Þegar aldurinn skiptir máli Drífa Jenný Helgadóttir skrifar 7. maí 2013 07:00 Á Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslunnar (ÞHS) starfar þverfaglegt teymi fagfólks sem sinnir greiningu þroska- og hegðunarfrávika hjá börnum upp að 12 ára aldri frá ýmsum svæðum á landinu. Í framhaldi af greiningu er í boði ráðgjöf, fræðsla og meðferð. Til að fá þessa þjónustu þarf tilvísun fagaðila og vísa má börnum að 6 ára aldri í frumgreiningu ef grunur vaknar um frávik í þroska eða hegðun. Hægt er að vísa í nánari greiningu á ADHD þegar frumgreining og matslistar hafa sýnt sterkar vísbendingar um frávik í þá átt hjá 5-12 ára börnum. Frá því að Þroska- og hegðunarstöð tók við greiningum á ADHD hjá börnum (greiningar voru áður í höndum Barna- og Unglingageðdeildar) árið 2006 hefur eftirspurn eftir þeirri þjónustu aukist jafnt og þétt. Biðtími hefur lengst mjög mikið og í dag er staðan sú að tæplega 130 börn bíða eftir nánari greiningu. Þetta þýðir að biðtíminn eftir greiningu á ADHD og skyldum röskunum er allt að níu mánuðir. Fyrir ári var þessi tími um 6 mánuðir og þótti langur. Börn sem eru á biðlista eftir þessu úrræði glíma mörg hver við mikinn vanda, eiga í erfiðleikum heima fyrir, í skólanum og í félagslegum samskiptum. Því skiptir hver dagur máli fyrir þessi börn og umhverfi þeirra og það er alvarlegt mál þegar biðlistinn lengist um þrjá mánuði. Árið 2011 gerði Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna einmitt athugasemd við þennan þátt í geðheilbrigðisþjónustu við börn á Íslandi, þ.e að biðlistar eftir greiningu og meðferð við ADHD hjá börnum væru of langir. Þeirra tillaga til að sporna gegn þessari þróun var að efla geðheilbrigðisþjónustu við börn og auka þannig möguleika þeirra á því að fá greiningu og meðferð við sínum vanda (sjá gr. 38 og 39).Mismunað Starfsfólk á ÞHS hefur reynt að koma til móts við þennan hóp með því að koma af stað úrræðum á biðtíma. Foreldrum barnanna og börnunum sjálfum er m.a. boðið á námskeið og er ráðgjöf veitt í leikskóla og skóla sé þess þörf og þetta eru úrræði í takt við tillögur Barnaréttarnefndarinnar frá 2011 (sjá gr. 39). Aðrar stofnanir sem sinna greiningarþjónustu við börn eins og GRR og BUGL taka á móti skjólstæðingum upp að 18 ára aldri. Sá hópur sem fellur undir þjónustu við GRR og BUGL eru börn sem eiga við alvarlegar fatlanir eða geðrænan vanda að stríða og börn með ADHD falla ekki undir þá skilgreiningu, þar sem vandi þeirra er vægari. Þjónusta við ADHD á ÞHS er skilgreind fyrir börn að 12 ára aldri eins og fram hefur komið hér og erfitt er að opna á tilvísanir fyrir eldri hópinn (13-18 ára) á meðan biðtími fyrir þau yngri er jafn langur og raunin er. Það er því engin greiningarstofnun innan hins opinbera kerfis sem tekur á móti þessum hópi barna. Börn sem eru eldri en 12 ára og með vísbendingar um ADHD eiga því ekki kost á sömu þjónustu og yngri börnin, og því er ljóst að börnum á Íslandi er ekki aðeins mismunað á grundvelli alvarleika vandans en einnig aldurs. ÞHS hefur hug á að sinna öllum börnum sem þurfa á þjónustu stofnunarinnar að halda óháð aldri. En það kallar á aukið fjármagn og fleiri stöðugildi og hingað til hefur það fjármagn ekki verið til. Vísbendingar um að heilbrigðiskerfið mismuni börnum eftir aldri og eðli vanda þeirra vekja upp spurningar um það hvort slíkt sé í takt við það sem íslenskt velferðarsamfélag stendur fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslunnar (ÞHS) starfar þverfaglegt teymi fagfólks sem sinnir greiningu þroska- og hegðunarfrávika hjá börnum upp að 12 ára aldri frá ýmsum svæðum á landinu. Í framhaldi af greiningu er í boði ráðgjöf, fræðsla og meðferð. Til að fá þessa þjónustu þarf tilvísun fagaðila og vísa má börnum að 6 ára aldri í frumgreiningu ef grunur vaknar um frávik í þroska eða hegðun. Hægt er að vísa í nánari greiningu á ADHD þegar frumgreining og matslistar hafa sýnt sterkar vísbendingar um frávik í þá átt hjá 5-12 ára börnum. Frá því að Þroska- og hegðunarstöð tók við greiningum á ADHD hjá börnum (greiningar voru áður í höndum Barna- og Unglingageðdeildar) árið 2006 hefur eftirspurn eftir þeirri þjónustu aukist jafnt og þétt. Biðtími hefur lengst mjög mikið og í dag er staðan sú að tæplega 130 börn bíða eftir nánari greiningu. Þetta þýðir að biðtíminn eftir greiningu á ADHD og skyldum röskunum er allt að níu mánuðir. Fyrir ári var þessi tími um 6 mánuðir og þótti langur. Börn sem eru á biðlista eftir þessu úrræði glíma mörg hver við mikinn vanda, eiga í erfiðleikum heima fyrir, í skólanum og í félagslegum samskiptum. Því skiptir hver dagur máli fyrir þessi börn og umhverfi þeirra og það er alvarlegt mál þegar biðlistinn lengist um þrjá mánuði. Árið 2011 gerði Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna einmitt athugasemd við þennan þátt í geðheilbrigðisþjónustu við börn á Íslandi, þ.e að biðlistar eftir greiningu og meðferð við ADHD hjá börnum væru of langir. Þeirra tillaga til að sporna gegn þessari þróun var að efla geðheilbrigðisþjónustu við börn og auka þannig möguleika þeirra á því að fá greiningu og meðferð við sínum vanda (sjá gr. 38 og 39).Mismunað Starfsfólk á ÞHS hefur reynt að koma til móts við þennan hóp með því að koma af stað úrræðum á biðtíma. Foreldrum barnanna og börnunum sjálfum er m.a. boðið á námskeið og er ráðgjöf veitt í leikskóla og skóla sé þess þörf og þetta eru úrræði í takt við tillögur Barnaréttarnefndarinnar frá 2011 (sjá gr. 39). Aðrar stofnanir sem sinna greiningarþjónustu við börn eins og GRR og BUGL taka á móti skjólstæðingum upp að 18 ára aldri. Sá hópur sem fellur undir þjónustu við GRR og BUGL eru börn sem eiga við alvarlegar fatlanir eða geðrænan vanda að stríða og börn með ADHD falla ekki undir þá skilgreiningu, þar sem vandi þeirra er vægari. Þjónusta við ADHD á ÞHS er skilgreind fyrir börn að 12 ára aldri eins og fram hefur komið hér og erfitt er að opna á tilvísanir fyrir eldri hópinn (13-18 ára) á meðan biðtími fyrir þau yngri er jafn langur og raunin er. Það er því engin greiningarstofnun innan hins opinbera kerfis sem tekur á móti þessum hópi barna. Börn sem eru eldri en 12 ára og með vísbendingar um ADHD eiga því ekki kost á sömu þjónustu og yngri börnin, og því er ljóst að börnum á Íslandi er ekki aðeins mismunað á grundvelli alvarleika vandans en einnig aldurs. ÞHS hefur hug á að sinna öllum börnum sem þurfa á þjónustu stofnunarinnar að halda óháð aldri. En það kallar á aukið fjármagn og fleiri stöðugildi og hingað til hefur það fjármagn ekki verið til. Vísbendingar um að heilbrigðiskerfið mismuni börnum eftir aldri og eðli vanda þeirra vekja upp spurningar um það hvort slíkt sé í takt við það sem íslenskt velferðarsamfélag stendur fyrir.
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar