Bynes tapar glórunni á Twitter 30. maí 2013 07:00 Hvort Amanda Bynes sé að nota fíkniefni eða bara einfaldlega búin að missa vitið er ekki vitað, en það hlýtur að vera annaðhvort. Hún yrði sannarlega ekki fyrsta unga stjarnan til að tapa glórunni ef það er það sem er að gerast fyrir leikkonuna Amöndu Bynes, sem hefur farið hamförum á samskiptasíðunni Twitter undanfarna daga og þar ráðist harkalega á söngkonuna Rihönnu, rokkarann Courtney Love og nú síðast fyrirsætuna Chrissy Teigen. Leikkonan er 27 ára gömul og hefur verið í sviðsljósinu frá 13 ára aldri. Hún er þekktust fyrir hlutverk sín í myndunum She‘s the Man og Hairspray en hefur ekki tekið að sér nein verkefni frá því hún lagði leiklistina á hilluna, og hætti svo við, árið 2010. Nú síðustu mánuði hefur hún þó verið töluvert til umfjöllunar vegna misjafnra uppátækja sinna. Síðastliðinn fimmtudag var hún handtekin og sökuð um vörslu á fíkniefnum og hefur síðan þá látið öllum illum látum á Twitter. Á milli þess sem hún reynir að sannfæra fylgjendur sína um að hún sé saklaus af öllum ásökunum, meðal annars þeim að hún eigi við geðræn vandamál eða fíkniefnavanda að stríða, ver hún tíma sínum í að rakka niður aðrar stjörnur.Fórnarlömb maímánaðar Bynes hefur farið hamförum á Twitter allan mánuðinn. Hér eru nokkur dæmi um tíst sem hún hefur sent út á fræga einstaklinga en það er engin glóra í sumum þeirra. Flestum tístunum hefur nú verið eytt út af síðu leikkonunnar. Jenny McCarthy, 1. maí „Þarfnast ég hjálpar? Hvað ertu að tala um? Ert þú ekki 50 ára gömul? Ég er 27 ára og þú lítur út fyrir að vera áttræð í samanburði við mig. Af hverju ertu að tala um mig? Þú ert ljót! Lögreglan var ekki heima hjá mér, gamla kona! Haltu kjafti!“ Rihanna 26. maí „Ólíkt ljótu þér þá nota ég ekki eiturlyf! Þú þarft á íhlutun að halda sjálf, hundurinn þinn! Ég hef séð ljóta andlitið á þér í eigin persónu! Þú ert ekkert falleg, veistu það! Chris Brown barði þig af því að þú ert ekki nógu falleg. Enginn vill vera elskhugi þinn svo þú hringir í alla og mæður þeirra.“ Courtney Love, 28. maí „Courtney Love er ljótasta kona sem ég hef séð. Að hún skuli yfir höfuð minnast á mig fær mig og alla vini mína til að springa úr hlátri!“ Chrissy Teigen, 29. maí „Þú ert ekki falleg fyrirsæta samanborið við mig. […] Til allrar lukku er ekki einn maður sem vill mig og vill þig líka og þú ert gömul og ljót fyrirsæta samanborið við mig. Þú lítur út fyrir að vera 45!“ Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Hún yrði sannarlega ekki fyrsta unga stjarnan til að tapa glórunni ef það er það sem er að gerast fyrir leikkonuna Amöndu Bynes, sem hefur farið hamförum á samskiptasíðunni Twitter undanfarna daga og þar ráðist harkalega á söngkonuna Rihönnu, rokkarann Courtney Love og nú síðast fyrirsætuna Chrissy Teigen. Leikkonan er 27 ára gömul og hefur verið í sviðsljósinu frá 13 ára aldri. Hún er þekktust fyrir hlutverk sín í myndunum She‘s the Man og Hairspray en hefur ekki tekið að sér nein verkefni frá því hún lagði leiklistina á hilluna, og hætti svo við, árið 2010. Nú síðustu mánuði hefur hún þó verið töluvert til umfjöllunar vegna misjafnra uppátækja sinna. Síðastliðinn fimmtudag var hún handtekin og sökuð um vörslu á fíkniefnum og hefur síðan þá látið öllum illum látum á Twitter. Á milli þess sem hún reynir að sannfæra fylgjendur sína um að hún sé saklaus af öllum ásökunum, meðal annars þeim að hún eigi við geðræn vandamál eða fíkniefnavanda að stríða, ver hún tíma sínum í að rakka niður aðrar stjörnur.Fórnarlömb maímánaðar Bynes hefur farið hamförum á Twitter allan mánuðinn. Hér eru nokkur dæmi um tíst sem hún hefur sent út á fræga einstaklinga en það er engin glóra í sumum þeirra. Flestum tístunum hefur nú verið eytt út af síðu leikkonunnar. Jenny McCarthy, 1. maí „Þarfnast ég hjálpar? Hvað ertu að tala um? Ert þú ekki 50 ára gömul? Ég er 27 ára og þú lítur út fyrir að vera áttræð í samanburði við mig. Af hverju ertu að tala um mig? Þú ert ljót! Lögreglan var ekki heima hjá mér, gamla kona! Haltu kjafti!“ Rihanna 26. maí „Ólíkt ljótu þér þá nota ég ekki eiturlyf! Þú þarft á íhlutun að halda sjálf, hundurinn þinn! Ég hef séð ljóta andlitið á þér í eigin persónu! Þú ert ekkert falleg, veistu það! Chris Brown barði þig af því að þú ert ekki nógu falleg. Enginn vill vera elskhugi þinn svo þú hringir í alla og mæður þeirra.“ Courtney Love, 28. maí „Courtney Love er ljótasta kona sem ég hef séð. Að hún skuli yfir höfuð minnast á mig fær mig og alla vini mína til að springa úr hlátri!“ Chrissy Teigen, 29. maí „Þú ert ekki falleg fyrirsæta samanborið við mig. […] Til allrar lukku er ekki einn maður sem vill mig og vill þig líka og þú ert gömul og ljót fyrirsæta samanborið við mig. Þú lítur út fyrir að vera 45!“
Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira