Skilaboð frá Snowden Kristinn Hrafnsson skrifar 18. júní 2013 07:00 Aðfaranótt 12. júní var mér falið af Edward Snowden að bera þau boð til íslenskra stjórnvalda að hann sæktist eftir pólitísku hæli á Íslandi. Jafnframt að íslensk stjórnvöld aðstoðuðu hann við umsóknina og könnuðu jafnvel kosti þess að veita honum ríkisborgararétt. Stöðu hans vegna voru samskiptin í gegnum millilið sem hafði fullt umboð. Sama dag óskaði ég eftir fundi með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra til þess að bera upp erindið. Hvorugt sá sér fært að hitta mig, þótt þeim væri ljóst hvað í því fólst. Engu að síður kom ég því til leiðar að bæði fengju til sín nægjanlegar upplýsingar sem vörðuðu þetta ákall um aðstoð. Enn hef ég ekki náð tali af Sigmundi Davíð og Hönnu Birnu og því ekki fengið milliliðalaust svar við erindinu sem vitaskuld er í eðli sínu pólitískt. Upplýsingar úr ráðuneytunum voru í ætt við svör embættismanna í erlendum fjölmiðlum þar sem vísað er í formreglur og tæknilega vankanta á hælisumsókn ef viðkomandi er ekki staddur hér á landi. Ég geri þetta erindi nú opinbert með heimild Snowdens. Ekki síst þar sem það varðar mikilsverða hagsmuni sem snerta þjóðina og Alþingi. Þingmönnum er málið skylt enda verður að skoða beiðni Snowdens sem andsvar við skilaboðum sem Alþingi sendi heimsbyggðinni með samþykkt þingsályktunartillögu 16. júní 2010 sem samþykkt var mótatkvæðalaust. Að henni stóðu nítján þingmenn allra flokka og meðal flutningsmanna voru þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar sem er nýtekin við, þau Gunnar Bragi Sveinsson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Eygló Harðardóttir. Hróður þessarar stefnumörkunar þingsins hefur farið víða enda á ferð framsækin ályktun um að „Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis“. Þar er sérstök áhersla lögð á að „…vernd heimildarmanna og afhjúpenda verði tryggð“. Í ljósi þessa samhengis ber Alþingi siðferðisleg skylda að svara þessari hjálparbeiðni. Enginn þarf að efast um að Snowden á yfir höfði sér saksókn í Bandaríkjunum á grundvelli fornar löggjafar sem hefur á síðari tímum verið beitt gegn uppljóstrurum og afhjúpendum, jafnvel gegn þeim sem miðlað hafa mun veigaminni upplýsingum en Snowden. Þá hefur verið vísað til þess að upplýsingamiðlunin – til almennings í gegnum fjölmiðla – feli í sér „aðstoð við óvininn“. Þar sé því um að ræða landráð og viðurlögin eru lífstíðarfangelsi eða dauðarefsing. Menn ættu einnig að skoða þá meðferð sem afhjúpandinn Bradley Manning hefur mátt þola í fangelsi; niðurlægingu og pyntingar. Íslensk stjórnvöld, og almenningur, þurfa að svara alvarlegri samviskuspurningu, óháð skoðun þeirra á réttmæti þess að Snowden lagði allt í sölurnar til þess að upplýsa almenning. Verður rétt fram hjálparhönd eða baki snúið við þessum manni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Aðfaranótt 12. júní var mér falið af Edward Snowden að bera þau boð til íslenskra stjórnvalda að hann sæktist eftir pólitísku hæli á Íslandi. Jafnframt að íslensk stjórnvöld aðstoðuðu hann við umsóknina og könnuðu jafnvel kosti þess að veita honum ríkisborgararétt. Stöðu hans vegna voru samskiptin í gegnum millilið sem hafði fullt umboð. Sama dag óskaði ég eftir fundi með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra til þess að bera upp erindið. Hvorugt sá sér fært að hitta mig, þótt þeim væri ljóst hvað í því fólst. Engu að síður kom ég því til leiðar að bæði fengju til sín nægjanlegar upplýsingar sem vörðuðu þetta ákall um aðstoð. Enn hef ég ekki náð tali af Sigmundi Davíð og Hönnu Birnu og því ekki fengið milliliðalaust svar við erindinu sem vitaskuld er í eðli sínu pólitískt. Upplýsingar úr ráðuneytunum voru í ætt við svör embættismanna í erlendum fjölmiðlum þar sem vísað er í formreglur og tæknilega vankanta á hælisumsókn ef viðkomandi er ekki staddur hér á landi. Ég geri þetta erindi nú opinbert með heimild Snowdens. Ekki síst þar sem það varðar mikilsverða hagsmuni sem snerta þjóðina og Alþingi. Þingmönnum er málið skylt enda verður að skoða beiðni Snowdens sem andsvar við skilaboðum sem Alþingi sendi heimsbyggðinni með samþykkt þingsályktunartillögu 16. júní 2010 sem samþykkt var mótatkvæðalaust. Að henni stóðu nítján þingmenn allra flokka og meðal flutningsmanna voru þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar sem er nýtekin við, þau Gunnar Bragi Sveinsson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Eygló Harðardóttir. Hróður þessarar stefnumörkunar þingsins hefur farið víða enda á ferð framsækin ályktun um að „Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis“. Þar er sérstök áhersla lögð á að „…vernd heimildarmanna og afhjúpenda verði tryggð“. Í ljósi þessa samhengis ber Alþingi siðferðisleg skylda að svara þessari hjálparbeiðni. Enginn þarf að efast um að Snowden á yfir höfði sér saksókn í Bandaríkjunum á grundvelli fornar löggjafar sem hefur á síðari tímum verið beitt gegn uppljóstrurum og afhjúpendum, jafnvel gegn þeim sem miðlað hafa mun veigaminni upplýsingum en Snowden. Þá hefur verið vísað til þess að upplýsingamiðlunin – til almennings í gegnum fjölmiðla – feli í sér „aðstoð við óvininn“. Þar sé því um að ræða landráð og viðurlögin eru lífstíðarfangelsi eða dauðarefsing. Menn ættu einnig að skoða þá meðferð sem afhjúpandinn Bradley Manning hefur mátt þola í fangelsi; niðurlægingu og pyntingar. Íslensk stjórnvöld, og almenningur, þurfa að svara alvarlegri samviskuspurningu, óháð skoðun þeirra á réttmæti þess að Snowden lagði allt í sölurnar til þess að upplýsa almenning. Verður rétt fram hjálparhönd eða baki snúið við þessum manni?
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar