Tónlist

"Harpa hefur ekkert stækkað síðast þegar ég athugaði“

Björn Steinbekk
Björn Steinbekk Mynd/Úr einkasafni
„Þetta er svona jákvætt vandamál,“ segir Björn Steinbekk, einn skipuleggjenda Sónar Reykjavík hátíðarinnar, en hátíðin kemur til með að þurfa að minnka miðamagn til sölu um rúmlega hundrað miða.

„Það stefnir allt í að um 35-40 tónleikahaldarar og tónlistariðnaðarmenn vilji koma á Sónar Reykjavík. Þetta bætist við í kringum 110 erlenda blaðamenn sem hafa beðið um aðgang að hátíðinni og því þurfum við að minnka miðamagn sem þessu nemur,“ útskýrir Björn, sem hafði upphaflega gert ráð fyrir um fimmtíu erlendum blaðamönnum og fólki úr tónlistarbransanum.

„Jákvæða vandamálið er auðvitað mikil umfjöllun um hátíðina og að áhrifafólk í tónlistargeiranum hefur mikinn áhuga. Það neikvæða er að Harpa hefur ekkert stækkað síðast þegar ég athugaði,“ segir Björn jafnframt.



Á næstu Sónar-hátíð, sem haldin er í annað sinn í Hörpu í febrúar, hafa meðal annars verið bókaðir Paul Kalkbrenner, Bonobo, Starwalker, Hjaltalín og Major Lazer svo einhverjir séu nefndir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.