Hjálmar starfa með Erlend Øye Freyr Bjarnason skrifar 2. maí 2013 09:00 Hjálmar og Erlend Øye í Hljóðrita í Hafnarfirði. Óvíst er hvenær platan kemur út. fréttablaðið/valli Hjálmar og hinn þekkti norski tónlistarmaður Erlend Øye úr hljómsveitunum Kings of Convenience og The Whitest Boy Alive eru að vinna saman að nýrri plötu. Upptökum er í þann mund að ljúka hér á landi. „Hann sá okkur spila í Noregi. Hann fór að spjalla við okkur og við vorum svo í sambandi yfir netið,“ segir Helgi Svavar Helgason, trommari Hjálma, spurður út í tilurð samstarfsins. „Hann bókaði okkur á festival í Hollandi sem hann er að sjá um. Við spiluðum á undan honum og svo með honum. Í framhaldinu spurði hann mig hvort ég væri til í að spila með honum en svo þróaðist það út í að hann kom hingað og við erum að taka upp nýju plötuna hans.“ Öll lög og textar eru eftir Øye en Hjálmar spila undir á plötunni. Ekki hefur verið ákveðið hvort platan verði titluð sem samstarfsverkefni þeirra beggja eða hvort um sólóplötu hans verði að ræða. Aðspurður segir Helgi Svavar það algjöra snilld að starfa með Norðmanninum. „Þetta er „spontant“ og skemmtilegur gaur,“ segir hann en Helgi, Siggi í Hjálmum og Øye spiluðu óvænt saman á Slippbarnum í síðustu viku. „Hann gistir á þessu hóteli og langaði að spila þar. Við vorum að borða og svo var bara náð í starfsfólk og talið í. Ég held að þetta lýsi honum vel.“ Øye spilaði einnig með Hjálmum á Faktorý á laugardaginn þar sem nýja efnið var prufukeyrt. Tónlist Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Hjálmar og hinn þekkti norski tónlistarmaður Erlend Øye úr hljómsveitunum Kings of Convenience og The Whitest Boy Alive eru að vinna saman að nýrri plötu. Upptökum er í þann mund að ljúka hér á landi. „Hann sá okkur spila í Noregi. Hann fór að spjalla við okkur og við vorum svo í sambandi yfir netið,“ segir Helgi Svavar Helgason, trommari Hjálma, spurður út í tilurð samstarfsins. „Hann bókaði okkur á festival í Hollandi sem hann er að sjá um. Við spiluðum á undan honum og svo með honum. Í framhaldinu spurði hann mig hvort ég væri til í að spila með honum en svo þróaðist það út í að hann kom hingað og við erum að taka upp nýju plötuna hans.“ Öll lög og textar eru eftir Øye en Hjálmar spila undir á plötunni. Ekki hefur verið ákveðið hvort platan verði titluð sem samstarfsverkefni þeirra beggja eða hvort um sólóplötu hans verði að ræða. Aðspurður segir Helgi Svavar það algjöra snilld að starfa með Norðmanninum. „Þetta er „spontant“ og skemmtilegur gaur,“ segir hann en Helgi, Siggi í Hjálmum og Øye spiluðu óvænt saman á Slippbarnum í síðustu viku. „Hann gistir á þessu hóteli og langaði að spila þar. Við vorum að borða og svo var bara náð í starfsfólk og talið í. Ég held að þetta lýsi honum vel.“ Øye spilaði einnig með Hjálmum á Faktorý á laugardaginn þar sem nýja efnið var prufukeyrt.
Tónlist Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira