Enn ósætti um lokun á Laugavegi í sumar María Lilja Þrastardóttir skrifar 14. maí 2013 14:30 Ekki eru allir sáttir með framkvæmdir og lokun fyrir bílaumferð um Laugaveg. Boðað hefur verið til opins fundar í Tjarnarbíói á morgun miðvikudag klukkan 17.15. Fréttablaðið/Ernir „Okkur þykir þetta óþolandi,“ segir Björn Jón Bragason, formaður samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg. Í sumar verður unnið að endurbótum á Hverfisgötu, Frakkastíg og Klapparstíg. Hjólastígar verða lagðir, gangstéttir endurnýjaðar og hitalögnum komið fyrir. Einnig er fyrirhugað að loka bílaumferð um hluta Laugavegs og Skólavörðustígs líkt og síðustu tvö ár. „Undanfarin ár höfum við lýst yfir mikilli andstöðu við þessar lokanir og nú á að ráðast í viðamiklar framkvæmdir á sama tíma. Við erum að horfa fram á mikið tjón og talsvert tap í rekstri verslana á svæðinu. Svo mótmælum við einnig skorti á samráði. Það tíðkaðist að hafa kaupmenn með í ráðum með allt að árs fyrirvara. Núverandi borgaryfirvöld hafa hins vegar ekki staðið sig í að kynna hvernig framkvæmdatíma verður háttað,“ segir Björn Jón. Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi borgarinnar, gefur lítið fyrir þessi orð Björns Jóns. Hann segir að töluvert samráð sé á milli borgarinnar og hagsmunaaðila, það komi honum þó lítið á óvart að samtök Björns Jóns setji sig á móti fyrirhuguðum lokunum, slíkt sé orðið árlegt. „Við höfum átt fín samskipti við samtökin Miðborgin okkar, sem eru mun stærri hagsmunaaðili. Svo er fyrirhugaður kynningarfundur á morgun í Tjarnarbíói þar sem allir geta komið og rætt saman og kynnt sér málin,“ segir Jón Halldór. Hann segir jafnframt að áhersla verði lögð á að hafa opið fyrir umferð gangandi og hjólandi allan framkvæmdatímann. „Það verða greiðar gönguleiðir og einnig stefnum við að því að hafa opið fyrir bílaumferð til hádegis, fyrir þá sem það þurfa. Þannig reynum við að koma til móts við þarfir allra. Það hefur ríkt almenn ánægja með sumargöturnar og framtakið mælst vel fyrir hjá flestum,“ segir Jón Halldór. Spurður hvort ekki ríki almenn ánægja á meðal íbúa segir Björn Jón svo ekki vera. „Það eru þessi íbúasamtök en ég gef ekki mikið fyrir þau og veit ekki til þess að þau séu í neinni sérstakri virkni. Sjálfur þekki ég íbúa sem eru ekki sáttir við þetta. Það gefur augaleið að bílaumferð er beint inn um þröngar íbúagötur og fólk er ekki sátt með slíkt,“ segir Björn Jón.Björn Jón Bragason, framkvæmdastjóri Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg. Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
„Okkur þykir þetta óþolandi,“ segir Björn Jón Bragason, formaður samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg. Í sumar verður unnið að endurbótum á Hverfisgötu, Frakkastíg og Klapparstíg. Hjólastígar verða lagðir, gangstéttir endurnýjaðar og hitalögnum komið fyrir. Einnig er fyrirhugað að loka bílaumferð um hluta Laugavegs og Skólavörðustígs líkt og síðustu tvö ár. „Undanfarin ár höfum við lýst yfir mikilli andstöðu við þessar lokanir og nú á að ráðast í viðamiklar framkvæmdir á sama tíma. Við erum að horfa fram á mikið tjón og talsvert tap í rekstri verslana á svæðinu. Svo mótmælum við einnig skorti á samráði. Það tíðkaðist að hafa kaupmenn með í ráðum með allt að árs fyrirvara. Núverandi borgaryfirvöld hafa hins vegar ekki staðið sig í að kynna hvernig framkvæmdatíma verður háttað,“ segir Björn Jón. Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi borgarinnar, gefur lítið fyrir þessi orð Björns Jóns. Hann segir að töluvert samráð sé á milli borgarinnar og hagsmunaaðila, það komi honum þó lítið á óvart að samtök Björns Jóns setji sig á móti fyrirhuguðum lokunum, slíkt sé orðið árlegt. „Við höfum átt fín samskipti við samtökin Miðborgin okkar, sem eru mun stærri hagsmunaaðili. Svo er fyrirhugaður kynningarfundur á morgun í Tjarnarbíói þar sem allir geta komið og rætt saman og kynnt sér málin,“ segir Jón Halldór. Hann segir jafnframt að áhersla verði lögð á að hafa opið fyrir umferð gangandi og hjólandi allan framkvæmdatímann. „Það verða greiðar gönguleiðir og einnig stefnum við að því að hafa opið fyrir bílaumferð til hádegis, fyrir þá sem það þurfa. Þannig reynum við að koma til móts við þarfir allra. Það hefur ríkt almenn ánægja með sumargöturnar og framtakið mælst vel fyrir hjá flestum,“ segir Jón Halldór. Spurður hvort ekki ríki almenn ánægja á meðal íbúa segir Björn Jón svo ekki vera. „Það eru þessi íbúasamtök en ég gef ekki mikið fyrir þau og veit ekki til þess að þau séu í neinni sérstakri virkni. Sjálfur þekki ég íbúa sem eru ekki sáttir við þetta. Það gefur augaleið að bílaumferð er beint inn um þröngar íbúagötur og fólk er ekki sátt með slíkt,“ segir Björn Jón.Björn Jón Bragason, framkvæmdastjóri Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg.
Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira