Allir vinna, enginn tapar Sara McMahon skrifar 30. apríl 2013 15:00 Þegar ég var tiltölulega nýskriðin á þrítugsaldurinn nam ég markaðsfræði við skóla einn í Danmörku. Stuttu eftir að önnin hófst kom í ljós að áhugi minn á mörkuðum, hagkerfum og tölfræði var takmarkaður og ég var fljót að fá mig fullsadda á náminu. Tölfræðin gleymdist fyrst, hagfræðin næst en ég man enn eitt úr markaðsfræðitímanum; umfjöllun kennarans um karl- og kvenlæg lönd og markaði. Samkvæmt kennara mínum mátti skipta löndum heims í tvo flokka; karllæg og kvenlæg lönd. Bandaríkin, Kína og Ítalía voru á meðal þeirra landa sem féllu undir skilgreininguna á karllægu landi. Lönd í Skandinavíu féllu hins vegar í síðarnefnda flokkinn. Og hvernig veit maður hvort land tilheyrir fyrrnefnda flokknum eða ekki, kunna sumir ef til vill að spyrja sig. Samkvæmt kennara mínum höfðu stjórnunar- og samskiptahættir hvers lands áhrif þar á. Í karllægum löndum var ríkjandi sá hugsunarháttur að best væri að fá sínu framgengt á kostnað hins; svonefnt win-lose hugarfar. Í kvenlægum löndum ríkti aftur á móti svokallað win-win hugarfar; allir eiga að ganga sáttir frá borði. Frá blautu barnsbeini var mér kennt að mér bæri að deila með mér og alls ekki skilja út undan. Við hátíðleg tækifæri fengum við systkinin stundum ís í eftirrétt og var þá eitt okkar valið til að skammta í skálarnar. Við deildum ísnum með hárfínni nákvæmni því sá sem skammtaði fékk síðastur að velja og maður vildi alls ekki eiga það á hættu að fá skálina sem minnst var í. Þessi hugsunarháttur, að deila með sér, hefur fylgt mér frá barnæsku, í gegnum unglingsárin og allt fram á fullorðinsár. Það er líklega uppeldinu að þakka (eða kenna) að mér þykir skrítið að hugsa til þess að jöfnuður og jafnrétti skuli ekki vera á stefnuskrá hverrar manneskju. Ef til vill lærðu sumir aldrei að deila með sér, kannski lifa aðrir í stöðugum ótta um að hljóta ísskálina sem minnst var í af því þeir deildu ekki jafnt? „Þegar ég læt gott af mér leiða, líður mér vel. Þegar ég læt illt af mér leiða, líður mér illa. Það eru trúarbrögð mín,“ sagði Abraham Lincoln eitt sinn og þykir mér mikið til kauða koma miðað við þessi orð hans. Mikið væri nú ljúft ef orð Lincolns væru höfð í hávegum á nýju kjörtímabili sem og kvenlæg gildi í bland við þau karllægu. Aðeins þannig munu allir vinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Þegar ég var tiltölulega nýskriðin á þrítugsaldurinn nam ég markaðsfræði við skóla einn í Danmörku. Stuttu eftir að önnin hófst kom í ljós að áhugi minn á mörkuðum, hagkerfum og tölfræði var takmarkaður og ég var fljót að fá mig fullsadda á náminu. Tölfræðin gleymdist fyrst, hagfræðin næst en ég man enn eitt úr markaðsfræðitímanum; umfjöllun kennarans um karl- og kvenlæg lönd og markaði. Samkvæmt kennara mínum mátti skipta löndum heims í tvo flokka; karllæg og kvenlæg lönd. Bandaríkin, Kína og Ítalía voru á meðal þeirra landa sem féllu undir skilgreininguna á karllægu landi. Lönd í Skandinavíu féllu hins vegar í síðarnefnda flokkinn. Og hvernig veit maður hvort land tilheyrir fyrrnefnda flokknum eða ekki, kunna sumir ef til vill að spyrja sig. Samkvæmt kennara mínum höfðu stjórnunar- og samskiptahættir hvers lands áhrif þar á. Í karllægum löndum var ríkjandi sá hugsunarháttur að best væri að fá sínu framgengt á kostnað hins; svonefnt win-lose hugarfar. Í kvenlægum löndum ríkti aftur á móti svokallað win-win hugarfar; allir eiga að ganga sáttir frá borði. Frá blautu barnsbeini var mér kennt að mér bæri að deila með mér og alls ekki skilja út undan. Við hátíðleg tækifæri fengum við systkinin stundum ís í eftirrétt og var þá eitt okkar valið til að skammta í skálarnar. Við deildum ísnum með hárfínni nákvæmni því sá sem skammtaði fékk síðastur að velja og maður vildi alls ekki eiga það á hættu að fá skálina sem minnst var í. Þessi hugsunarháttur, að deila með sér, hefur fylgt mér frá barnæsku, í gegnum unglingsárin og allt fram á fullorðinsár. Það er líklega uppeldinu að þakka (eða kenna) að mér þykir skrítið að hugsa til þess að jöfnuður og jafnrétti skuli ekki vera á stefnuskrá hverrar manneskju. Ef til vill lærðu sumir aldrei að deila með sér, kannski lifa aðrir í stöðugum ótta um að hljóta ísskálina sem minnst var í af því þeir deildu ekki jafnt? „Þegar ég læt gott af mér leiða, líður mér vel. Þegar ég læt illt af mér leiða, líður mér illa. Það eru trúarbrögð mín,“ sagði Abraham Lincoln eitt sinn og þykir mér mikið til kauða koma miðað við þessi orð hans. Mikið væri nú ljúft ef orð Lincolns væru höfð í hávegum á nýju kjörtímabili sem og kvenlæg gildi í bland við þau karllægu. Aðeins þannig munu allir vinna.