Lífið

Kanadabúar með tónleika

Eamon McGrath spilar á Bar 11 ásamt Lake Forest.
Eamon McGrath spilar á Bar 11 ásamt Lake Forest.
Kanadísku tónlistarmennirnir Eamon McGrath og Lake Forest spila á Bar 11 í kvöld. Hljómsveitin Oyama hitar upp.

Tónleikarnir eru lokahnykkur á tónleikaferðalagi McGraths og Lakes Forest sem hafa á undanförnum vikum spilað á um þrjátíu stöðum víða um Evrópu.

Íslendingar gætu kannast við McGrath en lagið Instrument of My Release af hans þriðju plötu, Young Canadians, hefur fengið talsverða spilun á öldum ljósvakans.

Tónleikarnir hefjast klukkan 22 og kostar 1.000 krónur inn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.