Segir Fyrirtækjaskrá hafa verið blekkta Stígur Helgason skrifar 8. maí 2013 07:00 Forstöðumaður Fyrirtækjaskrár segir Lýð Guðmundsson og félaga hafa blekkt stofnunina. Hér er Lýður ásamt verjanda sínum, Gesti Jónssyni. Fréttablaðið/Stefán „Ég lít þannig á að skráin hafi verið vísvitandi blekkt. Það er ekki hægt að líta á þessa tilkynningu með öðrum hætti,“ sagði Skúli Jónsson, forstöðumaður Fyrirtækjaskrár, fyrir dómi í gærmorgun um fimmtíu milljarða hlutafjárhækkun Existu í desember 2008 og tilkynningu sem lögmaðurinn Bjarnfreður Ólafsson sendi Fyrirtækjaskrá um hana. Skúli var fyrstur manna í vitnastúku í morgun á öðrum degi aðalmeðferðar í máli Sérstaks saksóknara gegn Lýði Guðmundssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Existu, og Bjarnfreði fyrir brot á hlutafélagalögum. Málið snýst um að einungis hafi verið greiddur einn milljarður fyrir fimmtíu milljarða hlutafjárhækkunina, sem sé andstætt 16. grein hlutafélagalaga um að ekki megi greiða minna en nafnverð fyrir hluti. Skúli sagðist fyrst hafa áttað sig á því að ekki væri allt með felldu snemmsumars 2009 þegar hann fékk símtal frá blaðamanni. Skúli hafi þá skoðað tilkynninguna sjálfur í fyrsta sinn. „Þá sé ég að þetta er fjarri því að vera í lagi,“ sagði Skúli. Honum hafi brugðið mjög að sjá að þetta hefði verið samþykkt á sínum tíma, enda hefði ekki verið samræmi á milli tilkynningarinnar og efnis skýrslunnar frá Deloitte, sem fylgdi henni. En hvernig stendur þá á því að Fyrirtækjaskrá samþykkti hlutafjáraukninguna til að byrja með, fyrst svona augljóst var að hún stæðist ekki lög? Skúli skýrði það með því að þegar tilkynningin barst hafi einfaldlega enginn sérfræðingur verið á vakt hjá skránni. Því hafi reyndur starfsmaður, sem ekki var sérfræðingur, farið yfir málið undir mikilli tímapressu. „Starfsmaðurinn hafði greinilega ekki þá faglegu þekkingu til að átta sig á því að það var ekki samræmi á milli tilkynningarinnar og efnis skýrslunnar,“ sagði Skúli. Vegna þessa máls hefði vinnulagi stofnunarinnar verið breytt á þann hátt að nú læsu alltaf minnst tveir sérfræðingar yfir tilkynningar og skýrslur af þessu tagi. Saksóknari og verjendur munu flytja málið í dag. Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Fleiri fréttir Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Sjá meira
„Ég lít þannig á að skráin hafi verið vísvitandi blekkt. Það er ekki hægt að líta á þessa tilkynningu með öðrum hætti,“ sagði Skúli Jónsson, forstöðumaður Fyrirtækjaskrár, fyrir dómi í gærmorgun um fimmtíu milljarða hlutafjárhækkun Existu í desember 2008 og tilkynningu sem lögmaðurinn Bjarnfreður Ólafsson sendi Fyrirtækjaskrá um hana. Skúli var fyrstur manna í vitnastúku í morgun á öðrum degi aðalmeðferðar í máli Sérstaks saksóknara gegn Lýði Guðmundssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Existu, og Bjarnfreði fyrir brot á hlutafélagalögum. Málið snýst um að einungis hafi verið greiddur einn milljarður fyrir fimmtíu milljarða hlutafjárhækkunina, sem sé andstætt 16. grein hlutafélagalaga um að ekki megi greiða minna en nafnverð fyrir hluti. Skúli sagðist fyrst hafa áttað sig á því að ekki væri allt með felldu snemmsumars 2009 þegar hann fékk símtal frá blaðamanni. Skúli hafi þá skoðað tilkynninguna sjálfur í fyrsta sinn. „Þá sé ég að þetta er fjarri því að vera í lagi,“ sagði Skúli. Honum hafi brugðið mjög að sjá að þetta hefði verið samþykkt á sínum tíma, enda hefði ekki verið samræmi á milli tilkynningarinnar og efnis skýrslunnar frá Deloitte, sem fylgdi henni. En hvernig stendur þá á því að Fyrirtækjaskrá samþykkti hlutafjáraukninguna til að byrja með, fyrst svona augljóst var að hún stæðist ekki lög? Skúli skýrði það með því að þegar tilkynningin barst hafi einfaldlega enginn sérfræðingur verið á vakt hjá skránni. Því hafi reyndur starfsmaður, sem ekki var sérfræðingur, farið yfir málið undir mikilli tímapressu. „Starfsmaðurinn hafði greinilega ekki þá faglegu þekkingu til að átta sig á því að það var ekki samræmi á milli tilkynningarinnar og efnis skýrslunnar,“ sagði Skúli. Vegna þessa máls hefði vinnulagi stofnunarinnar verið breytt á þann hátt að nú læsu alltaf minnst tveir sérfræðingar yfir tilkynningar og skýrslur af þessu tagi. Saksóknari og verjendur munu flytja málið í dag.
Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Fleiri fréttir Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Sjá meira