Grunur um morgunmat Svavar Hávarðsson skrifar 17. apríl 2013 10:00 Auðvitað get ég ekki fullyrt neitt, en ég held að við bræðurnir höfum bara einu sinni migið á okkur á sama tíma. Það var úr hlátri þegar mamma trúði okkur fyrir því að grunur léki á að hún væri haldin alvarlegum sjúkdómi. Áður en þú dregur þá ályktun að við bræðurnir séum skíthælar, báðir tveir, þá get ég útskýrt hvernig í þessu lá. Mamma og pabbi höfðu skroppið til Reykjavíkur til að útrétta. Í leiðinni var ferðin auðvitað nýtt til þess sjá framan í lækna, eins og gengur. Við bræðurnir vorum boðnir í kjötbollur à la Hávarður eitt kvöldið en að áti loknu setti gamla settið okkur niður og mamma stundi upp eftirfarandi: „Strákar mínir, lækninn grunar að ég sé með seríós.“ Á augnabliki áttaði ég mig á því að líkur voru taldar á því að mamma væri með húðsjúkdóminn sóríasis, en myndin af mömmu með gróft tilfelli af morgunmat leitaði á mig. Alvarleiki málsins var auðvitað mikill, en mér fannst allt í einu eins og kjötfarsið væri að reyna að brjótast upp úr belgnum á mér. Áður en ég hljóp í áttina að postulíninu áttaði ég mig á því að eitthvað allt annað var þarna á ferðinni. Mér varð litið snöggt í áttina til Björgólfs bróður míns og sá þá að hann var að skipta litum. Augu okkar mættust – og þá varð ekki aftur snúið. Við biluðumst úr hlátri. Í augum foreldra okkar voru vonbrigðin augljós, en þegar dúraði hjá okkur bræðrum gátum við útskýrt hvernig í þessu lá. Eftir stendur ein besta minning mín um stund í faðmi fjölskyldunnar, auðvitað vegna þess að læknirinn hafði rangt fyrir sér. Kvöldið var nefnilega stórkostlega skemmtilegt, ekki síst vegna þess að annað af sama meiði var rifjað upp í beinu framhaldi. „Ég er farin heim að serða sárasta hungrið,“ tilkynnti Stína systir einhvern tímann þegar hún sársvöng ætlaði að kanna innihaldið í ísskápnum sínum. Það var líka rifjað upp að kær fjölskylduvinur söng árum saman „Allir saman nú, öryrki á túr, og síðan ekki söguna meir“ við eitt ástsælasta lag Stuðmanna. Hvaða djúpu þjóðfélagsádeilu er ég að koma á framfæri með svo lúmskum hætti? Hana færð þú ekki frá mér í dag, en vonandi tókst mér að kalla fram hjá þér bros. Það var það eina sem mér gekk til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Hávarðsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Auðvitað get ég ekki fullyrt neitt, en ég held að við bræðurnir höfum bara einu sinni migið á okkur á sama tíma. Það var úr hlátri þegar mamma trúði okkur fyrir því að grunur léki á að hún væri haldin alvarlegum sjúkdómi. Áður en þú dregur þá ályktun að við bræðurnir séum skíthælar, báðir tveir, þá get ég útskýrt hvernig í þessu lá. Mamma og pabbi höfðu skroppið til Reykjavíkur til að útrétta. Í leiðinni var ferðin auðvitað nýtt til þess sjá framan í lækna, eins og gengur. Við bræðurnir vorum boðnir í kjötbollur à la Hávarður eitt kvöldið en að áti loknu setti gamla settið okkur niður og mamma stundi upp eftirfarandi: „Strákar mínir, lækninn grunar að ég sé með seríós.“ Á augnabliki áttaði ég mig á því að líkur voru taldar á því að mamma væri með húðsjúkdóminn sóríasis, en myndin af mömmu með gróft tilfelli af morgunmat leitaði á mig. Alvarleiki málsins var auðvitað mikill, en mér fannst allt í einu eins og kjötfarsið væri að reyna að brjótast upp úr belgnum á mér. Áður en ég hljóp í áttina að postulíninu áttaði ég mig á því að eitthvað allt annað var þarna á ferðinni. Mér varð litið snöggt í áttina til Björgólfs bróður míns og sá þá að hann var að skipta litum. Augu okkar mættust – og þá varð ekki aftur snúið. Við biluðumst úr hlátri. Í augum foreldra okkar voru vonbrigðin augljós, en þegar dúraði hjá okkur bræðrum gátum við útskýrt hvernig í þessu lá. Eftir stendur ein besta minning mín um stund í faðmi fjölskyldunnar, auðvitað vegna þess að læknirinn hafði rangt fyrir sér. Kvöldið var nefnilega stórkostlega skemmtilegt, ekki síst vegna þess að annað af sama meiði var rifjað upp í beinu framhaldi. „Ég er farin heim að serða sárasta hungrið,“ tilkynnti Stína systir einhvern tímann þegar hún sársvöng ætlaði að kanna innihaldið í ísskápnum sínum. Það var líka rifjað upp að kær fjölskylduvinur söng árum saman „Allir saman nú, öryrki á túr, og síðan ekki söguna meir“ við eitt ástsælasta lag Stuðmanna. Hvaða djúpu þjóðfélagsádeilu er ég að koma á framfæri með svo lúmskum hætti? Hana færð þú ekki frá mér í dag, en vonandi tókst mér að kalla fram hjá þér bros. Það var það eina sem mér gekk til.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun