Lífið

Ásgeir Trausti hitar upp

Freyr Bjarnason skrifar
Ásgeir Trausti.
Ásgeir Trausti.

Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti hitar upp fyrir bandarísku hljómsveitina Band of Horses á tónleikum hennar í Eldborgarsal Hörpu 11. júní.

Eftir að hafa fengið að heyra tónlist Ásgeirs Trausta varð hljómsveitin, ásamt fólkinu í kringum hana, yfir sig hrifin og vildi endilega fá hann til að spila. Meðlimir Band of Horses ætla að nýta ferðina til Íslands vel því þeir koma hingað tveimur dögum fyrir tónleikana og hafa í hyggju að skoða sig um í Reykjavík og nágrenni.

Miðar á tónleikana seldust upp á fyrsta degi en hátt í fjörutíu miðar sem höfðu verið teknir frá eru á leiðinni aftur í sölu í dag. Hægt er að kaupa miða hér á Midi.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.