Málið er viðkvæmt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. apríl 2013 07:30 Jóhann Laxdal, leikmaður Stjörnunnar, er ekki hrifinn af boltanum. „Þetta mál er í skoðun hjá okkur núna. Við erum í viðræðum við Adidas og taka stöðuna á málinu. Það hafa verið óvenju hörð viðbrögð frá leikmönnum og við erum að bregðast við því," segir Gísli Eyland, framkvæmdastjóri Íslensks Toppfótbolta, um stóra boltamálið. Það snýst í stuttu máli um óánægju leikmanna í Pepsi-deildinni með boltann sem Íslenskur toppfótbolti hefur ákveðið að spilað verði með í deildinni. Boltinn heitir Adidas Confederations Cup 2013 Competition og er næstbesti boltinn sem Adidas framleiðir að því er Sportmenn, umboðsaðili Adidas á Íslandi, segir. Hann stenst allar þær kröfur sem eru gerðar til keppnisbolta sem á að nota í alþjóðlegum leikjum á vegum FIFA og UEFA. Boltinn er FIFA approved en til þess að fá slíkan stimpil þarf boltinn að standast strangar prófanir á sjö mismundandi eiginleikum. Það sem leikmenn hafa helst kvartað yfir er að boltinn sé allt of léttur. Margir leikmanna hafa sagt hann allt of léttan og kalla hann plastblöðru. „Málið er mjög viðkvæmt og ég vil ekki tjá mig of mikið núna. Við ætlum að leysa þetta. Það er mikilvægt að við séum að nota góða bolta. Það er búið að vigta boltann og hann er í þyngra lagi miðað við viðmiðið. Hann er samt ekki saumaður heldur hitalímdur," segir Gísli en það er svo annað mál hvernig boltinn hagar sér í loftinu. „Við viljum að það séu allir sáttir og það kemur væntanlega einhver lausn í þetta mál fljótlega. Við erum að ræða við aðildarfélögin líka." Málið snýst líka um kostnað en félögin þurfa að leggjast í talsverðan kostnað vegna boltanna því liðin vilja æfa með sama bolta og þeir spila með. Það er ein ástæðan fyrir því að ákveðið var að kaupa næstbesta boltann en ekki þann besta. Er ómögulegt að það verði keppt með betri bolta þó svo liðin æfi með ódýrari boltann? „Það er ekkert ómögulegt í þessum málum. Það eru skiptar skoðanir á milli félaga í þessu máli. Sum félög vilja hafa dýrari boltann og æfa með honum á meðan önnur félög horfa í kostnaðinn. Það var kosið um þennan bolta. Það voru mismunandi skoðanir en nokkur meirihluti var með því að velja þennan bolta. Þetta var frekar örugg kosning." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira
„Þetta mál er í skoðun hjá okkur núna. Við erum í viðræðum við Adidas og taka stöðuna á málinu. Það hafa verið óvenju hörð viðbrögð frá leikmönnum og við erum að bregðast við því," segir Gísli Eyland, framkvæmdastjóri Íslensks Toppfótbolta, um stóra boltamálið. Það snýst í stuttu máli um óánægju leikmanna í Pepsi-deildinni með boltann sem Íslenskur toppfótbolti hefur ákveðið að spilað verði með í deildinni. Boltinn heitir Adidas Confederations Cup 2013 Competition og er næstbesti boltinn sem Adidas framleiðir að því er Sportmenn, umboðsaðili Adidas á Íslandi, segir. Hann stenst allar þær kröfur sem eru gerðar til keppnisbolta sem á að nota í alþjóðlegum leikjum á vegum FIFA og UEFA. Boltinn er FIFA approved en til þess að fá slíkan stimpil þarf boltinn að standast strangar prófanir á sjö mismundandi eiginleikum. Það sem leikmenn hafa helst kvartað yfir er að boltinn sé allt of léttur. Margir leikmanna hafa sagt hann allt of léttan og kalla hann plastblöðru. „Málið er mjög viðkvæmt og ég vil ekki tjá mig of mikið núna. Við ætlum að leysa þetta. Það er mikilvægt að við séum að nota góða bolta. Það er búið að vigta boltann og hann er í þyngra lagi miðað við viðmiðið. Hann er samt ekki saumaður heldur hitalímdur," segir Gísli en það er svo annað mál hvernig boltinn hagar sér í loftinu. „Við viljum að það séu allir sáttir og það kemur væntanlega einhver lausn í þetta mál fljótlega. Við erum að ræða við aðildarfélögin líka." Málið snýst líka um kostnað en félögin þurfa að leggjast í talsverðan kostnað vegna boltanna því liðin vilja æfa með sama bolta og þeir spila með. Það er ein ástæðan fyrir því að ákveðið var að kaupa næstbesta boltann en ekki þann besta. Er ómögulegt að það verði keppt með betri bolta þó svo liðin æfi með ódýrari boltann? „Það er ekkert ómögulegt í þessum málum. Það eru skiptar skoðanir á milli félaga í þessu máli. Sum félög vilja hafa dýrari boltann og æfa með honum á meðan önnur félög horfa í kostnaðinn. Það var kosið um þennan bolta. Það voru mismunandi skoðanir en nokkur meirihluti var með því að velja þennan bolta. Þetta var frekar örugg kosning."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira