Enn ósætti um lokun á Laugavegi í sumar María Lilja Þrastardóttir skrifar 14. maí 2013 14:30 Ekki eru allir sáttir með framkvæmdir og lokun fyrir bílaumferð um Laugaveg. Boðað hefur verið til opins fundar í Tjarnarbíói á morgun miðvikudag klukkan 17.15. Fréttablaðið/Ernir „Okkur þykir þetta óþolandi,“ segir Björn Jón Bragason, formaður samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg. Í sumar verður unnið að endurbótum á Hverfisgötu, Frakkastíg og Klapparstíg. Hjólastígar verða lagðir, gangstéttir endurnýjaðar og hitalögnum komið fyrir. Einnig er fyrirhugað að loka bílaumferð um hluta Laugavegs og Skólavörðustígs líkt og síðustu tvö ár. „Undanfarin ár höfum við lýst yfir mikilli andstöðu við þessar lokanir og nú á að ráðast í viðamiklar framkvæmdir á sama tíma. Við erum að horfa fram á mikið tjón og talsvert tap í rekstri verslana á svæðinu. Svo mótmælum við einnig skorti á samráði. Það tíðkaðist að hafa kaupmenn með í ráðum með allt að árs fyrirvara. Núverandi borgaryfirvöld hafa hins vegar ekki staðið sig í að kynna hvernig framkvæmdatíma verður háttað,“ segir Björn Jón. Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi borgarinnar, gefur lítið fyrir þessi orð Björns Jóns. Hann segir að töluvert samráð sé á milli borgarinnar og hagsmunaaðila, það komi honum þó lítið á óvart að samtök Björns Jóns setji sig á móti fyrirhuguðum lokunum, slíkt sé orðið árlegt. „Við höfum átt fín samskipti við samtökin Miðborgin okkar, sem eru mun stærri hagsmunaaðili. Svo er fyrirhugaður kynningarfundur á morgun í Tjarnarbíói þar sem allir geta komið og rætt saman og kynnt sér málin,“ segir Jón Halldór. Hann segir jafnframt að áhersla verði lögð á að hafa opið fyrir umferð gangandi og hjólandi allan framkvæmdatímann. „Það verða greiðar gönguleiðir og einnig stefnum við að því að hafa opið fyrir bílaumferð til hádegis, fyrir þá sem það þurfa. Þannig reynum við að koma til móts við þarfir allra. Það hefur ríkt almenn ánægja með sumargöturnar og framtakið mælst vel fyrir hjá flestum,“ segir Jón Halldór. Spurður hvort ekki ríki almenn ánægja á meðal íbúa segir Björn Jón svo ekki vera. „Það eru þessi íbúasamtök en ég gef ekki mikið fyrir þau og veit ekki til þess að þau séu í neinni sérstakri virkni. Sjálfur þekki ég íbúa sem eru ekki sáttir við þetta. Það gefur augaleið að bílaumferð er beint inn um þröngar íbúagötur og fólk er ekki sátt með slíkt,“ segir Björn Jón.Björn Jón Bragason, framkvæmdastjóri Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg. Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
„Okkur þykir þetta óþolandi,“ segir Björn Jón Bragason, formaður samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg. Í sumar verður unnið að endurbótum á Hverfisgötu, Frakkastíg og Klapparstíg. Hjólastígar verða lagðir, gangstéttir endurnýjaðar og hitalögnum komið fyrir. Einnig er fyrirhugað að loka bílaumferð um hluta Laugavegs og Skólavörðustígs líkt og síðustu tvö ár. „Undanfarin ár höfum við lýst yfir mikilli andstöðu við þessar lokanir og nú á að ráðast í viðamiklar framkvæmdir á sama tíma. Við erum að horfa fram á mikið tjón og talsvert tap í rekstri verslana á svæðinu. Svo mótmælum við einnig skorti á samráði. Það tíðkaðist að hafa kaupmenn með í ráðum með allt að árs fyrirvara. Núverandi borgaryfirvöld hafa hins vegar ekki staðið sig í að kynna hvernig framkvæmdatíma verður háttað,“ segir Björn Jón. Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi borgarinnar, gefur lítið fyrir þessi orð Björns Jóns. Hann segir að töluvert samráð sé á milli borgarinnar og hagsmunaaðila, það komi honum þó lítið á óvart að samtök Björns Jóns setji sig á móti fyrirhuguðum lokunum, slíkt sé orðið árlegt. „Við höfum átt fín samskipti við samtökin Miðborgin okkar, sem eru mun stærri hagsmunaaðili. Svo er fyrirhugaður kynningarfundur á morgun í Tjarnarbíói þar sem allir geta komið og rætt saman og kynnt sér málin,“ segir Jón Halldór. Hann segir jafnframt að áhersla verði lögð á að hafa opið fyrir umferð gangandi og hjólandi allan framkvæmdatímann. „Það verða greiðar gönguleiðir og einnig stefnum við að því að hafa opið fyrir bílaumferð til hádegis, fyrir þá sem það þurfa. Þannig reynum við að koma til móts við þarfir allra. Það hefur ríkt almenn ánægja með sumargöturnar og framtakið mælst vel fyrir hjá flestum,“ segir Jón Halldór. Spurður hvort ekki ríki almenn ánægja á meðal íbúa segir Björn Jón svo ekki vera. „Það eru þessi íbúasamtök en ég gef ekki mikið fyrir þau og veit ekki til þess að þau séu í neinni sérstakri virkni. Sjálfur þekki ég íbúa sem eru ekki sáttir við þetta. Það gefur augaleið að bílaumferð er beint inn um þröngar íbúagötur og fólk er ekki sátt með slíkt,“ segir Björn Jón.Björn Jón Bragason, framkvæmdastjóri Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg.
Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent