Tökur á Sumarbörnum að hefjast Freyr Bjarnason skrifar 16. maí 2013 15:00 Guðrún Ragnarsdóttir leikstýrir nýrri fjölskyldumynd um silungapoll. Tökur eiga að hefjast í sumar á fjölskyldumynd sem ber vinnuheitið Sumarbörn. Myndin er komin langt í undirbúningi og hefur þegar fengið framleiðslustyrk frá Kvikmyndasjóði Íslands upp á níutíu milljónir króna. Frumsýning verður líklega á næsta ári. Handritið er byggt á atvikum sem áttu sér stað á barnaheimilinu Silungapolli sem Reykjavík starfrækti hér árum áður. „Þessi mynd er búin að vera rosalega lengi í gangi. Það eru tíu ár síðan fyrsti handritastyrkurinn kom í þetta verkefni,“ segir leikstjórinn Guðrún Ragnarsdóttir. Myndin gekk áður undir vinnuheitinu Silungapollur en ákveðið var að breyta því. „Barnaheimilið var lagt niður í kringum 1960 og þá var þetta meðferðarheimili í mörg ár. Það er mikið af fólki sem þekkir ekki Silungapoll öðruvísi.“ Aðalleikararnir eru börn en umfjöllunarefnið er á alvarlegri nótunum. Fréttablaðið greindi frá því í gær að barnamyndin Algjör Sveppi 4 hefði ekki fengið styrk í ár og verði því ekki framleidd. Í reglugerð Kvikmyndasjóðs Íslands er stefnt að því að barna- eða fjölskyldumyndir verði framleiddar að minnsta kosti annað hvert ár og fellur Sumarbörn því í þann flokk. „Krökkunum finnst mjög gaman að þessum Sveppamyndum en það er kannski allt í lagi að þau bíði einu sinni,“ segir Guðrún. Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Tökur eiga að hefjast í sumar á fjölskyldumynd sem ber vinnuheitið Sumarbörn. Myndin er komin langt í undirbúningi og hefur þegar fengið framleiðslustyrk frá Kvikmyndasjóði Íslands upp á níutíu milljónir króna. Frumsýning verður líklega á næsta ári. Handritið er byggt á atvikum sem áttu sér stað á barnaheimilinu Silungapolli sem Reykjavík starfrækti hér árum áður. „Þessi mynd er búin að vera rosalega lengi í gangi. Það eru tíu ár síðan fyrsti handritastyrkurinn kom í þetta verkefni,“ segir leikstjórinn Guðrún Ragnarsdóttir. Myndin gekk áður undir vinnuheitinu Silungapollur en ákveðið var að breyta því. „Barnaheimilið var lagt niður í kringum 1960 og þá var þetta meðferðarheimili í mörg ár. Það er mikið af fólki sem þekkir ekki Silungapoll öðruvísi.“ Aðalleikararnir eru börn en umfjöllunarefnið er á alvarlegri nótunum. Fréttablaðið greindi frá því í gær að barnamyndin Algjör Sveppi 4 hefði ekki fengið styrk í ár og verði því ekki framleidd. Í reglugerð Kvikmyndasjóðs Íslands er stefnt að því að barna- eða fjölskyldumyndir verði framleiddar að minnsta kosti annað hvert ár og fellur Sumarbörn því í þann flokk. „Krökkunum finnst mjög gaman að þessum Sveppamyndum en það er kannski allt í lagi að þau bíði einu sinni,“ segir Guðrún.
Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira