Elsku bestu Reykvíkingar BIN-hópurinn skrifar 12. júní 2013 08:52 Borgarfulltrúar Besta flokksins skrifuðu stórskemmtilega grein í Fréttablaðið um skipulag á Landsímareitnum. Margt í greininni var ekki bara skemmtilegt heldur bráðfyndið. Þannig segja fulltrúarnir að helsta niðurstaða þeirrar vinnu sem borgin hafi farið í sé þessi: „Gamli Kvennaskólinn mun áfram prýða Austurvöll en það hús er framhlið skemmtistaðarins sem nefndur er NASA.“ Þetta á örugglega að vera brandari því gamli Kvennaskólinn var friðaður fyrir nokkrum árum! Fleiri brandarar fylgja í kjölfarið eins og sá að nýir kvistir ofan á Landsímahúsinu og nýbyggingar fyrir aftan Nasa og við Kirkjustræti muni ekki auka skuggavarp á útivistarsvæðum! Það hlýtur öllum að vera ljóst að ef byggt er hús varpar það skugga. Það er líka skemmtilegt hjá fulltrúunum að segja: „Engar breytingar verða á Ingólfstorgi.“ Hvert mannsbarn sem skoðar teikningarnar sér að hér eru á ferðinni bráðfyndin öfugmæli því steypt fjögurra hæða hús verða byggð milli timburhúsanna við Vallarstræti og fyrir aftan þau og munu þannig skemma gömlu götumyndina við sunnanvert Ingólfstorg. Þetta grín er notað aftur þegar sagt er að viðbyggingin við viðbyggingu Landsímahússins, sem mun ná alveg að Kirkjustræti, verði „sambærileg gömlu húsunum sunnan við götuna og styrki því götumyndina“. Gömlu húsin sem standa á móti fyrirhugaðri nýbyggingu eru nett timburhús með kvistum en nýbyggingin er ferkantað ferlíki. En grínið er ekki búið. Áformin um risahótelið hafa verið gagnrýnd vegna þeirra umferðarvandamála sem það skapar. Fram til þessa hafa borgarfulltrúar svarað því á þann veg að umferðin verði „annars staðar“ og hótelgestir muni alltaf labba til þessa „annars staðar“ þegar þeir þurfa að fara um borð í rútu, fjallabíl eða leigubíl. En nú hafa fulltrúarnir snúið vörn í sókn og fullyrða að með tilkomu hótelsins muni draga mjög úr umferð á svæðinu! Hótelið skapar með öðrum orðum ekki lengur nein umferðarvandamál heldur mun það þvert á móti minnka mjög umferð á svæðinu! Og hlæi nú allir eins hátt og þeir geta. En með gríninu skín líka í einlægni. Þannig viðurkenna fulltrúarnir að deiliskipulagstillagan muni ganga af dauðu tónleikahaldi eins og verið hefur í NASA. Þeir segjast „að vandlega athuguðu máli“ ekki styðja að NASA fái að lifa sem tónleikastaður í núverandi mynd. Afstaða borgarfulltrúa Besta flokksins liggur þá fyrir. Hún er þveröfug við afstöðu yfir 200 tónlistarmanna og hljómsveita sem hafa lýst skoðun sinni opinberlega – ásamt þúsundum annarra Reykvíkinga.Í berhögg við vilja Alþingis En eins og í öllu góðu gríni sleppa fulltrúarnir því sem ekki er fyndið. Þannig hefst greinin á því að borgarfulltrúarnir lýsa því að þeir hafi staðið fyrir alþjóðlegri samkeppni um skipulag Landsímareits og Ingólfstorgs en minnast ekkert á að nú er ekki lengur ætlunin að gera neitt fyrir Ingólfstorg – sem sannarlega þarf á andlitslyftingu að halda. Nú á bara að breyta því sem þarf til að þarna geti risið hótel. Borgarfulltrúarnir sleppa líka því óskemmtilega atriði að deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir því að stígurinn milli Ingólfstorgs og Fógetagarðs verði hluti af hótelinu. Framkvæmdaaðilinn fær þennan göngustíg Reykvíkinga til eigin nota. Borgarfulltrúarnir nefna í greininni þau tvö hótel í Reykjavík sem hafa markaðssett sig sem skemmtistaði fyrir heimamenn, Kex og Marina, sem dæmi um hvað það verði gaman að hafa hótel á þessum stað. Það er ekkert sem segir að jarðhæð risahótelsins verði rekin eftir sömu viðskiptahugmynd. Því ræður rekstraraðili hótelsins sem ekki er vitað hver verður. En skemmtilegast (eða leiðinlegast) af öllu er að þessir borgarfulltrúar Reykvíkinga nefna ekki að með tillögunni eru þeir að ganga í berhögg við yfirlýstan vilja Alþingis sem hefur mótmælt henni harðlega vegna þess að með henni er þrengt verulega að þinghúsinu og byggingum þess við Kirkjustræti. Besti flokkurinn fékk rúmlega 20 þúsund atkvæði í síðustu kosningunum og Samfylkingin 11 þúsund. En þessir flokkar taka ekkert tillit til vilja yfir 17 þúsund Reykvíkinga sem hafa mótmælt fyrirhugaðri hótelbyggingu á vefsíðunni www.ekkihotel.is. Skemmtuninni er ekki lokið. Á laugardaginn klukkan tvö ætlum við að mótmæla þessari hlægilegu vitleysu með baráttutónleikum á Austurvelli með mörgu af okkar besta tónlistarfólki. Það verður ósvikin skemmtun. Sjáumst þar með bros á vör!Fyrir hönd BIN hópsins – Björgum Ingólfstorgi og Nasa: Áshildur Haraldsdóttir Björn B. Björnsson Guðríður Adda Ragnarsdóttir Halla Bogadóttir Helgi Þorláksson Páll Óskar Hjálmtýsson Ragnheiður Þorláksdóttir Samúel Jón Samúelsson Þóra Andrésdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Tengdar fréttir Góðan daginn, Reykvíkingar 8. júní 2013 06:00 Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Borgarfulltrúar Besta flokksins skrifuðu stórskemmtilega grein í Fréttablaðið um skipulag á Landsímareitnum. Margt í greininni var ekki bara skemmtilegt heldur bráðfyndið. Þannig segja fulltrúarnir að helsta niðurstaða þeirrar vinnu sem borgin hafi farið í sé þessi: „Gamli Kvennaskólinn mun áfram prýða Austurvöll en það hús er framhlið skemmtistaðarins sem nefndur er NASA.“ Þetta á örugglega að vera brandari því gamli Kvennaskólinn var friðaður fyrir nokkrum árum! Fleiri brandarar fylgja í kjölfarið eins og sá að nýir kvistir ofan á Landsímahúsinu og nýbyggingar fyrir aftan Nasa og við Kirkjustræti muni ekki auka skuggavarp á útivistarsvæðum! Það hlýtur öllum að vera ljóst að ef byggt er hús varpar það skugga. Það er líka skemmtilegt hjá fulltrúunum að segja: „Engar breytingar verða á Ingólfstorgi.“ Hvert mannsbarn sem skoðar teikningarnar sér að hér eru á ferðinni bráðfyndin öfugmæli því steypt fjögurra hæða hús verða byggð milli timburhúsanna við Vallarstræti og fyrir aftan þau og munu þannig skemma gömlu götumyndina við sunnanvert Ingólfstorg. Þetta grín er notað aftur þegar sagt er að viðbyggingin við viðbyggingu Landsímahússins, sem mun ná alveg að Kirkjustræti, verði „sambærileg gömlu húsunum sunnan við götuna og styrki því götumyndina“. Gömlu húsin sem standa á móti fyrirhugaðri nýbyggingu eru nett timburhús með kvistum en nýbyggingin er ferkantað ferlíki. En grínið er ekki búið. Áformin um risahótelið hafa verið gagnrýnd vegna þeirra umferðarvandamála sem það skapar. Fram til þessa hafa borgarfulltrúar svarað því á þann veg að umferðin verði „annars staðar“ og hótelgestir muni alltaf labba til þessa „annars staðar“ þegar þeir þurfa að fara um borð í rútu, fjallabíl eða leigubíl. En nú hafa fulltrúarnir snúið vörn í sókn og fullyrða að með tilkomu hótelsins muni draga mjög úr umferð á svæðinu! Hótelið skapar með öðrum orðum ekki lengur nein umferðarvandamál heldur mun það þvert á móti minnka mjög umferð á svæðinu! Og hlæi nú allir eins hátt og þeir geta. En með gríninu skín líka í einlægni. Þannig viðurkenna fulltrúarnir að deiliskipulagstillagan muni ganga af dauðu tónleikahaldi eins og verið hefur í NASA. Þeir segjast „að vandlega athuguðu máli“ ekki styðja að NASA fái að lifa sem tónleikastaður í núverandi mynd. Afstaða borgarfulltrúa Besta flokksins liggur þá fyrir. Hún er þveröfug við afstöðu yfir 200 tónlistarmanna og hljómsveita sem hafa lýst skoðun sinni opinberlega – ásamt þúsundum annarra Reykvíkinga.Í berhögg við vilja Alþingis En eins og í öllu góðu gríni sleppa fulltrúarnir því sem ekki er fyndið. Þannig hefst greinin á því að borgarfulltrúarnir lýsa því að þeir hafi staðið fyrir alþjóðlegri samkeppni um skipulag Landsímareits og Ingólfstorgs en minnast ekkert á að nú er ekki lengur ætlunin að gera neitt fyrir Ingólfstorg – sem sannarlega þarf á andlitslyftingu að halda. Nú á bara að breyta því sem þarf til að þarna geti risið hótel. Borgarfulltrúarnir sleppa líka því óskemmtilega atriði að deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir því að stígurinn milli Ingólfstorgs og Fógetagarðs verði hluti af hótelinu. Framkvæmdaaðilinn fær þennan göngustíg Reykvíkinga til eigin nota. Borgarfulltrúarnir nefna í greininni þau tvö hótel í Reykjavík sem hafa markaðssett sig sem skemmtistaði fyrir heimamenn, Kex og Marina, sem dæmi um hvað það verði gaman að hafa hótel á þessum stað. Það er ekkert sem segir að jarðhæð risahótelsins verði rekin eftir sömu viðskiptahugmynd. Því ræður rekstraraðili hótelsins sem ekki er vitað hver verður. En skemmtilegast (eða leiðinlegast) af öllu er að þessir borgarfulltrúar Reykvíkinga nefna ekki að með tillögunni eru þeir að ganga í berhögg við yfirlýstan vilja Alþingis sem hefur mótmælt henni harðlega vegna þess að með henni er þrengt verulega að þinghúsinu og byggingum þess við Kirkjustræti. Besti flokkurinn fékk rúmlega 20 þúsund atkvæði í síðustu kosningunum og Samfylkingin 11 þúsund. En þessir flokkar taka ekkert tillit til vilja yfir 17 þúsund Reykvíkinga sem hafa mótmælt fyrirhugaðri hótelbyggingu á vefsíðunni www.ekkihotel.is. Skemmtuninni er ekki lokið. Á laugardaginn klukkan tvö ætlum við að mótmæla þessari hlægilegu vitleysu með baráttutónleikum á Austurvelli með mörgu af okkar besta tónlistarfólki. Það verður ósvikin skemmtun. Sjáumst þar með bros á vör!Fyrir hönd BIN hópsins – Björgum Ingólfstorgi og Nasa: Áshildur Haraldsdóttir Björn B. Björnsson Guðríður Adda Ragnarsdóttir Halla Bogadóttir Helgi Þorláksson Páll Óskar Hjálmtýsson Ragnheiður Þorláksdóttir Samúel Jón Samúelsson Þóra Andrésdóttir
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun