Hiti skiptir sköpum 13. apríl 2013 06:00 Jóhanna er ein fjögurra aðalkennara hjá jógakeðjunni Absolute Yoga Academy sem er vel þekkt í alþjóðlega jógaheiminum og rekur útibú í Asíu og Evrópu. Senn heldur hún utan í annað sinn til að kenna fimmtíu kennurum hvaðanæva að úr heiminum að kenna heitt jóga. Mynd/Valli Jóhanna Karlsdóttir kynnti heitt jóga fyrir Íslendingum árið 2009. Hún kennir í heitasta sal landsins í Sporthúsinu og miðlar nú fræðunum um víða veröld. „Heitt jóga er einfaldara en marga grunar og allir geta stundað það á sínum styrk og með sama árangri,“ segir Jóhanna sem komst fyrst á snoðir um heitt jóga þegar hún dvaldi í heilsulind á Taílandi. „Þá starfaði ég á verkfræðistofu en féll kylliflöt í fyrsta tímanum og ákvað tveimur árum síðar að fara utan til Taílands til að verða fullnuma í kennslu heits jóga,“ útskýrir Jóhanna. Hún segir hátt hitastig við ástundun æfinga skipta sköpum fyrir aukna hreyfigetu. „Kjörhitastig í sal fyrir heitt jóga er 38 til 40 gráður á Celsíus. Æfingar og stöður í heitu jóga hafa verið stundaðar í þúsundir ára og miða að því að beita líkamanum rétt, liðka liðamót og styrkja alla vöðvaflokka til jafns, sérstaklega djúpvöðva sem liggja að beinagrind. Því fá margir bót meina sinna í heitu jóga sem beitt hafa líkama sínum rangt,“ segir Jóhanna sem var sjálf illa haldin af verkjum í mjóbaki en hefur ekki kennt sér meins eftir að hún fór að stunda heitt jóga. „Byrjendur jafnt sem lengra komnir geta sótt tíma í heitu jóga því hver og einn gerir líkamsstöður eftir eigin mætti. Ég legg ríka áherslu á rétta öndun sem þarf að vera hæg og djúp. Í hitanum opnast æðakerfi líkamans betur og við það eykst súrefnisflæði til allra vöðvahópa sem svo enn eykur á árangur og virkni æfinga.“ Jóhanna á og rekur fyrirtækið Hot Yoga ehf. í Sporthúsinu. Þar fer kennslan fram í heitasta og fyrsta sérútbúna sal landsins fyrir heitt jóga. „Ávinningur þess að ástunda heitt jóga er víðtækur og með því að hugsa inn á við verður maður meðvitaðri um eigin líkama. Þá flokkast heitt jóga undir hámarksbrennslu og stendur á pari við útihlaup og sund sem er mesta brennslan. Upplifunin er mikil og einstök vellíðan sem fylgir endorfínframleiðslu líkamans við áreynslu í heitu jóga. Maður sér hvað öllum líður dásamlega eftir æfingar og ánægjulegt að sjá muninn á andlitunum fyrir og eftir æfingu,“ segir Jóhanna og brosir. „Áhrifin eru mikil og góð í heitu jóga, bæði á líkama og sál.“Sjá nánar á hotyoga.is og absoluteyogaacademy.com. Heilsa Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Jóhanna Karlsdóttir kynnti heitt jóga fyrir Íslendingum árið 2009. Hún kennir í heitasta sal landsins í Sporthúsinu og miðlar nú fræðunum um víða veröld. „Heitt jóga er einfaldara en marga grunar og allir geta stundað það á sínum styrk og með sama árangri,“ segir Jóhanna sem komst fyrst á snoðir um heitt jóga þegar hún dvaldi í heilsulind á Taílandi. „Þá starfaði ég á verkfræðistofu en féll kylliflöt í fyrsta tímanum og ákvað tveimur árum síðar að fara utan til Taílands til að verða fullnuma í kennslu heits jóga,“ útskýrir Jóhanna. Hún segir hátt hitastig við ástundun æfinga skipta sköpum fyrir aukna hreyfigetu. „Kjörhitastig í sal fyrir heitt jóga er 38 til 40 gráður á Celsíus. Æfingar og stöður í heitu jóga hafa verið stundaðar í þúsundir ára og miða að því að beita líkamanum rétt, liðka liðamót og styrkja alla vöðvaflokka til jafns, sérstaklega djúpvöðva sem liggja að beinagrind. Því fá margir bót meina sinna í heitu jóga sem beitt hafa líkama sínum rangt,“ segir Jóhanna sem var sjálf illa haldin af verkjum í mjóbaki en hefur ekki kennt sér meins eftir að hún fór að stunda heitt jóga. „Byrjendur jafnt sem lengra komnir geta sótt tíma í heitu jóga því hver og einn gerir líkamsstöður eftir eigin mætti. Ég legg ríka áherslu á rétta öndun sem þarf að vera hæg og djúp. Í hitanum opnast æðakerfi líkamans betur og við það eykst súrefnisflæði til allra vöðvahópa sem svo enn eykur á árangur og virkni æfinga.“ Jóhanna á og rekur fyrirtækið Hot Yoga ehf. í Sporthúsinu. Þar fer kennslan fram í heitasta og fyrsta sérútbúna sal landsins fyrir heitt jóga. „Ávinningur þess að ástunda heitt jóga er víðtækur og með því að hugsa inn á við verður maður meðvitaðri um eigin líkama. Þá flokkast heitt jóga undir hámarksbrennslu og stendur á pari við útihlaup og sund sem er mesta brennslan. Upplifunin er mikil og einstök vellíðan sem fylgir endorfínframleiðslu líkamans við áreynslu í heitu jóga. Maður sér hvað öllum líður dásamlega eftir æfingar og ánægjulegt að sjá muninn á andlitunum fyrir og eftir æfingu,“ segir Jóhanna og brosir. „Áhrifin eru mikil og góð í heitu jóga, bæði á líkama og sál.“Sjá nánar á hotyoga.is og absoluteyogaacademy.com.
Heilsa Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira