Kemur ekki til greina að loka neyðarbraut suðvesturlands Kristján Már Unnarsson skrifar 13. nóvember 2013 19:24 Áform um að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar mæta harðri andstöðu. Friðrik Pálsson, sem fór fyrir undirskriftasöfnun til stuðnings vellinum, segir ekki koma til greina að suðvesturhorn landsins verði skilið eftir án neyðarflugbrautar í hvössum suðvestan- og norðaustanáttum. Þremur vikum eftir að vopnahlé í flugvallardeilunni var handsalað virðist friðurinn úti. Borgaryfirvöld virðast staðráðin í að loka sem fyrst minnstu flugbrautinni, norðaustur-suðvesturbrautinni, til að koma þar fyrir þrjúþúsund manna byggð. Forsvarsmenn Hjartans í Vatnsmýri, sem söfnuðu sjötíu þúsund undirskriftum í haust til stuðnings vellinum, segja að ætíð hafi verið gengið út frá því að þessari braut yrði ekki lokað nema braut með samsvarandi stefnu í Keflavík yrði opnuð að nýju. „Það er ekkert í myndinni að þessari braut verði lokað fyrr en hin brautin hefur verið opnuð,” segir Friðrik í fréttum Stöðvar 2. „Þetta er neyðarbraut og það kemur bara ekki til álita að skilja suðvesturhornið eftir í þeirri stöðu að það sé ekki hægt að lenda í þessum hvössu suðvestanvindum sem stundum verða hér, - og norðaustan.” Hann minnir á að búið sé að skipa nefnd undir forystu Rögnu Árnadóttur til að skoða til hlýtar alla valkosti í flugvallarmálinu. Það starf eigi ekki að taka nema þrettán mánuði. Á meðan eigi ekki að hrófla við neinu á vellinum, nefndin verði að hafa frítt spil þennan tíma. Það sé algjörlega fáránlegt að láta sér detta það í hug að einhverjir kostir yrðu úr sögunni meðan þessir þrettán mánuðir væru að líða. Fjórir aðilar voru sagðir standa að flugvallarsamkomulaginu en nú segir Friðrik að tveir samningar hafi verið gerðir og aðeins borgarstjóri og innanríkisráðherra hafi skrifað undir þann hluta sem snýr að litlu flugbrautinni. Það hafi vakið sérstaka athygli sína að forsætisráðherra skyldi ekki einnig skrifa undir seinna samkomulagið. „Hann hefur jú verið einarður talsmaður þess að það þyrfti að tryggja stöðu þessa vallar.“ Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Fleiri fréttir Foreldrar í MR segjast virða kröfur kennara en gagnrýna verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Sjá meira
Áform um að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar mæta harðri andstöðu. Friðrik Pálsson, sem fór fyrir undirskriftasöfnun til stuðnings vellinum, segir ekki koma til greina að suðvesturhorn landsins verði skilið eftir án neyðarflugbrautar í hvössum suðvestan- og norðaustanáttum. Þremur vikum eftir að vopnahlé í flugvallardeilunni var handsalað virðist friðurinn úti. Borgaryfirvöld virðast staðráðin í að loka sem fyrst minnstu flugbrautinni, norðaustur-suðvesturbrautinni, til að koma þar fyrir þrjúþúsund manna byggð. Forsvarsmenn Hjartans í Vatnsmýri, sem söfnuðu sjötíu þúsund undirskriftum í haust til stuðnings vellinum, segja að ætíð hafi verið gengið út frá því að þessari braut yrði ekki lokað nema braut með samsvarandi stefnu í Keflavík yrði opnuð að nýju. „Það er ekkert í myndinni að þessari braut verði lokað fyrr en hin brautin hefur verið opnuð,” segir Friðrik í fréttum Stöðvar 2. „Þetta er neyðarbraut og það kemur bara ekki til álita að skilja suðvesturhornið eftir í þeirri stöðu að það sé ekki hægt að lenda í þessum hvössu suðvestanvindum sem stundum verða hér, - og norðaustan.” Hann minnir á að búið sé að skipa nefnd undir forystu Rögnu Árnadóttur til að skoða til hlýtar alla valkosti í flugvallarmálinu. Það starf eigi ekki að taka nema þrettán mánuði. Á meðan eigi ekki að hrófla við neinu á vellinum, nefndin verði að hafa frítt spil þennan tíma. Það sé algjörlega fáránlegt að láta sér detta það í hug að einhverjir kostir yrðu úr sögunni meðan þessir þrettán mánuðir væru að líða. Fjórir aðilar voru sagðir standa að flugvallarsamkomulaginu en nú segir Friðrik að tveir samningar hafi verið gerðir og aðeins borgarstjóri og innanríkisráðherra hafi skrifað undir þann hluta sem snýr að litlu flugbrautinni. Það hafi vakið sérstaka athygli sína að forsætisráðherra skyldi ekki einnig skrifa undir seinna samkomulagið. „Hann hefur jú verið einarður talsmaður þess að það þyrfti að tryggja stöðu þessa vallar.“
Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Fleiri fréttir Foreldrar í MR segjast virða kröfur kennara en gagnrýna verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Sjá meira