Menning

Súrkál og snitsel í þýskum bröns

Sigríður Tómasdóttir skrifar
Davíð Ólafsson stendur ásamt félögum sínum í Germaníu fyrir þýskum bröns.
Davíð Ólafsson stendur ásamt félögum sínum í Germaníu fyrir þýskum bröns.

Germanía, vináttufélag Íslands og Þýskalands, stendur fyrir bröns á Hótel Natura (Loftleiðum) á morgun. „Þýskaland er orðinn heitasti staðurinn þegar kemur að lista og menningarlífi. Berlín er vinsæll staður meðal ungs fólks og Germanía hefur í hyggju að virkja þá góðu strauma,“ segir Davíð Ólafsson, einn skipuleggjenda viðburðarins. „Félagið hefur legið í dvala en núna ætlum við að bæta um betur, markmiðið er að þrír stórir viðburðir verði haldnir í ár, í haust verður bjórhátíð og svo jólaglögg.“

Eins og gefur að skilja verður matseðillinn með þýskum blæ, súrkál, snitsel og „serviettenknödel“ er meðal þess sem er á boðstólum. Undir borðum leikur Johannes Kirchberg sem er þýskur kabarett tónlistarmaður. Brönsinn hefst klukkan hálftólf og stendur til tvö.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.