Við eigum betra skilið en sirkus Geira ósmart Sigurður Ragnarsson skrifar 24. apríl 2013 06:00 Síðustu ár hafa verið súrrealísk. Hrunið hér varð algert. „Góðærið“ var keyrt áfram af botnlausri græðgi, skammtímasýn og hannað af viðskipta- og fjárglæfratöframönnum sem margir böðuðu sig í frægðarsól. Þar kom þó að því að frægðarsólin brenndi og dagsljósið birti hroðalega mynd siðleysis, hirðuleysis og egóisma. Heimilin í landinu og almenningur ásamt flestum fyrirtækjum líða fyrir þetta. Nú er ljóst hvers konar sirkus var í gangi. Það var sirkus Geira ósmart. Málið er einfalt. Við eigum betra skilið. Við sem búum hér viljum byggja upp sanngjarnt og gagnsætt samfélag þar sem öllum getur liðið vel. Fráfarandi ríkisstjórn lofar fögru í dag en veit samt að hún féll á prófinu. Verkin segja allt sem segja þarf. Forgangsmál stjórnarinnar var að senda björgunarleiðangur til að bjarga bankakerfinu. Auðvitað þurfum við öflugt bankakerfi en það eru fleiri stoðir sem þarf að sinna. Heilbrigðiskerfið, menntakerfið, löggæslan o.s.frv. var allt sett skör neðar. Það er í lagi að setja mörg hundruð milljarða í bankakerfið en að hjálpa bágstöddum, eignalausum, sjúklingum o.fl. skiptir greinilega minna máli. Það sem svíður svo einna verst er að búið er að selja þrotabúin til hrægammasjóða. Við erum bara tölur í excel-skjali þeirra miklu spekinga sem reyna að mjólka íslenskt samfélag. Við eigum skilið stjórn sem tekur á þessu og vill vinna fyrir fólkið og fyrirtækin í landinu. Stjórnarflokkarnir féllu á prófinu. Þeir fengu sinn tíma og nýttu hann illa, þó bankakerfið og hrægammasjóðir þakki þeim vel og innilega fyrir.Heiðarleg vinnubrögð Við verðum að skoða vel hvaða kostir eru í boði og fara fram á heiðarleg og sönn vinnubrögð hjá þeim sem bjóða sig fram til forystu fyrir okkur. Við eigum skilið frábært samfélag. Samfélag sem líður ekki ójöfnuð, líður ekki að ákveðnir hópar, stofnanir, fyrirtæki eða sjóðir geti blómstrað á kostnað annarra og setið hjá í aðgerðarleysi og láti sig vandamálin ekki varða. Við þurfum meiri samstöðu. Nú þurfa allir einstaklingar og hópar, hvort heldur þeir eru ríkir eða fátækir, fyrirtæki, fjármálastofnanir, samtök, lífeyrissjóðir og allir aðrir að taka höndum saman. Það er mál allra að byggja hér upp sanngjarnt og siðferðilegt samfélag. Við eigum skilið forystu sem getur komið atvinnulífinu aftur í gang og hefur raunverulegan kjark til að iðka réttlæti. Við eigum skilið forystu sem hefur kraft og þor til að hjálpa þeim sem eru í vanda staddir og leiðrétta þá eignaupptöku sem hefur átt sér stað. Við eigum skilið forystu sem vill byggja upp og þjóna heilbrigðu samfélagi og hefur í heiðri hina gullnu reglu: „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Síðustu ár hafa verið súrrealísk. Hrunið hér varð algert. „Góðærið“ var keyrt áfram af botnlausri græðgi, skammtímasýn og hannað af viðskipta- og fjárglæfratöframönnum sem margir böðuðu sig í frægðarsól. Þar kom þó að því að frægðarsólin brenndi og dagsljósið birti hroðalega mynd siðleysis, hirðuleysis og egóisma. Heimilin í landinu og almenningur ásamt flestum fyrirtækjum líða fyrir þetta. Nú er ljóst hvers konar sirkus var í gangi. Það var sirkus Geira ósmart. Málið er einfalt. Við eigum betra skilið. Við sem búum hér viljum byggja upp sanngjarnt og gagnsætt samfélag þar sem öllum getur liðið vel. Fráfarandi ríkisstjórn lofar fögru í dag en veit samt að hún féll á prófinu. Verkin segja allt sem segja þarf. Forgangsmál stjórnarinnar var að senda björgunarleiðangur til að bjarga bankakerfinu. Auðvitað þurfum við öflugt bankakerfi en það eru fleiri stoðir sem þarf að sinna. Heilbrigðiskerfið, menntakerfið, löggæslan o.s.frv. var allt sett skör neðar. Það er í lagi að setja mörg hundruð milljarða í bankakerfið en að hjálpa bágstöddum, eignalausum, sjúklingum o.fl. skiptir greinilega minna máli. Það sem svíður svo einna verst er að búið er að selja þrotabúin til hrægammasjóða. Við erum bara tölur í excel-skjali þeirra miklu spekinga sem reyna að mjólka íslenskt samfélag. Við eigum skilið stjórn sem tekur á þessu og vill vinna fyrir fólkið og fyrirtækin í landinu. Stjórnarflokkarnir féllu á prófinu. Þeir fengu sinn tíma og nýttu hann illa, þó bankakerfið og hrægammasjóðir þakki þeim vel og innilega fyrir.Heiðarleg vinnubrögð Við verðum að skoða vel hvaða kostir eru í boði og fara fram á heiðarleg og sönn vinnubrögð hjá þeim sem bjóða sig fram til forystu fyrir okkur. Við eigum skilið frábært samfélag. Samfélag sem líður ekki ójöfnuð, líður ekki að ákveðnir hópar, stofnanir, fyrirtæki eða sjóðir geti blómstrað á kostnað annarra og setið hjá í aðgerðarleysi og láti sig vandamálin ekki varða. Við þurfum meiri samstöðu. Nú þurfa allir einstaklingar og hópar, hvort heldur þeir eru ríkir eða fátækir, fyrirtæki, fjármálastofnanir, samtök, lífeyrissjóðir og allir aðrir að taka höndum saman. Það er mál allra að byggja hér upp sanngjarnt og siðferðilegt samfélag. Við eigum skilið forystu sem getur komið atvinnulífinu aftur í gang og hefur raunverulegan kjark til að iðka réttlæti. Við eigum skilið forystu sem hefur kraft og þor til að hjálpa þeim sem eru í vanda staddir og leiðrétta þá eignaupptöku sem hefur átt sér stað. Við eigum skilið forystu sem vill byggja upp og þjóna heilbrigðu samfélagi og hefur í heiðri hina gullnu reglu: „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun