaflokka samhliða því að hefja niðurgreiðslur skulda þjóðarbúsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Skoðun Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum fjórum árum hefur íslenskt samfélag náð jöfnum og góðum bata eftir efnahagshrunið. Þessi tími hefur verið okkur öllum sem myndum samfélag hér á Íslandi erfiður en nú sjáum við fyrsta árangur erfiðisins. Á næstu árum er raunhæft að hefja stórsókn í því að bæta lífskjör á Íslandi. Þar vill Vinstrihreyfingin – grænt framboð setja uppbyggingu heilbrigðismála, menntamála og velferðarmála í forgang. Það hefur ekki verið hlaupið að því að tryggja að grunnstoðirnar svo að heilbrigðisþjónustan, menntakerfið og velferðarkerfið hafi áfram getað staðið undir samfélagslegu hlutverki sínu á sama tíma og unnið hefur verið að því að loka rúmlega 200 milljarða fjárlagagati og bæta efnahag landsins. Enginn þessara málaflokka hefur verið ofhaldinn á þessu kjörtímabili en þar hefur hins vegar ríkt ríkur skilningur á hinni erfiðu stöðu ríkisfjármála. Það sem hefur svo bjargað grunnstoðunum frá frekari og skaðlegri niðurskurði eru þær breytingar sem hafa verið gerðar á skattkerfinu, skattkerfisbreytingar sem hafa aukið skattbyrði hinna tekjuhæstu en lækkað hana hjá þeim tekjulægstu, og aflað þannig ríkissjóði aukinna tekna til þessara málaflokka.Snúum vörn í sókn Nú þarf hins vegar að snúa vörn í sókn og fyrsta skrefið er að viðurkenna störf þeirra sem bera uppi heilbrigðis-, velferðar- og menntakerfið frá degi til dags. Það er staðreynd að kjör þeirra sem þar starfa eru ekki í samræmi við mikilvægi þeirra fyrir samfélagið. Á nýju kjörtímabili eigum við því að sameinast um að bæta kjör þessara stétta umfram annarra. Í öðru lagi þurfum við að tryggja eðlilega fjármögnun þessara kerfa. Gera þarf átak í því að endurnýja og bæta tækjakost og starfsaðstöðu. Auk þess þurfum við að fullfjármagna bæði háskólana og framhaldsskólana sem hafa verið vanfjármagnaðir frá því löngu fyrir hrun. Þá þurfum við að tryggja námsmönnum framfærslustuðning svo þeir geti einbeitt sér að námi sínu, annars vegar með því að efla Lánasjóð íslenskra námsmanna og koma á því kerfi að hluti lána falli niður og breytist í styrk að loknu námi, og hins vegar að koma á fót nýju framfærslukerfi sem tryggir þeim framfærslu sem vilja fara af vinnumarkaði og sækja nám á framhaldsskólastigi. Í þriðja lagi þurfum við að bæta stöðu barnafjölskyldna og tekjulágra, þar á meðal aldraðra og öryrkja. Það gerum við með því að efla barnabótakerfið, vaxtabótakerfið og hækka tekjuþak fæðingarorlofssjóðs. Auk þess þarf að gera frumvarp um almannatryggingakerfið, sem lagt var fram á Alþingi nú í vor, að lögum og tryggja fulla fjármögnun þess.Fjárfesting Við lítum á þessi verkefni sem fjárfestingu til framtíðar – fjárfestingu í okkur sjálfum til að virkja þann mannauð sem við búum yfir. Heilbrigðiskerfi sem tryggir jafnan aðgang að góðri og áreiðanlegri þjónustu eykur lífsgæði okkar. Efling menntakerfisins skapar aukin tækifæri og leggur grunn að velsæld. Öflugra velferðarkerfi tryggir aukinn jöfnuð og þannig farsælla samfélag. Eitt helsta verkefni stjórnvalda er að búa Ísland undir áskoranir og tækifæri 21. aldarinnar. Þar munu aukinn jöfnuður og bætt aðgengi að góðri menntun og heilbrigðisþjónustu leika lykilhlutverk. Mannauðurinn er lykill að framtíðinni ekki síður en auðlindir hafs og lands og hann verður hámarkaður með því að skapa samfélag jafnaðar. Miðað við núverandi efnahagshorfur og óbreytt skattkerfi er raunhæft að hefja sókn í heilbrigðis-, mennta- og velferðarmálum. Vinstri græn vilja hefja slíka sókn með því að auka framlög ríkissjóðs til þessara málaflokka samhliða því að hefja niðurgreiðslur skulda þjóðarbúsins.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar