23 á leið í læknanám í Slóvakíu Hanna Ólafsdóttir skrifar 3. maí 2013 07:00 Páll Kaarel Laas Sigurðsson, Viktor Franksson, Herbert Vilhjálmsson stóðust prófið. þeir munu flytja til háskólabæjarins Martin í Slóvakíu næsta haust og hefja nám í læknisfræði. Fréttablaðið/daníel Alls þreyttu 23 íslenskir háskólanemar inntökupróf í læknisfræði við læknadeildina við Jessenius-háskóla í Slóvakíu í gær. Allir stóðust þeir prófið og munu því hefja nám við skólann næsta haust. Runólfur Oddsson, konsúll Slóvakíu hér á landi, segir átta Íslendinga þegar vera við nám við skólann og og líki vistin vel. „Íslendingum hefur gengið mjög vel og það er mjög ánægjulegt að það muni fjölga í þeirra hópi komandi haust.“ Prófið fór fram á Grand Hóteli í gær og var Herbert Vilhjálmsson einn af þeim sem það þreytti. Hann segist hafa gengið með þann draum í maganum að fara í læknisfræði í talsverðan tíma og undirbúið sig vel. „Ég tók inntökuprófið í læknadeildina hérna heima síðasta haust en komst ekki inn. Vinkona mín sem er úti sagði mér síðan frá inntökuprófinu fyrir skólann úti og ég ákvað að slá til.“ Hann segir það leggjast vel í sig að hefja námið í haust. Skólagjöldin við skólann eru 9.500 evrur fyrir árið sem nemur um einni og hálfri milljón íslenskra króna. Aðspurður hvernig hann ætli að greiða fyrir námið segir Herbert það eiga eftir að koma í ljós. „Ætli það sé ekki bara gamla góða LÍN.“ Þann 15. júní næstkomandi verða haldin inntökupróf fyrir stúdenta sem útskrifast nú í vor. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafar- og greiningarstöð í rekstrarvanda og ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Sjá meira
Alls þreyttu 23 íslenskir háskólanemar inntökupróf í læknisfræði við læknadeildina við Jessenius-háskóla í Slóvakíu í gær. Allir stóðust þeir prófið og munu því hefja nám við skólann næsta haust. Runólfur Oddsson, konsúll Slóvakíu hér á landi, segir átta Íslendinga þegar vera við nám við skólann og og líki vistin vel. „Íslendingum hefur gengið mjög vel og það er mjög ánægjulegt að það muni fjölga í þeirra hópi komandi haust.“ Prófið fór fram á Grand Hóteli í gær og var Herbert Vilhjálmsson einn af þeim sem það þreytti. Hann segist hafa gengið með þann draum í maganum að fara í læknisfræði í talsverðan tíma og undirbúið sig vel. „Ég tók inntökuprófið í læknadeildina hérna heima síðasta haust en komst ekki inn. Vinkona mín sem er úti sagði mér síðan frá inntökuprófinu fyrir skólann úti og ég ákvað að slá til.“ Hann segir það leggjast vel í sig að hefja námið í haust. Skólagjöldin við skólann eru 9.500 evrur fyrir árið sem nemur um einni og hálfri milljón íslenskra króna. Aðspurður hvernig hann ætli að greiða fyrir námið segir Herbert það eiga eftir að koma í ljós. „Ætli það sé ekki bara gamla góða LÍN.“ Þann 15. júní næstkomandi verða haldin inntökupróf fyrir stúdenta sem útskrifast nú í vor.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafar- og greiningarstöð í rekstrarvanda og ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Sjá meira