Tribute-tónleikar nýjasta æðið á Íslandi Tinna Rós Steinsdóttir skrifar 5. apríl 2013 13:30 Arnar "Rokk" Friðriksson ætlar að feta í spor Dave Grohl á Gamla Gauknum í kvöld þegar heiðurstónleikar Foo Fighters fara þar fram. „Þessi tribute kvöld hafa alveg slegið í gegn hjá okkur og hafa verið þau mest sóttu að undanförnu, fyrir utan stærstu nöfnin í tónlistinni í dag. Skálmöld fyllir auðvitað alltaf húsið og Retro Stefson líka, til að nefna dæmi, en þessi kvöld hafa oft komist mjög nálægt þeim í aðsóknartölum," segir Eiríkur Rósberg Eiríksson á Gamla Gauknum. Gamli Gaukurinn hefur hýst fjöldann allan af tribute-tónleikum á undanförnum mánuðum og virðist engin lognmolla ætla að verða þar á næstunni. Eiríkur segir það vera mismunandi hvort þeir á Gamla Gauknum hafi frumkvæði að tónleikum og setji saman hljómsveit eða hvort komið sé að máli við þá um að fá að halda tónleika. „Stundum koma líka bönd sem leita til okkar eftir góðum hugmyndum um hvaða bönd ætti að taka fyrir," segir hann. Nú þegar eru tribute-tónleikar skipulagðir í næstum hverri viku vel fram í júní á Gamla Gauknum. Meðal sveita sem þar verða teknar fyrir eru Pearl Jam, Guns N' Roses, Kiss, Rage Against The Machine og Alice in Chains. „Svo erum við líka að vinna í að setja upp Jeff Buckley tribute-tónleika og jafnvel Amy Winehouse," segir Eiríkur. Foo Fighters tribute í kvöldArnar Már Friðriksson.Í kvöld verður rokkbandið Foo Fighters í fyrirrúmi á Gamla Gauknum í tilefni þess að tíu ár séu liðin frá því að sveitin hélt sína fyrstu tónleika hér á Íslandi. Það er bandið FooIce sem annast flutninginn og fer þar í broddi fylkingar Arnar „rokk" Friðriksson, sem ætlar að feta í fótspor Daves Grohl og annast sönginn á tónleikunum. Margir muna ef til vill eftir honum frá því hann lenti í öðru sæti í raunveruleikaþáttunum Bandið hans Bubba, á eftir Eyþóri Inga. Ásamt Arnari skipa bandið þeir Kristján Grétarsson, Dave Dunn, Birgir Kárason og Benedikt Brynleifsson. Tónlist Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Þessi tribute kvöld hafa alveg slegið í gegn hjá okkur og hafa verið þau mest sóttu að undanförnu, fyrir utan stærstu nöfnin í tónlistinni í dag. Skálmöld fyllir auðvitað alltaf húsið og Retro Stefson líka, til að nefna dæmi, en þessi kvöld hafa oft komist mjög nálægt þeim í aðsóknartölum," segir Eiríkur Rósberg Eiríksson á Gamla Gauknum. Gamli Gaukurinn hefur hýst fjöldann allan af tribute-tónleikum á undanförnum mánuðum og virðist engin lognmolla ætla að verða þar á næstunni. Eiríkur segir það vera mismunandi hvort þeir á Gamla Gauknum hafi frumkvæði að tónleikum og setji saman hljómsveit eða hvort komið sé að máli við þá um að fá að halda tónleika. „Stundum koma líka bönd sem leita til okkar eftir góðum hugmyndum um hvaða bönd ætti að taka fyrir," segir hann. Nú þegar eru tribute-tónleikar skipulagðir í næstum hverri viku vel fram í júní á Gamla Gauknum. Meðal sveita sem þar verða teknar fyrir eru Pearl Jam, Guns N' Roses, Kiss, Rage Against The Machine og Alice in Chains. „Svo erum við líka að vinna í að setja upp Jeff Buckley tribute-tónleika og jafnvel Amy Winehouse," segir Eiríkur. Foo Fighters tribute í kvöldArnar Már Friðriksson.Í kvöld verður rokkbandið Foo Fighters í fyrirrúmi á Gamla Gauknum í tilefni þess að tíu ár séu liðin frá því að sveitin hélt sína fyrstu tónleika hér á Íslandi. Það er bandið FooIce sem annast flutninginn og fer þar í broddi fylkingar Arnar „rokk" Friðriksson, sem ætlar að feta í fótspor Daves Grohl og annast sönginn á tónleikunum. Margir muna ef til vill eftir honum frá því hann lenti í öðru sæti í raunveruleikaþáttunum Bandið hans Bubba, á eftir Eyþóri Inga. Ásamt Arnari skipa bandið þeir Kristján Grétarsson, Dave Dunn, Birgir Kárason og Benedikt Brynleifsson.
Tónlist Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira