Undirheimar nötra eftir Ystaselsárásina Stígur Helgason skrifar 21. maí 2013 10:15 Maðurinn var skilinn eftir liggjandi í blóði sínu á miðri götu seinni partinn á föstudag. Fréttablaðið/Daníel Mjög eldfimt ástand er í undirheimum borgarinnar eftir hrottafengna líkamsárás í Ystaseli í Breiðholti fyrir helgi. Hermt er að hópur manna sem tengist árásarþolanum hafi vígbúist, jafnvel með skotvopnum, og hyggi á hefndir. Síðdegis á föstudag kom hópur manna á nokkrum bílum að húsi við Ystasel til að jafna með einhverjum hætti sakir við fólk sem var þar innandyra. Þorri þeirra beið úti í bíl á meðan aðrir fóru inn. Inni laust mönnum saman og átökin bárust fljótlega út á götu, þar sem gengið var hrottalega í skrokk á einum aðkomumannanna með hafnaboltakylfu. Börn voru að leik í nágrenninu og urðu vitni að því þegar átökin færðust út undir bert loft. Þeim var forðað inn í snarhasti. Maðurinn var skilinn eftir liggjandi í blóði sínu og var svo illa leikinn að vitni töldu að hann væri hugsanlega látinn. Hann var þó með meðvitund og gat greint lögreglu frá því hvað gerst hefði þegar hún kom á vettvang. Sá sem varð fyrir árásinni er margdæmdur ofbeldismaður og hlaut fyrr á þessu ári fimm ára fangelsisdóm fyrir nauðgun. Hann hafði verið látinn laus af spítala á sunnudag. Hann fékk tugi sauma í andlit og höfuð, beinbrotnaði og missti tennur. Tveir menn voru handteknir á föstudagskvöld vegna árásarinnar en látnir lausir daginn eftir. Annar þeirra, maður sem þekktur er fyrir rukkunarstarfsemi, er ekki talinn hafa tekið beinan þátt í árásinni og hefur nú stöðu vitnis í málinu. Hinn er með tveggja og hálfs árs fangelsisdóm á bakinu fyrir líkamsárás.Vinir vopnbúast Menn sem Fréttablaðið hefur rætt við segja að allt sé á suðupunkti í undirheimunum vegna málsins. Einn þeirra orðaði það þannig að nú reyndu menn að miðla málum svo að fólk mundi ekki deyja – vinir árásarþolans hefðu vopnbúist og væru staðráðnir í að koma andstæðingum sínum undir græna torfu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fylgist lögregla gaumgæfilega með ástandinu, en Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn gerir þó ekki mikið úr því. „Það eru engar sérstakar aðgerðir í gangi. Þetta mál er í rannsókn og hefur sinn gang,“ segir hann. Hann segir að fólk eigi ekki að hafa neitt að óttast þótt mennirnir gangi lausir. „Þetta virðist vera uppgjör á milli þessara einstaklinga og beinist ekki að almenningi svo að það er engin ástæða til að hafa áhyggjur af þessu.“Tengist ásökun um nauðgun Tildrög málsins eru þau að stúlka sem var á staðnum hafði nokkrum dögum fyrr greint frá því að einn aðkomumannanna hefði byrlað sér ólyfjan í samkvæmi og nauðgað sér - þó ekki sá sem varð fyrir árásinni. Við þetta var meintur nauðgari, sem einnig er dæmdur ofbeldismaður, afar ósáttur og fékk hóp með sér í Ystaselið til að útkljá málið. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Mjög eldfimt ástand er í undirheimum borgarinnar eftir hrottafengna líkamsárás í Ystaseli í Breiðholti fyrir helgi. Hermt er að hópur manna sem tengist árásarþolanum hafi vígbúist, jafnvel með skotvopnum, og hyggi á hefndir. Síðdegis á föstudag kom hópur manna á nokkrum bílum að húsi við Ystasel til að jafna með einhverjum hætti sakir við fólk sem var þar innandyra. Þorri þeirra beið úti í bíl á meðan aðrir fóru inn. Inni laust mönnum saman og átökin bárust fljótlega út á götu, þar sem gengið var hrottalega í skrokk á einum aðkomumannanna með hafnaboltakylfu. Börn voru að leik í nágrenninu og urðu vitni að því þegar átökin færðust út undir bert loft. Þeim var forðað inn í snarhasti. Maðurinn var skilinn eftir liggjandi í blóði sínu og var svo illa leikinn að vitni töldu að hann væri hugsanlega látinn. Hann var þó með meðvitund og gat greint lögreglu frá því hvað gerst hefði þegar hún kom á vettvang. Sá sem varð fyrir árásinni er margdæmdur ofbeldismaður og hlaut fyrr á þessu ári fimm ára fangelsisdóm fyrir nauðgun. Hann hafði verið látinn laus af spítala á sunnudag. Hann fékk tugi sauma í andlit og höfuð, beinbrotnaði og missti tennur. Tveir menn voru handteknir á föstudagskvöld vegna árásarinnar en látnir lausir daginn eftir. Annar þeirra, maður sem þekktur er fyrir rukkunarstarfsemi, er ekki talinn hafa tekið beinan þátt í árásinni og hefur nú stöðu vitnis í málinu. Hinn er með tveggja og hálfs árs fangelsisdóm á bakinu fyrir líkamsárás.Vinir vopnbúast Menn sem Fréttablaðið hefur rætt við segja að allt sé á suðupunkti í undirheimunum vegna málsins. Einn þeirra orðaði það þannig að nú reyndu menn að miðla málum svo að fólk mundi ekki deyja – vinir árásarþolans hefðu vopnbúist og væru staðráðnir í að koma andstæðingum sínum undir græna torfu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fylgist lögregla gaumgæfilega með ástandinu, en Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn gerir þó ekki mikið úr því. „Það eru engar sérstakar aðgerðir í gangi. Þetta mál er í rannsókn og hefur sinn gang,“ segir hann. Hann segir að fólk eigi ekki að hafa neitt að óttast þótt mennirnir gangi lausir. „Þetta virðist vera uppgjör á milli þessara einstaklinga og beinist ekki að almenningi svo að það er engin ástæða til að hafa áhyggjur af þessu.“Tengist ásökun um nauðgun Tildrög málsins eru þau að stúlka sem var á staðnum hafði nokkrum dögum fyrr greint frá því að einn aðkomumannanna hefði byrlað sér ólyfjan í samkvæmi og nauðgað sér - þó ekki sá sem varð fyrir árásinni. Við þetta var meintur nauðgari, sem einnig er dæmdur ofbeldismaður, afar ósáttur og fékk hóp með sér í Ystaselið til að útkljá málið.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira