Enn ósætti um lokun á Laugavegi í sumar María Lilja Þrastardóttir skrifar 14. maí 2013 14:30 Ekki eru allir sáttir með framkvæmdir og lokun fyrir bílaumferð um Laugaveg. Boðað hefur verið til opins fundar í Tjarnarbíói á morgun miðvikudag klukkan 17.15. Fréttablaðið/Ernir „Okkur þykir þetta óþolandi,“ segir Björn Jón Bragason, formaður samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg. Í sumar verður unnið að endurbótum á Hverfisgötu, Frakkastíg og Klapparstíg. Hjólastígar verða lagðir, gangstéttir endurnýjaðar og hitalögnum komið fyrir. Einnig er fyrirhugað að loka bílaumferð um hluta Laugavegs og Skólavörðustígs líkt og síðustu tvö ár. „Undanfarin ár höfum við lýst yfir mikilli andstöðu við þessar lokanir og nú á að ráðast í viðamiklar framkvæmdir á sama tíma. Við erum að horfa fram á mikið tjón og talsvert tap í rekstri verslana á svæðinu. Svo mótmælum við einnig skorti á samráði. Það tíðkaðist að hafa kaupmenn með í ráðum með allt að árs fyrirvara. Núverandi borgaryfirvöld hafa hins vegar ekki staðið sig í að kynna hvernig framkvæmdatíma verður háttað,“ segir Björn Jón. Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi borgarinnar, gefur lítið fyrir þessi orð Björns Jóns. Hann segir að töluvert samráð sé á milli borgarinnar og hagsmunaaðila, það komi honum þó lítið á óvart að samtök Björns Jóns setji sig á móti fyrirhuguðum lokunum, slíkt sé orðið árlegt. „Við höfum átt fín samskipti við samtökin Miðborgin okkar, sem eru mun stærri hagsmunaaðili. Svo er fyrirhugaður kynningarfundur á morgun í Tjarnarbíói þar sem allir geta komið og rætt saman og kynnt sér málin,“ segir Jón Halldór. Hann segir jafnframt að áhersla verði lögð á að hafa opið fyrir umferð gangandi og hjólandi allan framkvæmdatímann. „Það verða greiðar gönguleiðir og einnig stefnum við að því að hafa opið fyrir bílaumferð til hádegis, fyrir þá sem það þurfa. Þannig reynum við að koma til móts við þarfir allra. Það hefur ríkt almenn ánægja með sumargöturnar og framtakið mælst vel fyrir hjá flestum,“ segir Jón Halldór. Spurður hvort ekki ríki almenn ánægja á meðal íbúa segir Björn Jón svo ekki vera. „Það eru þessi íbúasamtök en ég gef ekki mikið fyrir þau og veit ekki til þess að þau séu í neinni sérstakri virkni. Sjálfur þekki ég íbúa sem eru ekki sáttir við þetta. Það gefur augaleið að bílaumferð er beint inn um þröngar íbúagötur og fólk er ekki sátt með slíkt,“ segir Björn Jón.Björn Jón Bragason, framkvæmdastjóri Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
„Okkur þykir þetta óþolandi,“ segir Björn Jón Bragason, formaður samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg. Í sumar verður unnið að endurbótum á Hverfisgötu, Frakkastíg og Klapparstíg. Hjólastígar verða lagðir, gangstéttir endurnýjaðar og hitalögnum komið fyrir. Einnig er fyrirhugað að loka bílaumferð um hluta Laugavegs og Skólavörðustígs líkt og síðustu tvö ár. „Undanfarin ár höfum við lýst yfir mikilli andstöðu við þessar lokanir og nú á að ráðast í viðamiklar framkvæmdir á sama tíma. Við erum að horfa fram á mikið tjón og talsvert tap í rekstri verslana á svæðinu. Svo mótmælum við einnig skorti á samráði. Það tíðkaðist að hafa kaupmenn með í ráðum með allt að árs fyrirvara. Núverandi borgaryfirvöld hafa hins vegar ekki staðið sig í að kynna hvernig framkvæmdatíma verður háttað,“ segir Björn Jón. Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi borgarinnar, gefur lítið fyrir þessi orð Björns Jóns. Hann segir að töluvert samráð sé á milli borgarinnar og hagsmunaaðila, það komi honum þó lítið á óvart að samtök Björns Jóns setji sig á móti fyrirhuguðum lokunum, slíkt sé orðið árlegt. „Við höfum átt fín samskipti við samtökin Miðborgin okkar, sem eru mun stærri hagsmunaaðili. Svo er fyrirhugaður kynningarfundur á morgun í Tjarnarbíói þar sem allir geta komið og rætt saman og kynnt sér málin,“ segir Jón Halldór. Hann segir jafnframt að áhersla verði lögð á að hafa opið fyrir umferð gangandi og hjólandi allan framkvæmdatímann. „Það verða greiðar gönguleiðir og einnig stefnum við að því að hafa opið fyrir bílaumferð til hádegis, fyrir þá sem það þurfa. Þannig reynum við að koma til móts við þarfir allra. Það hefur ríkt almenn ánægja með sumargöturnar og framtakið mælst vel fyrir hjá flestum,“ segir Jón Halldór. Spurður hvort ekki ríki almenn ánægja á meðal íbúa segir Björn Jón svo ekki vera. „Það eru þessi íbúasamtök en ég gef ekki mikið fyrir þau og veit ekki til þess að þau séu í neinni sérstakri virkni. Sjálfur þekki ég íbúa sem eru ekki sáttir við þetta. Það gefur augaleið að bílaumferð er beint inn um þröngar íbúagötur og fólk er ekki sátt með slíkt,“ segir Björn Jón.Björn Jón Bragason, framkvæmdastjóri Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira