Fórnarkostnaður fortíðarinnar Sunna Valgerðardóttir skrifar 11. júní 2013 17:30 Óskar röltir stundum um Mjóddina og hittir fyrir þennan fríða hóp karla sem kemur saman á kaffihúsi bakarísins á hverjum degi til að ræða mál líðandi stundar. Enginn þeirra, að einum undanskildum, á þó heima í Breiðholti þótt það verði fyrir valinu sem daglegur samverustaður. Fréttablaðið/Vilhelm Það væru mistök að byggja jafn margar samliggjandi félagslegar íbúðir í dag og gert var í Breiðholti, segir Óskar Dýrmundur Ólafsson, eini hverfisstjóri landsins. Greining Fjölmiðlavaktarinnar leiddi í ljós að umfjöllun um Breiðholt er ekki neikvæðari en um önnur hverfi. Breiðholtið hefur einkennst af fjölbreytileika frá því á sjöunda áratugnum þegar fólk flutti fyrst í Bakkana víða af landinu og úr öðrum hverfum Reykjavíkur. Upp úr aldamótum jókst fjöldi nýbúa margfalt og þá skapaðist sami suðupottur í samfélaginu og þrjátíu árum áður. Staðan í dag er þó önnur, að mati eina starfandi hverfisstjóra landsins, Óskars Dýrmundar Ólafssonar, hverfisstjóra Breiðholts.Samfélagið var suðupottur Óskar ólst upp í Breiðholti og segir hann andrúmsloftið í hverfinu allt annað í dag en það var á þessum miklu umbrotatímum. „Við erum áfram með mjög fjölbreyttan hóp fólks sem býr þarna saman og kallar sig núna Breiðhyltinga, bæði þeir sem eru frumbyggjar og komu frá landinu öllu á sjöunda og áttunda áratugnum og þeir sem komu seinna frá öðrum heimshornum,“ segir hann. „Sagan endurtekur sig í sjálfu sér. Það myndast suðupottur sem róast svo þegar blöndunin verður meiri.“ Óskar segir þessa blöndun ólíks fólks tvímælalaust vera styrkleika hverfisins og ríma við borgarumhverfi víða annars staðar þar sem fjölmenning og fjölbreytni hefur náð sér á strik. Fólk kemur frá öllum heimshornum, er mikið menntað og lítið, vel efnað og ekki. Óskar segir þó að stéttaskipting sé ekki til staðar í hverfinu.Væru mistök í dag „Ég tel að stéttaskipting brotni niður í þessu umhverfi. Skipulagið er meðal annars það sem vinnur gegn aðgreiningu þó að hún sé alltaf að einhverju leyti til staðar,“ segir hann og bendir á þá ákvörðun yfirvalda að láta reisa þann mikla fjölda félagslegra íbúða á sama stað á sínum tíma. „Í dag myndum við aldrei gera þetta svona, það væru mistök,“ segir Óskar. „En ég á erfitt með að dæma fortíðina því í þá daga voru menn ekki betur að sér í félagsvísindum en svo að þeir hrúguðu íbúðunum saman á einn stað. Ákvörðunin hafði ekki jákvæðar afleiðingar fyrir uppbyggingu samfélagsins, þótt hún hafi verið gerð af góðum hug. Hlutirnir voru ekki hugsaðir til enda. Samt þurfti auðvitað að byggja þetta húsnæði og við erum enn að vinda ofan af fórnarkostnaðinum.“Raunsæ umfjöllun Óskar segir að vissulega séu fordómar gagnvart Breiðholti en bendir á að nauðsynlegt sé að átta sig á því að umfjöllunin um hverfið sé ekki eins neikvæð og sumir virðast halda. „Mér finnst fólk stundum gera of mikið úr tali um neikvæða umfjöllun. Við fengum Fjölmiðlavaktina til að greina umfjöllun fjölmiðla og það hallaði ekkert meira á Breiðholt en önnur hverfi varðandi frásagnir af glæpum. Það var meginniðurstaðan,“ segir Óskar. „Það var mikið rætt um að það væri svo illa talað um Breiðholtið en niðurstaðan leiddi annað í ljós því umfjöllunin var yfirleitt mjög fagleg. En um leið og fordómarnir eru farnir að há manni sjálfum er maður kominn í vandræði.“Býr sjálfur í miðbænum Þrátt fyrir að starfa sem hverfisstjóri Breiðholts býr Óskar í miðborginni ásamt fjölskyldu sinni. Hann segir að þar sé fjölskyldan búin að festa rætur, börnin gangi þar í skóla svo flutningar yrðu ekki einfaldir. Hann var búsettur í miðborginni þegar hann sótti um starf hverfisstjóra. „Þótt ég hafi alist upp í Breiðholti og tekið út minn þroska þar hef ég nú fest rætur annars staðar,“ segir hann. „Það væri auðvitað betra ef ég byggi í hverfinu en það er spurning hversu miklu á að fórna fyrir starfið sitt.“ Sigurlið Fjölbrautarskólans í Breiðholti: Ármann Þorvaldsson, Kjartan Ólafsson og Bjarki Diego.Fréttablaðið/GVA Það kom flestum á óvart þegar Fjölbrautaskólinn í Breiðholti (FB) bar sigur úr býtum í spurningakeppninni Gettu betur árið 1987. Strákarnir sigruðu Menntaskólann við Sund í úrslitakeppninni og viðburðurinn var umtalaður um allt land og í kjölfarið fjölgaði umsóknum nemenda í skólann.Fínu skólarnir fúlir Lið FB var skipað Breiðhyltingunum Ármanni Þorvaldssyni, Bjarka Diego og Kjartani Ólafssyni. Þeir eru sammála um að sigurinn hafi verið verulega sætur. „Þegar við unnum Kvennó í útvarpinu varð ákveðið spennufall. Svo tókum við MR, MA og MS í sjónvarpinu, en fórum auðvitað létt með það,“ segir Kjartan þegar hann rifjar sigurinn upp. „Menn voru ansi fúlir í MR og hinum svokölluðu fínu skólum. Fjölbrautaskóli Suðurlands vann fyrstu keppnina og svo kom Fjölbraut í Breiðholti. Þetta gat eiginlega ekki verið verra.“ Bjarki tekur undir það. „Það bjóst enginn við þessu í byrjun. Þegar við vorum valdir í liðið komst maður helst að þeirri niðurstöðu að það væri bara ekkert sérstakt fólk í skólanum. Ég held að allir hafi haldið að við myndum tapa öllum keppnunum. En svo gekk þetta bara svona vel,“ segir hann. Ármann man tímabilið eins og það hafi gerst í gær. „Mér fannst virkilega eins og fólk þekkti mig úti á götu eftir þetta. Ég hef kannski ofmetið það aðeins því mér fannst eins og ég gæti hvergi farið um óhultur,“ segir hann í léttum tón. Bjarki hristir hausinn og glottir. „Ég man reyndar ekki eftir því. En það var alveg eftir því tekið að það var spjallað um þetta í heita pottinum. Það þótti merkilegt að FB hefði unnið.“ „Þú ert miklu sætari í sjónvarpinu“ Spurðir hvort stelpurnar í skólanum hafi ekki tekið við sér eftir sigurinn, svarar Ármann: „Onei, þær tóku ekki eftir manni frekar en fyrri daginn. Ég man eftir því að þegar við vorum að fagna eftir undanúrslitin þá labbaði stelpa upp að mér og sagði: „Þú ert miklu sætari í sjónvarpinu.“ Hún ætlaði kannski að hrósa mér, en það hrós kom ansi illa út.“Skólinn kannski bara allt í lagi Skólastjórnendur FB voru afar ánægðir með árangurinn, að sögn gömlu félaganna. „Guðmundur skólastjóri gekk upp á svið þegar við unnum og gaf okkur peninga úr eigin vasa. Ég gaf minn pening auðvitað samviskusamlega í Fella- og Hólakirkju eins og alltaf en Bjarki eyddi þessu í brennivín,“ segir Ármann og hlær. Bjarki brosir og rifjar upp hversu svekktir jafnaldrar þeirra í öðrum skólum urðu þegar þeir fögnuðu sigrinum. „Það voru allir ógeðslega svekktir yfir því að tapa fyrir FB. Sérstaklega fínu skólarnir,“ segir hann. „En þegar við unnum fór fólk að hugsa að þessi skóli væri kannski bara allt í lagi.“ Spurt í Kringlunni: "Hvað dettur þér fyrst í hug þegar ég segi Breiðholt?“ Fréttablaðið gerði lauslega könnun meðal um fimmtíu Kringlugesta í síðustu viku og tók þá tali um Breiðholtið. Spurningin var einföld: „Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir orðið Breiðholt?“ Töluverður munur var á svörum fólks eftir aldri, en orðið „gettó“ var langalgengasta svarið hjá aldurbilinu 15 til 30 ára, eða hátt í 60 prósent. Önnur orð sem komu fram hjá yngri kynslóðinni voru „Harlem“, „gengjastríð“, „hrædd“, „glæpamenn“, „dónalegir unglingar“ og „villingahverfi“. Nokkrir áttu þó heima í Breiðholtinu og gáfu hið einfalda svar „heima“. Eldri svarendur virtust flestir hafa aðrar hugmyndir um Breiðholt og gáfu svör eins og „vel skipulagt hverfi“, „fjölmenning“, „flott hverfi“, „íbúðahverfi“, „upphaf úthverfa“, „Garðheimar“ og „Seljahverfi“. „Fellahverfi og gettó.“Margrét Arnþórsdóttir og Davíð Snær Jónsson. „Villingahverfi. Eða villingar.“Rúna Björt Ármannsdóttir og Kristín Rán Sigurz. „Gettó.“Guðmundur Heiðar Helgason. „Ég bý í Breiðholtinu þannig að það er bara heima. Og það er mjög gott að búa þar. Ég er frá Nepal og í mínu næsta nágrenni eru um fimmtíu manns sem koma þaðan.“Kundan Mistra. „Flott hverfi sem hefur upp á allt að bjóða.“Guðbjörg Pálsdóttir og Svala Vignisdóttir. Fréttaskýringar Tengdar fréttir Brýnt að rannsaka skipulagsmálin Guðrún Jónsdóttir arkitekt er 78 ára gömul og á að baki glæstan feril. Hún er ein þeirra sem áttu hvað mestan þátt í að skipuleggja Seljahverfið í Breiðholti og notaði til þess margar nýstárlegar aðferðir. Hún segir sárvanta rannsóknir á sviðum skipulagsm 10. júní 2013 06:00 Gengjastríðunum í Breiðholti er lokið Gengjamyndun í Breiðholti heyrir sögunni til og hefur lögreglan ekki haft afskipti af slíku síðan árið 2005. Afbrotatíðni í þessu næstfjölmennasta hverfi Reykjavíkurborgar heldur áfram að lækka á milli ára. 6. júní 2013 07:00 Vinirnir þorðu ekki upp í Breiðholt Þegar Ingvar Sverrisson fór í MR smalaði hann bekkjarfélögum sínum í Tólfuna til að kynna Breiðholtið fyrir þeim. Mörg höfðu aldrei komið í hverfið. Hann segir að þótt vandamálin þar hafi verið meiri en annars staðar hafi hann ekki getað átt betri uppvaxt 8. júní 2013 07:00 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Sjá meira
Það væru mistök að byggja jafn margar samliggjandi félagslegar íbúðir í dag og gert var í Breiðholti, segir Óskar Dýrmundur Ólafsson, eini hverfisstjóri landsins. Greining Fjölmiðlavaktarinnar leiddi í ljós að umfjöllun um Breiðholt er ekki neikvæðari en um önnur hverfi. Breiðholtið hefur einkennst af fjölbreytileika frá því á sjöunda áratugnum þegar fólk flutti fyrst í Bakkana víða af landinu og úr öðrum hverfum Reykjavíkur. Upp úr aldamótum jókst fjöldi nýbúa margfalt og þá skapaðist sami suðupottur í samfélaginu og þrjátíu árum áður. Staðan í dag er þó önnur, að mati eina starfandi hverfisstjóra landsins, Óskars Dýrmundar Ólafssonar, hverfisstjóra Breiðholts.Samfélagið var suðupottur Óskar ólst upp í Breiðholti og segir hann andrúmsloftið í hverfinu allt annað í dag en það var á þessum miklu umbrotatímum. „Við erum áfram með mjög fjölbreyttan hóp fólks sem býr þarna saman og kallar sig núna Breiðhyltinga, bæði þeir sem eru frumbyggjar og komu frá landinu öllu á sjöunda og áttunda áratugnum og þeir sem komu seinna frá öðrum heimshornum,“ segir hann. „Sagan endurtekur sig í sjálfu sér. Það myndast suðupottur sem róast svo þegar blöndunin verður meiri.“ Óskar segir þessa blöndun ólíks fólks tvímælalaust vera styrkleika hverfisins og ríma við borgarumhverfi víða annars staðar þar sem fjölmenning og fjölbreytni hefur náð sér á strik. Fólk kemur frá öllum heimshornum, er mikið menntað og lítið, vel efnað og ekki. Óskar segir þó að stéttaskipting sé ekki til staðar í hverfinu.Væru mistök í dag „Ég tel að stéttaskipting brotni niður í þessu umhverfi. Skipulagið er meðal annars það sem vinnur gegn aðgreiningu þó að hún sé alltaf að einhverju leyti til staðar,“ segir hann og bendir á þá ákvörðun yfirvalda að láta reisa þann mikla fjölda félagslegra íbúða á sama stað á sínum tíma. „Í dag myndum við aldrei gera þetta svona, það væru mistök,“ segir Óskar. „En ég á erfitt með að dæma fortíðina því í þá daga voru menn ekki betur að sér í félagsvísindum en svo að þeir hrúguðu íbúðunum saman á einn stað. Ákvörðunin hafði ekki jákvæðar afleiðingar fyrir uppbyggingu samfélagsins, þótt hún hafi verið gerð af góðum hug. Hlutirnir voru ekki hugsaðir til enda. Samt þurfti auðvitað að byggja þetta húsnæði og við erum enn að vinda ofan af fórnarkostnaðinum.“Raunsæ umfjöllun Óskar segir að vissulega séu fordómar gagnvart Breiðholti en bendir á að nauðsynlegt sé að átta sig á því að umfjöllunin um hverfið sé ekki eins neikvæð og sumir virðast halda. „Mér finnst fólk stundum gera of mikið úr tali um neikvæða umfjöllun. Við fengum Fjölmiðlavaktina til að greina umfjöllun fjölmiðla og það hallaði ekkert meira á Breiðholt en önnur hverfi varðandi frásagnir af glæpum. Það var meginniðurstaðan,“ segir Óskar. „Það var mikið rætt um að það væri svo illa talað um Breiðholtið en niðurstaðan leiddi annað í ljós því umfjöllunin var yfirleitt mjög fagleg. En um leið og fordómarnir eru farnir að há manni sjálfum er maður kominn í vandræði.“Býr sjálfur í miðbænum Þrátt fyrir að starfa sem hverfisstjóri Breiðholts býr Óskar í miðborginni ásamt fjölskyldu sinni. Hann segir að þar sé fjölskyldan búin að festa rætur, börnin gangi þar í skóla svo flutningar yrðu ekki einfaldir. Hann var búsettur í miðborginni þegar hann sótti um starf hverfisstjóra. „Þótt ég hafi alist upp í Breiðholti og tekið út minn þroska þar hef ég nú fest rætur annars staðar,“ segir hann. „Það væri auðvitað betra ef ég byggi í hverfinu en það er spurning hversu miklu á að fórna fyrir starfið sitt.“ Sigurlið Fjölbrautarskólans í Breiðholti: Ármann Þorvaldsson, Kjartan Ólafsson og Bjarki Diego.Fréttablaðið/GVA Það kom flestum á óvart þegar Fjölbrautaskólinn í Breiðholti (FB) bar sigur úr býtum í spurningakeppninni Gettu betur árið 1987. Strákarnir sigruðu Menntaskólann við Sund í úrslitakeppninni og viðburðurinn var umtalaður um allt land og í kjölfarið fjölgaði umsóknum nemenda í skólann.Fínu skólarnir fúlir Lið FB var skipað Breiðhyltingunum Ármanni Þorvaldssyni, Bjarka Diego og Kjartani Ólafssyni. Þeir eru sammála um að sigurinn hafi verið verulega sætur. „Þegar við unnum Kvennó í útvarpinu varð ákveðið spennufall. Svo tókum við MR, MA og MS í sjónvarpinu, en fórum auðvitað létt með það,“ segir Kjartan þegar hann rifjar sigurinn upp. „Menn voru ansi fúlir í MR og hinum svokölluðu fínu skólum. Fjölbrautaskóli Suðurlands vann fyrstu keppnina og svo kom Fjölbraut í Breiðholti. Þetta gat eiginlega ekki verið verra.“ Bjarki tekur undir það. „Það bjóst enginn við þessu í byrjun. Þegar við vorum valdir í liðið komst maður helst að þeirri niðurstöðu að það væri bara ekkert sérstakt fólk í skólanum. Ég held að allir hafi haldið að við myndum tapa öllum keppnunum. En svo gekk þetta bara svona vel,“ segir hann. Ármann man tímabilið eins og það hafi gerst í gær. „Mér fannst virkilega eins og fólk þekkti mig úti á götu eftir þetta. Ég hef kannski ofmetið það aðeins því mér fannst eins og ég gæti hvergi farið um óhultur,“ segir hann í léttum tón. Bjarki hristir hausinn og glottir. „Ég man reyndar ekki eftir því. En það var alveg eftir því tekið að það var spjallað um þetta í heita pottinum. Það þótti merkilegt að FB hefði unnið.“ „Þú ert miklu sætari í sjónvarpinu“ Spurðir hvort stelpurnar í skólanum hafi ekki tekið við sér eftir sigurinn, svarar Ármann: „Onei, þær tóku ekki eftir manni frekar en fyrri daginn. Ég man eftir því að þegar við vorum að fagna eftir undanúrslitin þá labbaði stelpa upp að mér og sagði: „Þú ert miklu sætari í sjónvarpinu.“ Hún ætlaði kannski að hrósa mér, en það hrós kom ansi illa út.“Skólinn kannski bara allt í lagi Skólastjórnendur FB voru afar ánægðir með árangurinn, að sögn gömlu félaganna. „Guðmundur skólastjóri gekk upp á svið þegar við unnum og gaf okkur peninga úr eigin vasa. Ég gaf minn pening auðvitað samviskusamlega í Fella- og Hólakirkju eins og alltaf en Bjarki eyddi þessu í brennivín,“ segir Ármann og hlær. Bjarki brosir og rifjar upp hversu svekktir jafnaldrar þeirra í öðrum skólum urðu þegar þeir fögnuðu sigrinum. „Það voru allir ógeðslega svekktir yfir því að tapa fyrir FB. Sérstaklega fínu skólarnir,“ segir hann. „En þegar við unnum fór fólk að hugsa að þessi skóli væri kannski bara allt í lagi.“ Spurt í Kringlunni: "Hvað dettur þér fyrst í hug þegar ég segi Breiðholt?“ Fréttablaðið gerði lauslega könnun meðal um fimmtíu Kringlugesta í síðustu viku og tók þá tali um Breiðholtið. Spurningin var einföld: „Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir orðið Breiðholt?“ Töluverður munur var á svörum fólks eftir aldri, en orðið „gettó“ var langalgengasta svarið hjá aldurbilinu 15 til 30 ára, eða hátt í 60 prósent. Önnur orð sem komu fram hjá yngri kynslóðinni voru „Harlem“, „gengjastríð“, „hrædd“, „glæpamenn“, „dónalegir unglingar“ og „villingahverfi“. Nokkrir áttu þó heima í Breiðholtinu og gáfu hið einfalda svar „heima“. Eldri svarendur virtust flestir hafa aðrar hugmyndir um Breiðholt og gáfu svör eins og „vel skipulagt hverfi“, „fjölmenning“, „flott hverfi“, „íbúðahverfi“, „upphaf úthverfa“, „Garðheimar“ og „Seljahverfi“. „Fellahverfi og gettó.“Margrét Arnþórsdóttir og Davíð Snær Jónsson. „Villingahverfi. Eða villingar.“Rúna Björt Ármannsdóttir og Kristín Rán Sigurz. „Gettó.“Guðmundur Heiðar Helgason. „Ég bý í Breiðholtinu þannig að það er bara heima. Og það er mjög gott að búa þar. Ég er frá Nepal og í mínu næsta nágrenni eru um fimmtíu manns sem koma þaðan.“Kundan Mistra. „Flott hverfi sem hefur upp á allt að bjóða.“Guðbjörg Pálsdóttir og Svala Vignisdóttir.
Fréttaskýringar Tengdar fréttir Brýnt að rannsaka skipulagsmálin Guðrún Jónsdóttir arkitekt er 78 ára gömul og á að baki glæstan feril. Hún er ein þeirra sem áttu hvað mestan þátt í að skipuleggja Seljahverfið í Breiðholti og notaði til þess margar nýstárlegar aðferðir. Hún segir sárvanta rannsóknir á sviðum skipulagsm 10. júní 2013 06:00 Gengjastríðunum í Breiðholti er lokið Gengjamyndun í Breiðholti heyrir sögunni til og hefur lögreglan ekki haft afskipti af slíku síðan árið 2005. Afbrotatíðni í þessu næstfjölmennasta hverfi Reykjavíkurborgar heldur áfram að lækka á milli ára. 6. júní 2013 07:00 Vinirnir þorðu ekki upp í Breiðholt Þegar Ingvar Sverrisson fór í MR smalaði hann bekkjarfélögum sínum í Tólfuna til að kynna Breiðholtið fyrir þeim. Mörg höfðu aldrei komið í hverfið. Hann segir að þótt vandamálin þar hafi verið meiri en annars staðar hafi hann ekki getað átt betri uppvaxt 8. júní 2013 07:00 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Sjá meira
Brýnt að rannsaka skipulagsmálin Guðrún Jónsdóttir arkitekt er 78 ára gömul og á að baki glæstan feril. Hún er ein þeirra sem áttu hvað mestan þátt í að skipuleggja Seljahverfið í Breiðholti og notaði til þess margar nýstárlegar aðferðir. Hún segir sárvanta rannsóknir á sviðum skipulagsm 10. júní 2013 06:00
Gengjastríðunum í Breiðholti er lokið Gengjamyndun í Breiðholti heyrir sögunni til og hefur lögreglan ekki haft afskipti af slíku síðan árið 2005. Afbrotatíðni í þessu næstfjölmennasta hverfi Reykjavíkurborgar heldur áfram að lækka á milli ára. 6. júní 2013 07:00
Vinirnir þorðu ekki upp í Breiðholt Þegar Ingvar Sverrisson fór í MR smalaði hann bekkjarfélögum sínum í Tólfuna til að kynna Breiðholtið fyrir þeim. Mörg höfðu aldrei komið í hverfið. Hann segir að þótt vandamálin þar hafi verið meiri en annars staðar hafi hann ekki getað átt betri uppvaxt 8. júní 2013 07:00