Jeff Beck heldur tónleika í Reykjavík 4. júní 2013 07:00 Gítarsnillingurinn Jeff Beck verður með tónleika í Vodafonehöllinni í lok mánaðarins. Steinþór Helgi segir að gestir fái mikið fyrir peninginn á þessum tónleikum. „Ætli það hafi ekki verið gamall draumur hjá honum að koma til Íslands,“ segir umboðsmaðurinn Steinþór Helgi Arnsteinsson en gítarleikarinn Jeff Beck er á leið til landsins og heldur tónleika í Vodafone-höllinni hinn 27. júní næstkomandi. Tónleikarnir eru liður í herferð er kallast Endgame en markmið hennar er barátta gegn AIDS, malaríu og berklum. Ár hvert deyja samanlagt um 4 milljónir manna um heim allan úr þessum sjúkdómum. „Þessi herferð hefur verið lengi í vinnslu og þetta byrjar í raun á tónleikunum hér á landi,“ segir Steinþór, sem sér um framkvæmd tónleikanna og var í forsvari fyrir systursamtök Nelson Mandela á Íslandi. Endgame-samtökin verða með tónleika um heim allan til að vekja athygli á málstaðnum. Jeff Beck þarf vart að kynna fyrir tónlistarunnendum en hann var valinn fimmti besti gítarleikari heims af tímaritinu Rolling Stone og hefur unnið með mörgum af bestu tónlistarmönnum sögunnar. „Þetta er ótrúlegur „performer“ og hann kemur með einvala lið með sér, meðal annars Rhondu Smith, bassaleikara Prince og einn af fremstu bassaleikurum heims. Hann á það til að taka með sér einhverja leynigesti á tónleika sína svo það verður spennandi að sjá hvort einhverjir verði með að þessu sinni,“ segir Steinþór. Hinn 29. júní verða svo stórtónleikar í Tromsö í Noregi þar sem títtnefndur Jeff Beck, Rhonda Smith, Datarock og okkar íslensku Mezzoforte eru á meðal þeirra sem koma fram. Miðasala fyrir tónleikana í Vodafone-höllinni byrjar á næstu dögum og lofar Steinþór að gestir fái mikið fyrir peninginn. Tónlist Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Ætli það hafi ekki verið gamall draumur hjá honum að koma til Íslands,“ segir umboðsmaðurinn Steinþór Helgi Arnsteinsson en gítarleikarinn Jeff Beck er á leið til landsins og heldur tónleika í Vodafone-höllinni hinn 27. júní næstkomandi. Tónleikarnir eru liður í herferð er kallast Endgame en markmið hennar er barátta gegn AIDS, malaríu og berklum. Ár hvert deyja samanlagt um 4 milljónir manna um heim allan úr þessum sjúkdómum. „Þessi herferð hefur verið lengi í vinnslu og þetta byrjar í raun á tónleikunum hér á landi,“ segir Steinþór, sem sér um framkvæmd tónleikanna og var í forsvari fyrir systursamtök Nelson Mandela á Íslandi. Endgame-samtökin verða með tónleika um heim allan til að vekja athygli á málstaðnum. Jeff Beck þarf vart að kynna fyrir tónlistarunnendum en hann var valinn fimmti besti gítarleikari heims af tímaritinu Rolling Stone og hefur unnið með mörgum af bestu tónlistarmönnum sögunnar. „Þetta er ótrúlegur „performer“ og hann kemur með einvala lið með sér, meðal annars Rhondu Smith, bassaleikara Prince og einn af fremstu bassaleikurum heims. Hann á það til að taka með sér einhverja leynigesti á tónleika sína svo það verður spennandi að sjá hvort einhverjir verði með að þessu sinni,“ segir Steinþór. Hinn 29. júní verða svo stórtónleikar í Tromsö í Noregi þar sem títtnefndur Jeff Beck, Rhonda Smith, Datarock og okkar íslensku Mezzoforte eru á meðal þeirra sem koma fram. Miðasala fyrir tónleikana í Vodafone-höllinni byrjar á næstu dögum og lofar Steinþór að gestir fái mikið fyrir peninginn.
Tónlist Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira