Tónlist

Black Sabbath í tónleikaferð

Rokkararnir í Black Sabbath hafa auglýst tónleikaferð um Bretland í desember.

Fyrstu tónleikarnir verða í O2-höllinni í London 10. desember. Þeir síðustu verða í gamla heimabæ sveitarinnar, Birmingham, tíu dögum síðar.

Hljómsveitin fornfræga gefur út plötuna 13 hinn 10. júní og stjórnaði Rick Rubin upptökum. Hún er fyrsta hljóðversplata Black Sabbath síðan Forbidden kom út 1995 og sú fyrsta með söngvaranum Ozzy Osbourne í 35 ár, eða síðan Never Say Die! kom út árið 1978.

Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá stutt kynningarmyndband þar sem fylgst er með tökum á nýju plötunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×