Hefði nú Alþýðufylkingin verið til haustið 2008 Örn Ólafsson skrifar 25. apríl 2013 06:00 - hefði það einhverju breytt? Já, ég held það. Auðvitað hefði það ekki komið í veg fyrir hrunið, en það hefði getað breytt viðbrögðum fólks við því. Gamall félagi minn sagði: Þarna gerðist það sem við höfðum alltaf spáð. En við höfðum ekki samtök til að skýra það fyrir almenningi. Íslenska auðvaldið hrundi, og nokkrir bófar stálu milljörðum frá íslenskum almenningi. Hver urðu viðbrögðin? Alger glundroði og fólk var ráðvillt. Hefði marxískur flokkur þá verið til, hefði hann getað bent á samhengið, og margir hefðu skilið það. Auðvitað hefði ekki orðið bylting, en fjöldi manns hefði áttað sig og getað brugðist við á þann hátt að beita sér fyrir hagsmunum sínum, alþýðuhag. Komandi kosningar sýna nú enn einu sinni að fólk leitar í allar áttir, varla er fyrir nokkurn mann að átta sig á muninum á öllum þessum framboðum. Ég studdi Vinstrigræna meðan ekki bauðst betra. Sáróánægður var ég samt, því þótt núverandi ríkisstjórn sé sú besta sem ég man eftir, þá hafði hún ekki styrk né stefnufestu til að gera betur en hún gerði. Auðvitað gat hún ekki annað en endurreist auðvaldskerfið. Það er ekki hægt að gera byltingu frá Alþingishúsinu við Austurvöll, því bylting er að alþýðan taki sjálf völdin.Valkostur við auðvaldið Og þegar VG var stofnað, réði varkárnin og löngun til að hafa sem flesta með, svo ekki var einu sinni minnst á sósíalisma í stefnuskránni. Hvað þá að á nokkurn hátt væri unnið í þá átt. Í staðinn vildi flokkurinn efla smáfyrirtæki! Eins og mögulegt væri að festa auðvaldið á tilteknu, frumstæðu þróunarstigi. Nei, frjáls samkeppni leiðir auðvitað til þess að sumir sigra, og aðrir tapa. Þeir sem sigra þenjast út og gleypa taparana. Auðvaldskerfinu fylgir að sífellt skiptast á þensluskeið þar sem náttúruauðlindum er sóað til að framleiða fleiri vörur en hægt er að selja, eða verra, vopnaframleiðslu og mútur til herforingja smáríkja til að kaupa þau. Síðan koma kreppur með miklu atvinnuleysi og skorti. Kratar þykjast geta bætt úr þessu með umbótum á auðvaldskerfinu, en það hefur margsýnt sig, t.d. nú í Danmörku, að í kreppu verða þeir fyrstir allra til að skera niður alla sigurvinningar alþýðu undir þensluskeiði. Í staðinn hygla þeir fyrirtækjum með skattaívilnunum og öðru þvílíku. Það vantaði flokk sem gat bent á valkost við þetta kerfi, þar sem þeir fá völd sem kunna að græða peninga, en ekki þeir sem kunna að leika á hljóðfæri, semja skáldverk, mála myndir, og á annan hátt gera lífið auðugra og fegurra fyrir alþjóð. Nú höfum við loksins fengið flokk sem bendir á valkost við auðvaldið. Alþýðufylkingunni er ekki spáð að fá þingmann kjörinn nú, svo skömmu eftir stofnun hennar. En það skiptir minnstu máli. Meginatriðið er hitt, að bera fram stefnuna og safna liði um hana. Styðjum Alþýðfylkinguna! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
- hefði það einhverju breytt? Já, ég held það. Auðvitað hefði það ekki komið í veg fyrir hrunið, en það hefði getað breytt viðbrögðum fólks við því. Gamall félagi minn sagði: Þarna gerðist það sem við höfðum alltaf spáð. En við höfðum ekki samtök til að skýra það fyrir almenningi. Íslenska auðvaldið hrundi, og nokkrir bófar stálu milljörðum frá íslenskum almenningi. Hver urðu viðbrögðin? Alger glundroði og fólk var ráðvillt. Hefði marxískur flokkur þá verið til, hefði hann getað bent á samhengið, og margir hefðu skilið það. Auðvitað hefði ekki orðið bylting, en fjöldi manns hefði áttað sig og getað brugðist við á þann hátt að beita sér fyrir hagsmunum sínum, alþýðuhag. Komandi kosningar sýna nú enn einu sinni að fólk leitar í allar áttir, varla er fyrir nokkurn mann að átta sig á muninum á öllum þessum framboðum. Ég studdi Vinstrigræna meðan ekki bauðst betra. Sáróánægður var ég samt, því þótt núverandi ríkisstjórn sé sú besta sem ég man eftir, þá hafði hún ekki styrk né stefnufestu til að gera betur en hún gerði. Auðvitað gat hún ekki annað en endurreist auðvaldskerfið. Það er ekki hægt að gera byltingu frá Alþingishúsinu við Austurvöll, því bylting er að alþýðan taki sjálf völdin.Valkostur við auðvaldið Og þegar VG var stofnað, réði varkárnin og löngun til að hafa sem flesta með, svo ekki var einu sinni minnst á sósíalisma í stefnuskránni. Hvað þá að á nokkurn hátt væri unnið í þá átt. Í staðinn vildi flokkurinn efla smáfyrirtæki! Eins og mögulegt væri að festa auðvaldið á tilteknu, frumstæðu þróunarstigi. Nei, frjáls samkeppni leiðir auðvitað til þess að sumir sigra, og aðrir tapa. Þeir sem sigra þenjast út og gleypa taparana. Auðvaldskerfinu fylgir að sífellt skiptast á þensluskeið þar sem náttúruauðlindum er sóað til að framleiða fleiri vörur en hægt er að selja, eða verra, vopnaframleiðslu og mútur til herforingja smáríkja til að kaupa þau. Síðan koma kreppur með miklu atvinnuleysi og skorti. Kratar þykjast geta bætt úr þessu með umbótum á auðvaldskerfinu, en það hefur margsýnt sig, t.d. nú í Danmörku, að í kreppu verða þeir fyrstir allra til að skera niður alla sigurvinningar alþýðu undir þensluskeiði. Í staðinn hygla þeir fyrirtækjum með skattaívilnunum og öðru þvílíku. Það vantaði flokk sem gat bent á valkost við þetta kerfi, þar sem þeir fá völd sem kunna að græða peninga, en ekki þeir sem kunna að leika á hljóðfæri, semja skáldverk, mála myndir, og á annan hátt gera lífið auðugra og fegurra fyrir alþjóð. Nú höfum við loksins fengið flokk sem bendir á valkost við auðvaldið. Alþýðufylkingunni er ekki spáð að fá þingmann kjörinn nú, svo skömmu eftir stofnun hennar. En það skiptir minnstu máli. Meginatriðið er hitt, að bera fram stefnuna og safna liði um hana. Styðjum Alþýðfylkinguna!
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar