Leikhús á öðru plani Sólveig Sigurðardóttir skrifar 22. apríl 2013 11:30 Leiklist. Englar alheimsins. Eftir: Einar Má Guðmundsson. Leikgerð: Þorleifur Örn Arnarsson og Símon Birgisson Leikstjórn: Þorleifur Örn Arnarsson Leikmynd: Vytautas Narbutas Búningar: Filippía I. Elíasdóttir Frumsamin tónlist: Hjaltalín. Dramatúrg, hljóðmynd: Símon Birgisson Lýsing: Halldór Örn Óskarsson Myndbandshönnun: Arnar Steinn Friðbjarnarson og Helena Stefánsdóttir. Þjóðleikhúsið. Eftir langa bið hafa Englar alheimsins lent á stóra sviði Þjóðleikhússins. Tveimur áratugum eftir útkomu einnar ástsælustu bókar þjóðarinnar hefur saga Einars Más Guðmundssonar verið færð í leikhúsbúning. Þorleifur Örn Arnarsson og Símon Birgisson sjá um leikgerð en sá fyrrnefndi er einnig leikstjóri verksins. Þeir félagar sækja efnivið sinn víða en í leikritinu er vísað á hugmyndaríkan máta í önnur verk Einars. Annars er það fyrirmynd aðalpersónu verksins, bróðir Einars, Pálmi Örn Guðmundsson og verk hans, sem njóta sín á Þjóðleikhússviðinu. Pálmi var sjálfur listamaður og hlaut góða dóma fyrir ljóðabækur sínar. Í dómi frá árinu 1984 voru ljóð Pálma sögð hafa „sérstakan tón sem ná til hjartans því þau hafa einkennilega skarpa birtu og sýna manni nýja fleti á tilverunni“. Segja má að leikritið Englar alheimsins leitist við að fanga þennan sérstaka tón sem einkenndi sköpun Pálma.Býður upp á nýja vídd Eins og áður sagði þá þekkja nær allir Íslendingar sögu Pálma, eða Páls eins og hann er nefndur í bókinni, og mörgum er virkilega annt um að henni séu gerð góð skil. Þeir Þorleifur og Símon notfæra sér þær tilfinningar sem þjóðin ber til verksins og gera persónuna, Pál, að stjórnanda kvöldsins. Leikgerð þeirra er frumleg og býður upp á nýja vídd fyrir flytjanda að mæta áhorfendum sínum. Páll er staddur á stóra sviði Þjóðleikhússins með fullt hús af áhorfendum sem eru mættir til að heyra hann flytja sögu sína með hjálp leikara, tæknimanna og annarra starfsmanna Þjóðleikhússins. Í stað þess að skapa algjörlega nýja og sjálfstæða útfærslu á verkinu taka Þorleifur og Símon bókina sem og kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar með inn í leikhúsið. Þannig er ofsóknaræði Páls útfært á áhrifamikinn hátt, bók Einars Más er á sviðinu og svipmyndum úr kvikmyndinni er varpað á stórt bíótjald. Þessi stílbrögð eru sérlega vel heppnuð, miðlarnir keppa ekki hvor við annan heldur nýtir leikhúsið þá til að þjóna sögunni. Leikmynd, búningar, tónlist, lýsing og myndbönd vinna saman að því að skapa veruleika sem lýsir jafnan þeirri ringulreið sem einkennir hugarheim geðveiks manns en gefa einnig rými fyrir lágstemmd augnablik og einlæg samtöl. Útlit sýningarinnar er stórbrotið í alla staði.Mögnuð tenging Það er Atli Rafn Sigurðsson sem fer með hlutverk listamannsins Páls. Nálgun Þorleifs og Símonar stillir Páli nálægt áhorfendum, þeir eru gestir hans þetta kvöld, hann er sögumaður og aðalleikari en umfram allt stjórnandi kvöldsins. Hlutverkið er virkilega krefjandi en Atli Rafn skilar því með miklum sóma. Hann nær á magnaðan hátt að halda tengingu við áhorfendur en jafnframt að túlka þann mikla ólgusjó sem bærist innra með persónu hans. Þar birtist snilldarleg leikstjórn Þorleifs og frumlegar aðferðir hans á leiksviðinu. Aðrir leikarar standa einnig frammi fyrir fyrirframgefnum hugmyndum áhorfenda sem hafa flestir mætt persónum verksins á síðum skáldsögunnar og kvikmyndatjaldinu. En í stað þess að etja kappi við fyrirrennara sína eiga leikararnir í samræðu við fyrri túlkanir, áhorfendum til skemmtunar. Af afbragðs góðum flutningi annarra leikara ber helst að nefna Eggert Þorleifsson sem leikur Brynjólf, geðlækni á Kleppi. Samband hans við sjúklingana er sérstaklega fallegt í höndum Eggerts, en þar reyna sérfræðingur og geðsjúklingar að mætast á einhvers konar jafningjagrundvelli. Sá grundvöllur var, að mínu mati, kjarninn í þessari stórkostlegu sýningu. Listamaður og geðsjúklingur eignast einn helgasta stað Íslands, stóra svið Þjóðleikhússins, eina kvöldstund og þar með athygli uppáklæddra samborgara sinna sem vilja ólmir heyra hvað hann hefur að segja. Ádeilan er fólgin í því hve samfélag okkar hefur jafnan haft lítinn skilning á sögum annarra vistmanna á Kleppi. Á meðan saga þeirra hefur fengið bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, sex Edduverðlaun, framlag til Óskarsverðlauna og nú rými á stóra sviði Þjóðleikhússins hafa fyrirmyndir sögunnar í gegnum tíðina upplifað útskúfun úr samfélaginu. Niðurstaða: Fullkomin útfærsla á skáldsögunni. Mögnuð leikhúsupplifun þar sem unnið er með mörk heilbrigðis og geðsýki á áhrifamikinn hátt sem lætur engan ósnortinn. Gagnrýni Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Leiklist. Englar alheimsins. Eftir: Einar Má Guðmundsson. Leikgerð: Þorleifur Örn Arnarsson og Símon Birgisson Leikstjórn: Þorleifur Örn Arnarsson Leikmynd: Vytautas Narbutas Búningar: Filippía I. Elíasdóttir Frumsamin tónlist: Hjaltalín. Dramatúrg, hljóðmynd: Símon Birgisson Lýsing: Halldór Örn Óskarsson Myndbandshönnun: Arnar Steinn Friðbjarnarson og Helena Stefánsdóttir. Þjóðleikhúsið. Eftir langa bið hafa Englar alheimsins lent á stóra sviði Þjóðleikhússins. Tveimur áratugum eftir útkomu einnar ástsælustu bókar þjóðarinnar hefur saga Einars Más Guðmundssonar verið færð í leikhúsbúning. Þorleifur Örn Arnarsson og Símon Birgisson sjá um leikgerð en sá fyrrnefndi er einnig leikstjóri verksins. Þeir félagar sækja efnivið sinn víða en í leikritinu er vísað á hugmyndaríkan máta í önnur verk Einars. Annars er það fyrirmynd aðalpersónu verksins, bróðir Einars, Pálmi Örn Guðmundsson og verk hans, sem njóta sín á Þjóðleikhússviðinu. Pálmi var sjálfur listamaður og hlaut góða dóma fyrir ljóðabækur sínar. Í dómi frá árinu 1984 voru ljóð Pálma sögð hafa „sérstakan tón sem ná til hjartans því þau hafa einkennilega skarpa birtu og sýna manni nýja fleti á tilverunni“. Segja má að leikritið Englar alheimsins leitist við að fanga þennan sérstaka tón sem einkenndi sköpun Pálma.Býður upp á nýja vídd Eins og áður sagði þá þekkja nær allir Íslendingar sögu Pálma, eða Páls eins og hann er nefndur í bókinni, og mörgum er virkilega annt um að henni séu gerð góð skil. Þeir Þorleifur og Símon notfæra sér þær tilfinningar sem þjóðin ber til verksins og gera persónuna, Pál, að stjórnanda kvöldsins. Leikgerð þeirra er frumleg og býður upp á nýja vídd fyrir flytjanda að mæta áhorfendum sínum. Páll er staddur á stóra sviði Þjóðleikhússins með fullt hús af áhorfendum sem eru mættir til að heyra hann flytja sögu sína með hjálp leikara, tæknimanna og annarra starfsmanna Þjóðleikhússins. Í stað þess að skapa algjörlega nýja og sjálfstæða útfærslu á verkinu taka Þorleifur og Símon bókina sem og kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar með inn í leikhúsið. Þannig er ofsóknaræði Páls útfært á áhrifamikinn hátt, bók Einars Más er á sviðinu og svipmyndum úr kvikmyndinni er varpað á stórt bíótjald. Þessi stílbrögð eru sérlega vel heppnuð, miðlarnir keppa ekki hvor við annan heldur nýtir leikhúsið þá til að þjóna sögunni. Leikmynd, búningar, tónlist, lýsing og myndbönd vinna saman að því að skapa veruleika sem lýsir jafnan þeirri ringulreið sem einkennir hugarheim geðveiks manns en gefa einnig rými fyrir lágstemmd augnablik og einlæg samtöl. Útlit sýningarinnar er stórbrotið í alla staði.Mögnuð tenging Það er Atli Rafn Sigurðsson sem fer með hlutverk listamannsins Páls. Nálgun Þorleifs og Símonar stillir Páli nálægt áhorfendum, þeir eru gestir hans þetta kvöld, hann er sögumaður og aðalleikari en umfram allt stjórnandi kvöldsins. Hlutverkið er virkilega krefjandi en Atli Rafn skilar því með miklum sóma. Hann nær á magnaðan hátt að halda tengingu við áhorfendur en jafnframt að túlka þann mikla ólgusjó sem bærist innra með persónu hans. Þar birtist snilldarleg leikstjórn Þorleifs og frumlegar aðferðir hans á leiksviðinu. Aðrir leikarar standa einnig frammi fyrir fyrirframgefnum hugmyndum áhorfenda sem hafa flestir mætt persónum verksins á síðum skáldsögunnar og kvikmyndatjaldinu. En í stað þess að etja kappi við fyrirrennara sína eiga leikararnir í samræðu við fyrri túlkanir, áhorfendum til skemmtunar. Af afbragðs góðum flutningi annarra leikara ber helst að nefna Eggert Þorleifsson sem leikur Brynjólf, geðlækni á Kleppi. Samband hans við sjúklingana er sérstaklega fallegt í höndum Eggerts, en þar reyna sérfræðingur og geðsjúklingar að mætast á einhvers konar jafningjagrundvelli. Sá grundvöllur var, að mínu mati, kjarninn í þessari stórkostlegu sýningu. Listamaður og geðsjúklingur eignast einn helgasta stað Íslands, stóra svið Þjóðleikhússins, eina kvöldstund og þar með athygli uppáklæddra samborgara sinna sem vilja ólmir heyra hvað hann hefur að segja. Ádeilan er fólgin í því hve samfélag okkar hefur jafnan haft lítinn skilning á sögum annarra vistmanna á Kleppi. Á meðan saga þeirra hefur fengið bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, sex Edduverðlaun, framlag til Óskarsverðlauna og nú rými á stóra sviði Þjóðleikhússins hafa fyrirmyndir sögunnar í gegnum tíðina upplifað útskúfun úr samfélaginu. Niðurstaða: Fullkomin útfærsla á skáldsögunni. Mögnuð leikhúsupplifun þar sem unnið er með mörk heilbrigðis og geðsýki á áhrifamikinn hátt sem lætur engan ósnortinn.
Gagnrýni Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira