Orðsending til borgarstjórnar Auður Guðjónsdóttir skrifar 28. maí 2013 07:00 Borgarstjórn til upprifjunar birti ég hér hluta fyrstu greinar reglugerðar um ferðaþjónustu fatlaðs fólks í Reykjavík: Ferðaþjónusta fatlaðs fólks er ætluð til afnota fyrir þá íbúa Reykjavíkur sem uppfylla eitt eða fleiri eftirfarandi skilyrða: a) Hjólastólanotendur b) Blindir og geta eigi notað önnur farartæki c) Ófærir um að nota almenningsvagnaþjónustu vegna annarra langvarandi fötlunar og hafa ekki aðgang að eigin farartæki. Þeir sem hafa fengið styrk til bifreiðakaupa frá Tryggingastofnun ríkisins og þeir sem njóta bensínstyrks skulu alla jafna ekki njóta réttar til ferðaþjónustu samkvæmt reglum þessum. Fötluðum stillt upp við vegg Það vekur furðu mína að samkvæmt lögum og reglugerðum skuli fatlað fólk í Reykjavík ekki hafa jafnan aðgang og ófatlað að almannasamgöngum. Þrátt fyrir að úrræðið sé til staðar, þ.e. ferðaþjónusta fatlaðra, er fötluðu fólki meinaður aðgangur að þjónustunni samkvæmt ofangreindum reglum ef það nýtur tólf þúsund króna bensínstyrks á mánuði og styrks til bifreiðakaupa á einhverra ára fresti. Undantekningar eru gerðar tímabundið ef fólk getur sannað með læknisvottorði og öðrum rökstuðningi að það þurfi nauðsynlega á þjónustunni að halda. Margt ófatlað fólk nýtir Strætó í fastar ferðir, s.s. í og úr vinnu eða í skóla, en notar einkabifreið sína í öðrum erindagjörðum. Slíkt val hefur fatlað fólk ekki. Annaðhvort þiggur það bensínstyrkinn og fær ekki aðgang að ferðaþjónustunni nema í undantekningartilfellum eða afþakkar styrkinn og fær þá úthlutað vissum ferðum í mánuði. Að takmarka svo alvarlega aðgang fatlaðs fólks að sambærilegri opinberri þjónustu og ófatlaðir hafa óheftan aðgang að er óboðlegt og samrýmist ekki hugmyndum okkar Íslendinga um jafnrétti. Ég fer því vinsamlegast fram á það við borgarstjórn að hún nemi málsgreinina sem vitnað er í hér að ofan á brott úr reglugerð um ferðaþjónustu fatlaðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Borgarstjórn til upprifjunar birti ég hér hluta fyrstu greinar reglugerðar um ferðaþjónustu fatlaðs fólks í Reykjavík: Ferðaþjónusta fatlaðs fólks er ætluð til afnota fyrir þá íbúa Reykjavíkur sem uppfylla eitt eða fleiri eftirfarandi skilyrða: a) Hjólastólanotendur b) Blindir og geta eigi notað önnur farartæki c) Ófærir um að nota almenningsvagnaþjónustu vegna annarra langvarandi fötlunar og hafa ekki aðgang að eigin farartæki. Þeir sem hafa fengið styrk til bifreiðakaupa frá Tryggingastofnun ríkisins og þeir sem njóta bensínstyrks skulu alla jafna ekki njóta réttar til ferðaþjónustu samkvæmt reglum þessum. Fötluðum stillt upp við vegg Það vekur furðu mína að samkvæmt lögum og reglugerðum skuli fatlað fólk í Reykjavík ekki hafa jafnan aðgang og ófatlað að almannasamgöngum. Þrátt fyrir að úrræðið sé til staðar, þ.e. ferðaþjónusta fatlaðra, er fötluðu fólki meinaður aðgangur að þjónustunni samkvæmt ofangreindum reglum ef það nýtur tólf þúsund króna bensínstyrks á mánuði og styrks til bifreiðakaupa á einhverra ára fresti. Undantekningar eru gerðar tímabundið ef fólk getur sannað með læknisvottorði og öðrum rökstuðningi að það þurfi nauðsynlega á þjónustunni að halda. Margt ófatlað fólk nýtir Strætó í fastar ferðir, s.s. í og úr vinnu eða í skóla, en notar einkabifreið sína í öðrum erindagjörðum. Slíkt val hefur fatlað fólk ekki. Annaðhvort þiggur það bensínstyrkinn og fær ekki aðgang að ferðaþjónustunni nema í undantekningartilfellum eða afþakkar styrkinn og fær þá úthlutað vissum ferðum í mánuði. Að takmarka svo alvarlega aðgang fatlaðs fólks að sambærilegri opinberri þjónustu og ófatlaðir hafa óheftan aðgang að er óboðlegt og samrýmist ekki hugmyndum okkar Íslendinga um jafnrétti. Ég fer því vinsamlegast fram á það við borgarstjórn að hún nemi málsgreinina sem vitnað er í hér að ofan á brott úr reglugerð um ferðaþjónustu fatlaðra.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar