Hvað gerir forsetinn? Bolli Héðinsson skrifar 12. júní 2013 08:52 Í Icesave-samningunum, sem vísað var til í þjóðaratkvæðagreiðslu, var tekist á um hvort almenningur tæki á sig ábyrgð á fjárskuldbindingum sem samið hafði verið um við erlenda aðila ef eignir þrotabús Landsbankans dygðu ekki til. Þjóðin hafnaði ábyrgð á þeirri fjárskuldbindingu. Nú eru aftur uppi hugmyndir um að leggja byrðar á þjóðina sem Alþingi hefur samþykkt að útgerðin í landinu beri. Stjórnvöld hafa sett fram hugmyndir um að láta almenning taka á sig þessar byrðar en létta þeim af útgerðinni. Spurningin sem við stöndum því frammi fyrir er sú hvort forsetinn muni reynast brjóstvörn almennings gegn íþyngjandi álögum stjórnvalda með ámóta hætti og í Icesave. Fjármunir sem létt er af útgerð verða ekki sóttir annað en í vasa almennings. Veiðigjaldi sem aflétt er af útgerð verður ekki ráðstafað til skuldalækkunar heimilanna heldur verður það, þvert á móti, lagt á herðar almennings, þó síðar verði. Hverjir höldum við að séu betur aflögufærir, almenningur eða útgerðin?Á að rjúfa sáttina um veiðigjaldið? Þrátt fyrir þá ágalla sem kunna að vera á því kerfi veiðigjalda sem fyrri ríkisstjórn stóð fyrir þá er sú leið sem farin var samt sem áður fyrsta alvöru tilraunin til að ná sátt við þjóðina um að útgerðin greiði eitthvað sem kalla mætti sanngjarnt verð fyrir afnot sín af auðlindinni. Hugmyndir núverandi ríkisstjórnar um veiðigjald virðast hins vegar ganga út á að gjaldið sé einhver afgangsstærð og fjárhæð gjaldsins eigi að ráðast af því hvernig fyrirtækið stendur þegar allur kostnaður og misvitur ráðstöfun fjármuna fyrirtækisins hefur verið dregin frá. Með því er í raun fallið frá auðlindagjaldi. Eigi auðlindagjald að rísa undir nafni þá ræðst upphæð þess fyrst og fremst af því magni sem sótt er í auðlindina, en ekki af afkomu fyrirtækjanna, frekar en önnur aðföng. Þannig ráðast vextir, afborganir og kaup á veiðarfærum alls ekki af hagnaði útgerðarinnar heldur er það einfaldlega kostnaður sem standa verður skil á svo hægt sé að halda áfram rekstri. Útgerðir verða að greiða reikning veiðarfærasalans hvort sem útgerðin er rekin með reiknuðu tapi eða gróða. Hví skyldi annað gilda um kostnaðinn við aðganginn að fiskveiðiauðlindinni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Heimskasta þjóð í heimi. Sverrir Björnsson Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi. Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Sjá meira
Í Icesave-samningunum, sem vísað var til í þjóðaratkvæðagreiðslu, var tekist á um hvort almenningur tæki á sig ábyrgð á fjárskuldbindingum sem samið hafði verið um við erlenda aðila ef eignir þrotabús Landsbankans dygðu ekki til. Þjóðin hafnaði ábyrgð á þeirri fjárskuldbindingu. Nú eru aftur uppi hugmyndir um að leggja byrðar á þjóðina sem Alþingi hefur samþykkt að útgerðin í landinu beri. Stjórnvöld hafa sett fram hugmyndir um að láta almenning taka á sig þessar byrðar en létta þeim af útgerðinni. Spurningin sem við stöndum því frammi fyrir er sú hvort forsetinn muni reynast brjóstvörn almennings gegn íþyngjandi álögum stjórnvalda með ámóta hætti og í Icesave. Fjármunir sem létt er af útgerð verða ekki sóttir annað en í vasa almennings. Veiðigjaldi sem aflétt er af útgerð verður ekki ráðstafað til skuldalækkunar heimilanna heldur verður það, þvert á móti, lagt á herðar almennings, þó síðar verði. Hverjir höldum við að séu betur aflögufærir, almenningur eða útgerðin?Á að rjúfa sáttina um veiðigjaldið? Þrátt fyrir þá ágalla sem kunna að vera á því kerfi veiðigjalda sem fyrri ríkisstjórn stóð fyrir þá er sú leið sem farin var samt sem áður fyrsta alvöru tilraunin til að ná sátt við þjóðina um að útgerðin greiði eitthvað sem kalla mætti sanngjarnt verð fyrir afnot sín af auðlindinni. Hugmyndir núverandi ríkisstjórnar um veiðigjald virðast hins vegar ganga út á að gjaldið sé einhver afgangsstærð og fjárhæð gjaldsins eigi að ráðast af því hvernig fyrirtækið stendur þegar allur kostnaður og misvitur ráðstöfun fjármuna fyrirtækisins hefur verið dregin frá. Með því er í raun fallið frá auðlindagjaldi. Eigi auðlindagjald að rísa undir nafni þá ræðst upphæð þess fyrst og fremst af því magni sem sótt er í auðlindina, en ekki af afkomu fyrirtækjanna, frekar en önnur aðföng. Þannig ráðast vextir, afborganir og kaup á veiðarfærum alls ekki af hagnaði útgerðarinnar heldur er það einfaldlega kostnaður sem standa verður skil á svo hægt sé að halda áfram rekstri. Útgerðir verða að greiða reikning veiðarfærasalans hvort sem útgerðin er rekin með reiknuðu tapi eða gróða. Hví skyldi annað gilda um kostnaðinn við aðganginn að fiskveiðiauðlindinni?
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun