Upptökur í 600 ára kastala Freyr Bjarnason skrifar 30. maí 2013 06:00 Jóhann hefur gefið út sína þriðju plötu, Headphones. fréttablaðið/anton Þriðja plata Jóhanns Kristinssonar, Headphones, var að hluta til tekin upp í 600 ára gömlum kastala í Engelsholm í Danmörku. „Ég kom mér upp hljóðnemum þarna en þessi kastali er notaður sem listalýðháskóli í Danmörku,“ segir Jóhann. Lagið Typewriter var tekið upp í kastalanum og Jóhann segir andrúmsloftið þar öðruvísi en annars staðar. „Það snýst aðallega um hvernig manni líður þarna. Þetta er alveg magnaður staður.“ Jóhann kom fyrst í kastalann fyrir þremur árum þegar hann tók þátt í lagahöfundabúðum með tónlistarmönnum frá Skandinavíu og Austin í Texas. Þar áttu þeir að semja tónleikaprógramm fyrir Spot-tónlistarhátíðina í Danmörku. Einn kollegi hans frá Texas heitir Danny Malone og þeir fóru saman í tónleikaferð um Bandaríkin í fyrra. Fyrsta smáskífulag plötunnar, No Need to Hesitate, var á lista yfir tuttugu bestu lög ársins 2012 hjá veftímaritinu Rjóminn.is og útvarpsþætti vefsíðunnar Straum.is. Headphones er persónuleg indíplata með rafmögnuðu ívafi. Hún kemur aðeins út í 200 númeruðum eintökum. Hægt verður að kaupa plötuna í öllum helstu plötubúðum og í gegnum vefsíðuna johannkristinsson.bandcamp.com. Tónlist Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Þriðja plata Jóhanns Kristinssonar, Headphones, var að hluta til tekin upp í 600 ára gömlum kastala í Engelsholm í Danmörku. „Ég kom mér upp hljóðnemum þarna en þessi kastali er notaður sem listalýðháskóli í Danmörku,“ segir Jóhann. Lagið Typewriter var tekið upp í kastalanum og Jóhann segir andrúmsloftið þar öðruvísi en annars staðar. „Það snýst aðallega um hvernig manni líður þarna. Þetta er alveg magnaður staður.“ Jóhann kom fyrst í kastalann fyrir þremur árum þegar hann tók þátt í lagahöfundabúðum með tónlistarmönnum frá Skandinavíu og Austin í Texas. Þar áttu þeir að semja tónleikaprógramm fyrir Spot-tónlistarhátíðina í Danmörku. Einn kollegi hans frá Texas heitir Danny Malone og þeir fóru saman í tónleikaferð um Bandaríkin í fyrra. Fyrsta smáskífulag plötunnar, No Need to Hesitate, var á lista yfir tuttugu bestu lög ársins 2012 hjá veftímaritinu Rjóminn.is og útvarpsþætti vefsíðunnar Straum.is. Headphones er persónuleg indíplata með rafmögnuðu ívafi. Hún kemur aðeins út í 200 númeruðum eintökum. Hægt verður að kaupa plötuna í öllum helstu plötubúðum og í gegnum vefsíðuna johannkristinsson.bandcamp.com.
Tónlist Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira