Yngsti fyrirliði deildarinnar á skotskónum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2013 09:00 Guðmunda Brynja Óladóttir í leik á móti Þrótti þar sem hún skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri. Mynd/Valli Hún er ein af efnilegustu knattspyrnukonum landsins og búin að vera fastamaður í yngri landsliðunum. Hún er nítján ára og samningslaus eftir síðasta sumar og því eftirsótt hjá „stóru“ liðunum í deildinni. Guðmunda Brynja Óladóttir ákvað hins vegar að halda sínu striki með Selfossi – Gunnar Rafn Borgþórsson, nýr þjálfari liðsins, sannfærði hana strax, hún hlustaði ekki á önnur tilboð og var síðan verðlaunuð með því að fá fyrirliðabandið þrátt fyrir að vera ekki orðin tvítug.Talaði ekki við önnur félög „Gunnar náði að sannfæra mig um að vera áfram og ég talaði varla við nein önnur félög,“ segir Guðmunda Brynja Óladóttir sem kann vel við sig í Selfossliðinu. „Það er stór kjarni í liðinu sem hefur spilað saman frá því að við vorum í 6. flokki. Við þekkjumst mjög vel og þetta er mjög þéttur hópur,“ segir Guðmunda. Selfoss hélt sér í deildinni síðasta sumar þrátt fyrir að fá á sig 4,3 mörk í leik. Nú er allt annað að sjá varnarleik liðsins. „Mér líst rosalega vel á þetta og við byrjuðum mjög vel. Við erum með nánast sama lið og í fyrra og við erum allar reynslunni ríkari,“ sagði Guðmunda. Hún tók við fyrirliðabandinu fyrir tímabilið.Mjög stolt af fyrirliðabandinu „Það er mjög skemmtilegt að vera orðinn fyrirliði. Ég er mjög stolt af því. Ég kannski tala meira en þetta hefur ekkert breytt mér held ég,“ segir Guðmunda, sem er yngsti fyrirliði Pepsi-deildar kvenna. Selfoss-liðið hefur unnið tvo fyrstu leiki sína og Guðmunda er búin að skora þrjú af fjórum mörkum liðsins. Þetta var því augljóslega góð ákvörðun hjá þjálfaranum sem setti mikla ábyrgð á þennan unga leikmann. Selfoss hefur unnið báða þessa sigra á útivelli en í dag fær liðið Aftureldingu í heimsókn. „Við erum búnar að vera að bíða eftir þessum leik síðan við sáum hvernig Íslandsmótið raðaðist og það er mikil stemming í liðinu fyrir leikinn. Það skiptir miklu máli að ná sigri á móti þessum liðum sem eru í neðri hlutanum með okkur og það er mjög gott ef við náum því að fá eitthvað út úr þessum leik,“ segðir Guðmunda sem leiðist ekkert að skoða töfluna.Ekki verið svona ofarlega áður „Ég held að við höfum aldrei verið svona ofarlega áður þannig að það er mjög gaman að skoða töfluna í dag. Við erum að sýna það núna að við getum alveg verið í Pepsi-deildinni. Vonandi náum við að fylgja þessu eftir og við ætlum ekki að ofmetnast þrátt fyrir góða byrjun,“ segir Guðmunda en hvað með A-landsliðið og möguleika hennar að vera með á EM í Svíþjóð í sumar. „Ef ég spila vel og hlutirnir ganga upp hjá mér þá held ég að ég eigi alveg möguleika á að komast í lokahópinn. Ég vona að það sé stefnan hjá öllum yngri stelpum að komast í landsliðið. Það er ótrúlega gaman að spila fyrir hönd Íslands og ég vil að sjálfsögðu komast á stóra sviðið,“ sagði Guðmunda að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Hún er ein af efnilegustu knattspyrnukonum landsins og búin að vera fastamaður í yngri landsliðunum. Hún er nítján ára og samningslaus eftir síðasta sumar og því eftirsótt hjá „stóru“ liðunum í deildinni. Guðmunda Brynja Óladóttir ákvað hins vegar að halda sínu striki með Selfossi – Gunnar Rafn Borgþórsson, nýr þjálfari liðsins, sannfærði hana strax, hún hlustaði ekki á önnur tilboð og var síðan verðlaunuð með því að fá fyrirliðabandið þrátt fyrir að vera ekki orðin tvítug.Talaði ekki við önnur félög „Gunnar náði að sannfæra mig um að vera áfram og ég talaði varla við nein önnur félög,“ segir Guðmunda Brynja Óladóttir sem kann vel við sig í Selfossliðinu. „Það er stór kjarni í liðinu sem hefur spilað saman frá því að við vorum í 6. flokki. Við þekkjumst mjög vel og þetta er mjög þéttur hópur,“ segir Guðmunda. Selfoss hélt sér í deildinni síðasta sumar þrátt fyrir að fá á sig 4,3 mörk í leik. Nú er allt annað að sjá varnarleik liðsins. „Mér líst rosalega vel á þetta og við byrjuðum mjög vel. Við erum með nánast sama lið og í fyrra og við erum allar reynslunni ríkari,“ sagði Guðmunda. Hún tók við fyrirliðabandinu fyrir tímabilið.Mjög stolt af fyrirliðabandinu „Það er mjög skemmtilegt að vera orðinn fyrirliði. Ég er mjög stolt af því. Ég kannski tala meira en þetta hefur ekkert breytt mér held ég,“ segir Guðmunda, sem er yngsti fyrirliði Pepsi-deildar kvenna. Selfoss-liðið hefur unnið tvo fyrstu leiki sína og Guðmunda er búin að skora þrjú af fjórum mörkum liðsins. Þetta var því augljóslega góð ákvörðun hjá þjálfaranum sem setti mikla ábyrgð á þennan unga leikmann. Selfoss hefur unnið báða þessa sigra á útivelli en í dag fær liðið Aftureldingu í heimsókn. „Við erum búnar að vera að bíða eftir þessum leik síðan við sáum hvernig Íslandsmótið raðaðist og það er mikil stemming í liðinu fyrir leikinn. Það skiptir miklu máli að ná sigri á móti þessum liðum sem eru í neðri hlutanum með okkur og það er mjög gott ef við náum því að fá eitthvað út úr þessum leik,“ segðir Guðmunda sem leiðist ekkert að skoða töfluna.Ekki verið svona ofarlega áður „Ég held að við höfum aldrei verið svona ofarlega áður þannig að það er mjög gaman að skoða töfluna í dag. Við erum að sýna það núna að við getum alveg verið í Pepsi-deildinni. Vonandi náum við að fylgja þessu eftir og við ætlum ekki að ofmetnast þrátt fyrir góða byrjun,“ segir Guðmunda en hvað með A-landsliðið og möguleika hennar að vera með á EM í Svíþjóð í sumar. „Ef ég spila vel og hlutirnir ganga upp hjá mér þá held ég að ég eigi alveg möguleika á að komast í lokahópinn. Ég vona að það sé stefnan hjá öllum yngri stelpum að komast í landsliðið. Það er ótrúlega gaman að spila fyrir hönd Íslands og ég vil að sjálfsögðu komast á stóra sviðið,“ sagði Guðmunda að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira