Tónlist

Trinsi komst áfram í franskri gítarkeppni

Freyr Bjarnason skrifar

Brasilíski gítarleikarinn Thiago Trinsi, sem starfar hér á landi sem tónlistarkennari, er kominn í undanúrslit í alþjóðlegri franskri gítarkeppni sem fer fram á netinu.

Alls tóku 978 gítarleikarar frá hinum ýmsu löndum þátt í undankeppninni og komst Trinsi í gegnum fimmtíu manna niðurskurðinn. Hann er jafnframt sá eini sem keppir fyrir hönd Íslands.

Til að komast í gegnum undanúrslitin þurfti Trinsi að senda inn eigið lag og kemur það í ljós á næstunni hvort hann hlýtur náð fyrir augum dómnefndarinnar.

Trinsi hefur áður náð langt í gítarkeppnum, auk þess sem hann átti lag á plötunni Guitar Wizards. Á meðal annarra sem áttu þar lag voru Gilby Clarke, sem spilaði með Guns N‘Roses, og Bernie Marsden, sem spilaði með Whitesnake.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.